Steikarloka með karamelluseruðum lauk að hætti Andreu

Steikarlokuna ber Andrea fram með frönskum kartöflum.
Steikarlokuna ber Andrea fram með frönskum kartöflum. Ljósmynd/Andrea Gunnars

Þess­ar girni­legu steikarlok­ur koma úr smiðju Andr­eu Gunn­ars mat­ar­blogg­ara og eru synd­sam­leg­ar að horfa á. Á steikarlok­un­um er hún með kara­melluseraðan lauk og bernaise sósu sem bráðna í munni. Það verður eng­inn steik­araðdá­andi svik­inn af þess­um lok­um og hver og einn get­ur valið hversu mikið magn er að hverju er sett með og valið sinn upp­á­hald­sost ofan á lok­una. Hér er það ein­fald­leik­inn sem ræður för.

Steikarloka með karamelluseruðum lauk að hætti Andreu

Vista Prenta

Steikarloka með kara­melluseruðum lauk

Fyr­ir 2

  • 350 g nauta­kjöt, kryddað og eldað eft­ir smekk
  • bagu­ette, skorið í tvennt og þvers­um, vert að taka end­ana af
  • rif­inn ost­ur eft­ir smekk
  • 2 lauk­ar, skorn­ir í þunn­ar sneiðar
  • 1 msk. smjör
  • ½ msk.  ólífu­olía
  • 1 msk. púður­syk­ur
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 4 hvít­lauksrif, fín­hökkuð
  • 150 g svepp­ir, sneidd­ir
  • bernaise sósa eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Bræðið smjör og ólífu­olíu á mjög væg­um hita á pönnu.
  2. Bætið lauk á pönn­una og saltið hann eft­ir smekk.
  3. Látið lauk­inn malla á pönn­unni í klukku­tíma en hrærið í hon­um á 10 mín­útna fresti.
  4. Þegar klukku­tími er liðinn er púður­syk­ur og pip­ar sett á pönn­una og blandað vel sam­an við lauk­inn.
  5. Látið malla í 15 mín­út­ur til viðbót­ar og hrærið þá hvít­lauk sam­an við.
  6. Takið lauk­inn af pönn­unni og setjið til hliðar.
  7. Bætið smá ólífu­olíu á pönn­una og steikið svepp­ina.
  8. Smyrjið neðri hlut­ann af bagu­ette brauðunum með kara­melluseruðum lauk og raðið svepp­um yfir.
  9. Setjið rif­inn ost yfir eft­ir smekk og látið bráðna yfir.
  10. Bakið við 200° þar til ost­ur­inn er bráðnaður og kom­inn með fal­leg­an lit.
  11. Raðið nauta­kjöti og bernaise sósu eft­ir smekk yfir brauðin og endið á að mylja ógrynni af svört­um pip­ar yfir.
  12. Berið fram með frönsk­um kart­öfl­um og meiri bernaise sósu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert