Undursamlega gott tandoori lamb með saffran hrísgrjónum

Girnileg indversk máltíð sem gleður alla matgæðinga.
Girnileg indversk máltíð sem gleður alla matgæðinga. Ljósmynd/Valla Gröndal

Hef ykk­ur lang­ar í góðan ind­versk­an mat er vel hægt að mæla með þess­ari máltíð sem kem­ur úr smiðju Val­gerðar Grétu Grön­dal, alla jafna kölluð Valla, og held­ur úti mat­ar­bloggi hér.

Þetta er bragðgóður og mild­ur ind­versk­ur lamba­kjöts­rétt­ur í lúx­usút­gáfu, tandoori lamb borið fram með saffr­an hrís­grjón­um, heima­gerðu naan brauði og jóg­úrtsósu. Hent­ar full­kom­lega fyr­ir fjöl­skyld­una og þegar ykk­ur lang­ar að gera vel við ykk­ur.

Heimasteikt naan brauð geta verið hreint sælgæti að njóta.
Heima­steikt naan brauð geta verið hreint sæl­gæti að njóta. Ljós­mynd/​Valla Grön­dal

Undursamlega gott tandoori lamb með saffran hrísgrjónum

Vista Prenta

Tandoori lamb með saffr­an hrís­grjón­um, heima­gerðu naan brauði og jóg­úrtsósu

Tandoori lamd á spjóti

  • 1,2 kg lamba­kjöt í bit­um
  • 200 g grísk jóg­úrt
  • 60 ml rjómi
  • 3 msk. fersk­ur sítr­ónusafi
  • 5 cm bút­ur ferskt engi­fer, fínt saxað
  • 5 hvít­lauks­geir­ar, marðir
  • 1 msk. garam masala
  • 1 tsk. kumm­in
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • ¼ múskat
  • ¼ tsk. salt
  • 1 ½ – 2 krukk­ur til­bú­in Tandoori sósa frá Patak‘s
  • ½ tsk. kumm­in
  • 1 tsk. hvít­lauks­duft
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skerið kjöt af læri í bita eða notið lambag­úllas.
  2. Hrærið öll­um inni­halds­efn­um í marín­er­ing­una sam­an, setjið kjötið í renni­lása­poka og hellið mar­in­er­ing­unni yfir. Látið taka sig í kæli í 2-3 klukku­stund­ir.
  3. Klukku­tíma áður en þið ætlið að klára að út­búa mat­inn er gott að út­búa deigið í naan brauðin.
  4. Takið kjötið úr kæli og þræðið upp á stál grill­spjót, Völlu finnst þau betri en úr tré þar sem þau brenna ekki.
  5. Hitið grillið upp í 250°C.
  6. Raðið spjót­un­um á grillið og grillið í um það bil. 8 mín­út­ur á hvorri hlið.
  7. Takið af grill­inu og leyfið kjöt­inu að hvíla á meðan þið setjið tandoori sós­una í pott og hitið hana upp.
  8. Bætið kjöt­inu út í og leyfið að malla í 5 mín­út­ur. Ef ykk­ur finnst þurfa að bragðbæta eft­ir eig­in smekk þá mæl­ir Valla með því að nota kumm­in, hvít­lauk og salt og pip­ar.

Naan brauð með hvít­laukss­mjöri

  • 400 g hveiti
  • 1 msk. syk­ur
  • 1 ½ tsk. þurr­ger
  • 1 ½ tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt
  • 1 ½ dl volgt vatn
  • 1 ½ dl grísk jóg­úrt
  • 2 msk. ólífu­olía

Hvít­laukss­mjör til að pensla brauðin

  • 100 g smjör
  • 2 hvít­lauks­geir­ar kramd­ir
  • Klípa sjáv­ar­salt

Aðferð:

  1. Setjið þur­refn­in sam­an í hræri­véla­skál og hrærið aðeins í.
  2. Bætið við jóg­úr­ti, vatni og olíu og hrærið áfram. Látið vél­ina vinna í um það bil 5 mín­út­ur.
  3. Setjið plast­filmu yfir skál­ina og hefið í 40 mín­út­ur á borði.
  4. Takið deigið úr skál­inni og takið bút sem er kannski aðeins stærri en golf­kúla og fletið þunnt út með köku­kefli.
  5. Útbúið hvít­laukss­mjörið með því að bræða smjörið með hvít­laukn­um og salt­inu.
  6. Hitið steypu­járn­spönnu ef þið eigið, ann­ars má al­veg nota venju­lega pönnu líka, og hitið í meðal­hita.
  7. Steikið hvert brauð þar til það er orðið gyllt og jafn­vel farið að brenna aðeins á loft­ból­un­um.
  8. Penslið hvert brauð um leið og það kem­ur af pönn­unni og leggið álp­app­ír yfir til að halda þeim volg­um.

Raita jóg­úrtsósa

  • 2 dl. grísk jóg­úrt
  • ¼ smátt söxuð gúrka
  • ¼ tsk. sjáv­ar­salt
  • ¼ tsk. kumm­in
  • ¼ tsk. hvít­lauks­duft

Aðferð:

  1. Saxið gúrk­una smátt.
  2. Setjið jóg­úrt­ina í skál og hrærið krydd­um sam­an við.
  3. Bætið gúrk­unni við og hrærið.
  4. Látið taka sig í kæli í 30 mín­út­ur áður en hún er bor­in fram.

Saffr­an basmati hrís­grjón

  • 4 dl basmati hrís­grjón
  • 6 dl vatn
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt
  • ½ tsk. saffr­anþræðir sett­ir í 1 msk. vatn.
  • 1 tsk. túr­merik
  • ½ tsk. hvít­lauks­duft
  • ¼ tsk. kumm­in

Aðferð:

  1. Setjið hrís­grjón­in í rúm­góðan pott ásamt vatni og salti.
  2. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá strax niður í lægsta hita og látið grjón­in sjóða í 15 mín­út­ur.
  3. Slökkvið þá und­ir pott­in­um og án þess að opna hann leyfið þeim að hvíla sig í pott­in­um í 5 mín­út­ur.
  4. Setjið saffr­anþræðina í litla skál ásamt vatn­inu og látið bíða í nokkr­ar mín­út­ur.
  5. Hellið þá saffran­inu yfir grjón­in og kryddið með túr­meriki, hvít­lauks­dufti og kumm­in.
  6. Bætið við salti ef ykk­ur finnst þess þurfa.
  7. Berið síðan rétt­ina fal­lega fram og njótið í góðum fé­lags­skap.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert