Undursamlega góð skyrmús með lakkrískremi og rósavínskrapi

Ljósmyndir/Hákon Björnsson

Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son mat­reiðslumaður og landsliðskokk­ur gaf út kokka­bók­ina Þetta verður veisla á dög­un­um. Bók­in er stút­full af ein­föld­um eðal­rétt­um og Gabrí­el kann að kveikja í bragðlauk­un­um með skemmti­legu sam­setn­ing­um.

Þar er meðal ann­ars að finna þessa æðis­legu upp­skrift af Skyrmús með lakk­rískremi og rósa­vínskrapi. Þetta er hinn full­kom­inn eft­ir­rétt­ur til að bjóða upp á í næsta mat­ar­boði.

Undursamlega góð skyrmús með lakkrískremi og rósavínskrapi

Vista Prenta

Skyrmús, lakk­rískrem og rósa­vínskrap

Skyrmús

  • 150 g hvítt súkkulaði
  • 200 g skyr
  • 250 g rjómi
  • 1 stk. mat­ar­lím

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða rjómann og bætið síðan mat­ar­lím­inu sam­an við.
  2. Gott er að passa að rjóm­inn þarf bara að ná suðu, ekki meira en það.
  3. Bræðið súkkulaðið í potti við væg­an hita og hellið síðan rjóm­an­um yfir og blandið vel sam­an.
  4. Blandið skyr­inu sam­an við í lok­in og setjið mús­ina í sprautu­poka og inn í kæli.

Lakk­rískrem

  • 100 g lakk­rís­brjóstsyk­ur að eig­in vali
  • 235 g mjólk
  • 4 eggj­ar­auður
  • 30 g syk­ur
  • 1 tsk. salt
  • 40 g maizena-mjöl

Aðferð:

  1. Byrjið á að bræða brjóstsyk­ur­inn í mjólk í potti.
  2. Leyfið brjóstsykr­in­um og mjólk­inni að malla sam­an við væg­an hita.
  3. Blandið sam­an sykri og eggj­um með písk og þeytið vel.
  4. Bætið síðan maizena-mjöl­inu út í og pískið sam­an við egg­in.
  5. Hellið ör­litlu af mjólk­ur­blönd­unni út í eggja­blönd­una til að blanda sam­an svo að eggja­bland­an verði ekki sett of köld í pott­inn.
  6. Bætið loks öll­um hrá­efn­un­um út í pott­inn og pískið blönd­una sam­an á miðlungs­hita upp í 82°C eða þar til kremið verður bæði þykkt og dún­mjúkt.
  7. Kælið kremið í ís­skáp áður en það er sett í sprautu­poka.

Rósa­vínskrap

  • 400 g rósa­vín
  • 50 g sítr­ónusafi
  • 120 g syk­ur
  • 1 stk. mat­ar­lím

Aðferð:

  1. Byrjið á að sjóða sam­an rósa­vín og syk­ur í potti.
  2. Leggið mat­ar­límið í sítr­ónusaf­ann þar til það leys­ist upp.
  3. Blandið síðan mat­ar­lím­inu og sítr­ónusaf­an­um sam­an við blönd­una í pott­in­um.
  4. Setjið að lok­um allt sam­an í ílát með loki og frystið þar til bland­an verður orðin al­veg fros­in.
  5. Best er að gera þetta dag­inn áður svo að krapið sé frosið í gegn, þegar það er rifið með gaffli.

Sam­setn­ing:

  1. Til að setja rétt­inn sam­an, sprautið lakk­rískrem­inu í botn á fal­legri skál.
  2. Sprautið síðan skyrmús­inni ofan á lakk­rískremið.
  3. Rífið niður frosna rósa­vínið með gaffli þangað til krap mynd­ast og bætið ofan á topp skyrmúsar­inn­ar.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert