„Halva“ hafra- og frægrautur Jönu með eplabitum

Miðausturlensku eftirréttur úr smiðju Jönu heilsumarkþjálfa.
Miðausturlensku eftirréttur úr smiðju Jönu heilsumarkþjálfa. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Kristjana Stein­gríms­dótt­ir heil­su­markþjálfi, alla jafna kölluð Jana, elsk­ar fátt meira en að bjóða upp á holla og góða rétti. Þessi er nýj­asta upp­á­haldið henn­ar, „Hal­va“, miðaust­ur­lensk­ur eft­ir­rétt­ur sem er aðallega gerður úr tahini, sem er ses­am­m­auk, og sætu. Hann er líka góður sem morg­un­verður eða há­deg­is­verður. Í rétt­in­um er hun­ang, hafr­ar og chia­fræ. Rétt­ur­inn er bor­inn fram með epla­bit­um Jana seg­ir að hann sé ómót­stæðilega góður og vel sam­an sett­ur af trefj­um, hollri og góðri fitu sem nær­ir lík­ama og sál.

Hollustan út í eitt.
Holl­ust­an út í eitt. Ljós­mynd/​Kristjana Stein­gríms­dótt­ir

„Halva“ hafra- og frægrautur Jönu með eplabitum

Vista Prenta

Hal­va“ hafra- og frægraut­ur með epla­bit­um

Fyr­ir 2

  • 1 bolli haframjöl
  • 2 msk. tahini
  • 2 msk. fljót­andi sæta eins og akasíu­hun­ang eða annað hun­ang
  • 2 msk. chia­fræ
  • 2 msk. hamp­fræ 
  • 2 boll­ar jurtamjólk
  • ½ epli, skorið í litla bita 

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í og leyfið suðunni að koma hægt og ró­lega upp.
  2. Hrærið í grautn­um á meðan. 
  3. Skiptið síðan grautn­um í tvær skál­ar og toppið með auka epla­bit­um og tahini eft­ir smekk og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert