Ómótstæðilega gott vatnsmelónusalat fyrir matgæðinga

Ómótstæðilega melónusalat sem á vel við til að næra sálina …
Ómótstæðilega melónusalat sem á vel við til að næra sálina í myrkrinu. Ljósmynd/Aðsend

Fersk og góð salöt gleðja sál­ina á þess­um árs­tíma og rifja gjarn­an upp sum­arminn­ing­arn­ar. Þetta ferska og lit­ríka vatns­mel­ónu­sal­at minn­ir okk­ur ein­mitt á hlýja sum­ar­daga og á vel þessa dag­ana í myrkr­inu. Sæt­leik­inn úr safa­ríkri vatns­mel­ón­unni, salt­bragð ólíf­anna og feta­osts­ins er ómót­stæðilega góð blanda. Síðan topp­ar mynt­an sal­atið með sín­um ilm­andi fersk­leika.

Heiður­inn af þess­ari dýrð á Björk Jóns­dótt­ir mat­gæðing­ur en hún töfraði fram þetta und­ur­góða sal­at og Tzatziki sós­una fyr­ir sum­ar­blað Hús­freyj­unn­ar. Al­bert Ei­ríks­son mat­ar­blogg­ari birti eft­ir­far­andi upp­skrift á heimasíðu sinni, Al­bert eld­ar, og er iðinn við að birta upp­skrift­ir frá öðrum sem heilla hann.

Myntan gefur svo skemmtilegt ferskt bragð og minnir á sumarið.
Mynt­an gef­ur svo skemmti­legt ferskt bragð og minn­ir á sum­arið. Ljós­mynd/​Aðsend

Ómótstæðilega gott vatnsmelónusalat fyrir matgæðinga

Vista Prenta

Vans­mel­ónu­sal­at og Tzatziki sósa

Vatns­mel­ónu­sal­at

  • 1 vatns­mel­óna
  • 10 – 12 stein­laus­ar svart­ar ólíf­ur
  • 1 ½ dl Feta­ost­ur í ten­ing­um
  • Ein lúka af ferskri myntu

Aðferð:

  1. Skerið vatns­mel­ón­una í fal­lega ten­inga
  2. Skerið ólíf­urn­ar í sneiðar og saxið mynt­una
  3. Blandið öllu sam­an og stráið mynt­unni yfir.
  4. Berið fram á fal­leg­an hátt ásamt Tzatziki sós­unni (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)

Tzatziki sósa

  • 4 dl grísk jóg­úrt
  • ½ dl sýrður rjómi
  • 200 g ag­úrka
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • ½ -1 mat­skeið saxað dill (má sleppa)
  • Smá ólífu­olía, salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Rífið ag­úrk­una gróft, kreistið vökv­ann frá.
  2. Pressið hvít­lauk­inn.
  3. Blandið öllu vel sam­an og smakkið til með salt og pip­ar.
  4. Smá ólífu­olíu dreypt ofan á. Fal­legt að skreyta með svört­um ólíf­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka