Brauðterta falska hérans í tilefni dagsins

Frumleg og bragðgóð brauðterta sem upplagt er að útbúa og …
Frumleg og bragðgóð brauðterta sem upplagt er að útbúa og halda upp á Dag brauðtertunnar. Ljósmyndir/Karl Petersson

Dag­ur ís­lensku brauðtert­unn­ar er í dag, miðviku­dag­inn 13. nóv­em­ber og þá er lag að deila með les­end­um upp­skrift af þess­ari frum­legu og bragðgóðu brauðtertu sem ber heitið Brauðterta falska hér­ans. Upp­skrift­ina er að finna í Stóru brauðtertu­bók­inni sem kom út á dög­un­um.

Í bók­inni er fjöldi upp­skrifta að bæði sí­gild­um brauðtert­um og öðrum frum­legri. „Við sett­um sam­an teymi sem stóð að fram­kvæmd Íslands­móts­ins og það fólk er líka höf­und­ar og hug­mynda­smiðir bók­ar­inn­ar,“ seg­ir Anna Mar­grét Marinós­dótt­ir bóka­út­gef­andi hjá Sög­um.

Fal­leg­ar mynd­ir Karls Peters­son mat­ar­ljós­mynd­ara prýða bók­ina og fá munn­vatnið til að flæða. Auk Karls og Önnu Mar­grét­ar voru í teym­inu Erla Hlyns­dótt­ir blaðamaður, Friðrik V. Hraun­fjörð mat­reiðslu­meist­ari, Helga Gerður Magnús­dótt­ir graf­ísk­ur hönnuður og Tóm­as Her­manns­son, bóka­út­gef­andi hjá Sög­um.

Brauðterta falska hérans í tilefni dagsins

Vista Prenta

Brauðterta falska hér­ans

Fyr­ir 8-10

  • 6 sneiðar langskorið brauðtertu­brauð
  • 400 g soðnar kjúk­linga­baun­ir
  • 5 dl (veg­an) maj­ónes
  • ¼ rauðlauk­ur
  • 1 dl súr­ar gúrk­ur
  • blaðsal­at
  • 1 sítr­óna
  • karrí
  • salt og pip­ar

Hug­mynd að skreyt­ingu

  • bauna­mauk
  • gul­rót­astriml­ar
  • ag­úrkustriml­ar
  • rifn­ar gul­ræt­ur
  • sal­at­blöð

Aðferð:

  1. Maukið kjúk­linga­baun­ir og setjið í skál.
  2. Saxið rauðlauk og súr­ar gúrk­ur og bætið út í skál­ina.
  3. Hrærið 2-3 dl maj­ónes sam­an við eft­ir smekk.
  4. Smakkið maukið til með karríi, sítr­ónusafa, salti og pip­ar.
  5. Takið smá mauk frá fyr­ir skraut eft­ir smekk. Skerið skorp­urn­ar af brauðlengj­un­um.
  6. Leggið eina lengju á bakka og smyrjið þriðjungi af mauk­inu yfir.
  7. Leggið aðra brauðlengj­una þar ofan á, smyrjið vel með maj­ónesi og raðið sal­at­blöðum yfir.
  8. Smyrjið þriðju lengj­una með maj­ónesi og leggið hana með maj­ónes­hliðina niður ofan á sal­at­blöðin.
  9. Smyrjið þriðjungi af mauki ofan á lengj­una.
  10. End­ur­takið það sem gert var við aðra og þriðju lengj­una. Leggið loks sjöttu brauðlengj­una efst.
  11. Gott er að geyma tert­una í ís­skáp yfir nótt og skreyta næsta dag.
  12. Smyrjið tert­una með maj­ónesi.
  13. Skreytið af hjart­ans lyst.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert