Nýtt kokkalandslið kynnt til leiks með pomp og prakt

Klúbbur matreiðslumeistara kynnti til leiks nýtt kokkalandslið í gær. Fríður …
Klúbbur matreiðslumeistara kynnti til leiks nýtt kokkalandslið í gær. Fríður hópur kokka er á leið á heimsmeistaramótið í matreiðslu árið 2026 og mun Snædís Jónsdóttir þjálfa liðið og Ísak Aron Jóhannsson er fyrirliðinn líkt og í síðustu keppni. Ljósmynd/Aðsend

Í gær, mánu­dag­inn 4. nóv­em­ber, kynnti Klúbb­ur mat­reiðslu­meist­ara nýtt Kokka­landslið sem mun keppa á heims­meist­ara­móti í mat­reiðslu fyr­ir Íslands hönd í nóv­em­ber árið 2026. Lið mun hefja æf­ing­ar af full­um krafti á nýju ári, í fe­brú­ar árið 2025. Liðið mun æfa aðra hverja viku og munu æf­inga­kvöld­verðir byrja í sept­em­ber á næsta ári.

„Við erum mjög spennt fyr­ir þess­um nýja hópi, “ seg­ir Þórir Erl­ings­son, for­seti Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara.

„Liðið er sam­sett af ein­stakri blöndu af reynslu­mikl­um kepp­end­um og  fag­mönn­um sem eru að byrja sinn keppn­is­fer­il. Við hlökk­um til vinn­unn­ar framund­an er og erum bjart­sýn á ár­ang­ur á heims­meist­ara­mót­inu.“

Hópurinn var hylltur upp á sviðið þegar liðið var kynnt …
Hóp­ur­inn var hyllt­ur upp á sviðið þegar liðið var kynnt til leiks. Ljós­mynd/​Aðsend

Þessi skipa ís­lenska kokka­landsliðið

Hér má sjá hverj­ir skipa kokka­landsliðið sem mun keppa á næsta heims­meist­ara­móti en þar eru hæfi­leika­rík­ir kokk­ar á ferð.

Fyrst eru það reynslu­bolt­arn­ir í liðinu:

  • Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði (Múlakaffi),
  • Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son (Expert),
  • Krist­ín Birta Ólafs­dótt­ir (Grand hót­el),
  • Jafet Berg­mann Viðars­son (Torf­hús),
  • Úlfar Örn Úlfars­son (Frök­en Reykja­vík),
  • Hugi Rafn Stef­áns­son (OTO),
  • Bjarki Snær Þor­steins­son (Dæ­inn).

Nýliðarn­ir sem eru að hefja keppn­is­fer­il sinn í fyrsta sinn inn­an landsliðsins:

  • Wikt­or Páls­son (sjálf­stætt starf­andi),
  • Bjarni Ingi Sig­ur­gísla­son (Von, Hafnafirði),
  • Logi Helga­son (Strikið, Ak­ur­eyri),
  • Andrés Björg­vins­son (Lúx veit­ing­ar),
  • Stefán Lauf­ar (Múlakaffi)
  • Bianca Tiantian Zhang (Sand­holt bakarí).

Ekki má gleyma aðstoðarmönn­um liðsins sem oft­ast eru nem­ar í fag­inu en nú þegar eru fjór­ir nem­ar skráðir sem aðstoðar­menn en þeir eru:

  • Al­ex­and­er Brynj­ars­son
  • Jakob Árni Krist­ins­son
  • Há­kon Orri Stef­áns­son
  • Kjart­an Bragi Jóns­son

Snæ­dís Jóns­dótt­ir mun þjálfa liðið, en hún þjálfaði einnig liðið sem náði þriðja sæt­inu á Ólymp­íu­leik­un­um í fe­brú­ar síðastliðinn. Snæ­dís byrjaði sem aðstoðarmaður landsliðsins árið 2016, og var fyr­irliði hóps­ins sem náði á verðlaunap­all á Ólymp­íu­leik­un­um árið 2020.

Snædís Jónsdóttir er þjálfari íslenska kokkalandsliðsins.
Snæ­dís Jóns­dótt­ir er þjálf­ari ís­lenska kokka­landsliðsins. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir

„Ég er mjög spennt fyr­ir kom­andi tím­um og við ætl­um okk­ur alla leið, það er ekk­ert minna í boði en að fara á verðlaunap­all,“ seg­ir Snæ­dís með bros á vör.

Ísak Aron Jóhannsson er fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins.
Ísak Aron Jó­hanns­son er fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert