Stórfengleg kaupstefna og fagsýning af bestu gerð

Bernd Kütscher yfirskólastjóri þýsku bakaraskólana og yfirdómari, Andreas Kofler sem …
Bernd Kütscher yfirskólastjóri þýsku bakaraskólana og yfirdómari, Andreas Kofler sem var framkvæmdastjóri bakararsambandsins í Baden & Württemberg Reutlingen og hugmyndasmiður sýningarinnar, Sigurður Már formaður LABAK og Stefan Körber núverandi framkvæmdastjóri. Ljósmynd/Aðsend

Kaup­stefn­an Süd­back er ein sú mik­il­væg­asta fyr­ir bakarí og köku­gerð sem og sæl­kera­versl­un í Evr­ópu og er mjög eft­ir­sótt. Kaup­stefn­an Süd­bak var hald­in í 30. skipti í Stutt­g­art dag­ana 26.-29. októ­ber síðastliðinn. 

Hóp­ur ís­lenskra fag­manna lét sig ekki vanta á þenn­an frá­bæra viðburð. Süd­back er ein eft­ir­sótt­asta vöru­sýn­ing fyr­ir bakarí og köku­gerðir í Evr­ópu. Sýn­ing­in er alltaf hald­in í Stutt­g­art og er hald­in tvö ár í röð á milli IBA sem er heims­sýn­ing­in sem hald­in er þriðja hvert ár. Þar er miðstöð hug­mynda­skipta, skoðana og upp­lýs­inga sem og kynn­ing­ar á straum­um, stefn­um, þróun og tækninýj­ung­um í grein­un­um.

Listrænar kræsingar prýddu sýninguna víðs vegar.
List­ræn­ar kræs­ing­ar prýddu sýn­ing­una víðs veg­ar. Sam­sett mynd

Laða að gesti alls staðar úr heim­in­um

Meðal þess sem gert er á sýn­ing­unni er að veita verðlaun og viður­kenn­ing­ar til fagaðila sem skara fram úr.

Sig­urður Már Guðjóns­son formaður Lands­sam­bands bak­ara­meist­ara fór á sýn­ing­una og sagði að mik­il eft­ir­vænt­ing hafi ríkt um hver myndi hljóta verðlaun­in í ár. „Þetta eru verðlaun­in „Bakers Trend For­um”, „Con­fecti­oners Trend For­um“ og „Süd­back Trend“ sem ávallt eru veitt á sýn­ing­unni. Hér er um afar vin­sæl verðlaun að ræða og þykir mik­ill heiður fyr­ir þau sem hljóta. Ný­stár­leg vöruþróun hvað varðar tækni, hönn­un og hug­mynda­fræði tengd grein­un­um er heiðruð á sýn­ing­unni. Hágæða fyr­ir­lestr­ar og bakst­urs­sýn­ing­ar laða að marga gesti alls staðar úr heim­in­um,“ seg­ir Sig­urður Már aðspurður.

Brauðið fékk á njóta sín á sýningunni og ljóst að …
Brauðið fékk á njóta sín á sýn­ing­unni og ljóst að bak­ar­ar eru farn­ir að sýna meira af sín­um list­rænu hæfi­leik­um við bakst­ur­inn. Ljós­mynd/​Sig­urður Már

560 fyr­ir­tæki allt frá rót­grón­um markaðsleiðandi fyr­ir­tækj­um til sprota­fyr­ir­tækja kynntu sig í sex sýn­ing­ar­höll­um á þess­um dög­um. Fyr­ir­tæk­in kynntu nýj­ung­ar í vinnu- og rekstr­ar­tækni, hrá­efni, inn­rétt­ing­um, tækj­um, sölu­tækni og þjón­ustu fyr­ir u.þ.b. 35.000 gest­um.

Fimm meg­in ástæður fyr­ir fag­menn

Að sögn Sig­urðar Más eru fimm meg­in ástæður fyr­ir því að fag­menn sækja Süd­back kaup­stefn­una heim:

  1. Upp­lif­un og auk­in inn­sýn, ásamt mörg­um nýj­ung­um í bak­araiðn og köku­gerð.
  2. Aukið tengslanet.
  3. Dýpka sér­fræðiþekk­ingu sína.
  4. Prófa og bera sam­an hrá­efni og vél­ar í ná­vígi.
  5. Auk­inn inn­blást­ur og nýj­ung­ar fyr­ir fyr­ir­tæk­in.

Áhersla Süd­back 2024 var sam­eig­in­leg þróun hand­verks. Lif­andi sýni­kennsla, vinnu­stof­ur og hag­nýt­ar umræður gerðu viðskipta­gest­um kleift að upp­lifa nýj­ar vör­ur og strauma í ná­vígi og prófa þær sjálf­ir.

„Bak­ar­ar eru nú farn­ir að horfa til heims­sýn­ing­ar­inn­ar IBA 2025 sem hald­in verður í Düs­seldorf 18.-22. maí á næsta ári. En þangað mun Ísland senda lið til að keppa á heims­meist­ara­mót­inu í bak­araiðn,“ seg­ir Sig­urður að lok­um.

Sjáið mynda­veisl­una.

Fangar bæði augu og munn.
Fang­ar bæði augu og munn. Ljós­mynd/​Sig­urður Már
Nýstárlegar pítsur.
Ný­stár­leg­ar pítsur. Ljós­mynd/​Sig­urður Már
Ýmis konar brauðgóðgæti var í boði.
Ýmis kon­ar brauðgóðgæti var í boði. Ljós­mynd/​Sig­urður Már
Hið fræga croissant með nýrri útfærslu.
Hið fræga croiss­ant með nýrri út­færslu. Ljós­mynd/​Sig­urður Már
Marsipan fígúrur.
Marsip­an fíg­úr­ur. Ljós­mynd/​Sig­urður Már
Allt fyrir augað.
Allt fyr­ir augað. Ljós­mynd/​Sig­urður Már
Virðuleg tæki og tól prýddu sýninguna sem rifjuðu upp gömlu …
Virðuleg tæki og tól prýddu sýn­ing­una sem rifjuðu upp gömlu tím­ana. Ljós­mynd/​Sig­urður Már
Gömlu og nýju tímarnir mætast.
Gömlu og nýju tím­arn­ir mæt­ast. Ljós­mynd/​Sig­urður Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka