Gómsætt vetrarsalat úr smiðju Jönu

Girnilegt matarmikla og gómsæta vetrarsalatið hennar Jönu.
Girnilegt matarmikla og gómsæta vetrarsalatið hennar Jönu. Samsett mynd

Gómsæta vetrarsalatið hennar Jönu er matarmikið, hollt og næringarríkt. Þetta er salat sem þið fáið aldrei leið á. Það er ekki flókið að útbúa þetta salat og Kristjana Steingrímsdóttir heilsumarkþjálfi, alla jafna kölluð Jana, lagar þetta salat mjög oft og segir rauðrófurnar passa vel með sætu kartöflubitunum.

Það er ávallt gaman að fylgjast með því sem Jana er að töfra fram á Instagram-síðunni sinni hér.

Upplagt að fá sér salat í miðri viku fyrir sálina.
Upplagt að fá sér salat í miðri viku fyrir sálina. Ljósmynd/Jana

Vetrarsalatið hennar Jönu

  • 1 sæt kartafla, skorin í litla bita
  • 1 stór hrá rauðrófa eða 3 litlar, skorin i litla bita
  • ólífuolía, salt og pipar eftir smekk
  • 1 bolli soðnar linsubaunir
  • handfylli klettasalat
  • handfylli grænkál eða grænkálssprettur
  • 4 msk. saxaðar möndlur
  • 4 msk. sólblómafræ og graskersfræ ristuð létt á pönnu í 5 mínútur
  • 4 msk. þurrkuð trönuber
  • 2 perur skornar í litla bita
  • ½ krukka laktósafrír salatostur
  • nokkur myntublöð
  • Salatdressing eftir smekk (sjá uppskrift fyrir neðan)

Aðferð:

  1. Sjóðið lisubaunirnar þar til þær eru klárar eða í um 20 mínútur (1 bolli þurrar lisubaunir, 2 bollar vatn og smá grænmetiskraftur).
  2. Á meðan er gott að baka sætu kartöflu- og rauðrófubitana
  3. Setjið bitana á ofnplötu klædda bökunarpappír  og dreifið smá ólífuolíu, salti og pipar yfir bitana og bakið í um það bil 20 mínútur í 200°C heitum ofni.
  4. Þegar sætu kartöflu -og rauðrófubitarnir eru bakaðir og linsubaunirnar eru soðnar, setjið þá allt saman í fallega og rúmgóða skál ásamt dressingunni og hrærið vel saman. 
  5. Berið fram og njótið.

Salatdressing

  • 5 msk. ólífuolía
  • 1/2 sítróna, safinn
  • 1 msk. hlynsíróp eð önnur sæta
  • 1 tsk. sinnep
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu hráefninu saman í krukku sem þið eigið til lok á.
  2. Hristið dressinguna saman í lokaðri krukku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert