Sætkartöflupítsurnar hennar Birnu njóta mikilla vinsælda

Birna G. Ásbjörnsdóttir er mikill matgæðingur og elskar að dunda …
Birna G. Ásbjörnsdóttir er mikill matgæðingur og elskar að dunda sér í eldhúsinu að laga mat. Einn af uppáhaldsréttum fjölskyldunnar eru sætkartöflupítsur og föstudagar eru gjarnan pítsadagar hjá þeim. mbl.is/Karítas

Birna G. Ásbjörns­dótt­ir er mat­gæðing­ur af lífi og sál. Hún hef­ur mikla ástríðu fyr­ir því að mat­reiða og nýt­ur sín allra best í eld­hús­inu á heim­ili sínu á Eyr­ar­bakka, í Smiðshús­um. Hún vand­ar líka valið þegar það kem­ur að því að velja hrá­efni og eitt af því sem hún hef­ur dá­læti af eru sæt­kart­öflupítsur. Hún not­ar sæt­ar kart­öflusneiðar í botn­inn sem kem­ur ótrú­lega vel út.

Þetta eru mini pítsur og son­ur henn­ar, Nói, elsk­ar þess­ar og er iðinn að panta þær í mat­inn þegar líður að helgi. En það er ekki bara Nói sem elsk­ar þess­ar pítsur held­ur all­ir þeir sem hafa fengið að smakka þess­ar hjá Birnu kol­falla fyr­ir þeim og biðja iðulega um upp­skrift­ina.

Það besta við þess­ar pítsur er að þær eru glút­en­laus­ar. Birna deil­ir hér með les­end­um Mat­ar­vefs­ins upp­skrift af þess­um ómót­stæðilega girni­legu sæt­kart­öflupítsum sem stein­liggja á föstu­dags­kvöldi.

Ómótstæðilega girnilega sætkartöflupítsur úr smiðju Birnu.
Ómót­stæðilega girni­lega sæt­kart­öflupítsur úr smiðju Birnu. mbl.is/​Sjöfn

Sætkartöflupítsurnar hennar Birnu njóta mikilla vinsælda

Vista Prenta

Sæt­kart­öflupítsur

  • 2-3 stk. sæt­ar kart­öfl­ur
  • bragðmik­il tóm­atsósa að eig­in vali
  • óreg­anó, þurrkað eða ferskt magn eft­ir smekk
  • rjóma­ost­ur, hreinn, magn eft­ir smekk
  • par­mes­an-ost­ur, rif­inn og magn eft­ir smekk
  • hrá­skinka, magn eft­ir smekk
  • rós­marín, ferskt, magn eft­ir smekk
  • græn ólífu­olía, eft­ir smekk
  • gróf­malaður svart­ur pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 200°C.
  2. Skerið sætu kart­öfl­urn­ar í 1 cm þykk­ar sneiðar og setjið í ofnskúffu, gott að setja olíu und­ir eða smjörpapp­ír.
  3. Setjið sneiðarn­ar inn í ofn og bakið við 200°C í 10-15 mín­út­ur eða þar til þær eru orðnar mjúk­ar.
  4. Takið út og setjið tóm­atsósu, óreg­anó, rjóma­ost og rif­inn par­mes­an-ost á hverja sneið eft­ir smekk yfir.
  5. Bakið í 5 mín­út­ur til viðbót­ar eða þar til ost­ur­inn er bráðinn.
  6. Takið út og setjið ólífu­olíu, hrá­skinku og ferskt rós­marín yfir hverja sneið.
  7. Gott að strá gróf­um svört­um pip­ar yfir í lok­in.
  8. Berið fram á fal­legu viðarbretti og bjóðið upp á ferskt sal­at að eig­in vali með.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert