Þegar góða karamellu gjöra skal

Það er list að gera góða karamellu.
Það er list að gera góða karamellu. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Eft­ir­rétta­drottn­ing­in, Ólöf Ólafs­dótt­ir, konditor og fyrr­ver­andi meðlim­ur ís­lenska kokka­landsliðsins, held­ur áfram að gef­a les­end­um góð bakst­urs­ráð. Ráðin henn­ar Ólaf­ar munu nýt­ast þeim sem hafa gam­an af því að baka, skreyta kök­ur og galdra fram eft­ir­rétti. Nú stytt­ist óðum í aðvent­una og jól­in og þá get­ur gott að vera vel und­ir­bú­inn. Nú er það list­in að gera góða kara­mellu.

Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottning Íslands gefur lesendum góð húsráð og nú …
Ólöf Ólafs­dótt­ir eft­ir­rétta­drottn­ing Íslands gef­ur les­end­um góð hús­ráð og nú er það list­in að gera góða kara­mellu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Tvær grunnaðferðir til að gera kara­mellu

„Ef við ætl­um að gera góða kara­mellu eða kara­mellusósu er mik­il­vægt að vanda til verka. Þegar við töl­um um að brúna syk­ur í potti þá erum við að tala um að kara­mellusera. Það eru til tvær grunnaðferðir þegar kara­mellu skal gjöra. Önnur aðferðin er að gera svo kallaða þurra kara­mellu en þá setj­um við syk­ur í pott og brún­um hann við lág­an hita. Hin leiðin er að gera blauta kara­mellu en þar setjið þið syk­ur í pott ásamt smá vatni. Þessi leið gef­ur ykk­ur meiri tíma og leyf­ir ykk­ur að hafa betri stjórn á kara­mell­unni. Þegar hella skal rjóma í kara­mell­una er mik­il­vægt að hafa hann heit­an svo að kara­mell­an harðni ekki,“ seg­ir Ólöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert