Hraðasta barþjónn Íslands finnur þú á Útópía

Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson á Lebowski bar tók þriðja sætið, …
Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson á Lebowski bar tók þriðja sætið, Ingi Þór Einarsson sigraði og ber því titilinn Hraðasti barþjónn Íslands 2024 og Jón Helgi Guðmundsson tók annað sætið. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson

Ingi Þór Einarsson frá koteilabarnum og næturklúbbnum Útópía við Aðalstræti vann keppnina um titilinn Hraðasti barþjónn Íslands á dögunum. Keppnin um hraðasta barþjóninn ásamt aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands var haldin á veitingastaðnum Sæta svíninu í síðustu viku í samstarfi við Mekka Wines & Spirits.

Vegleg verðlaun voru í boði í fljótandi og fljúgandi formi, en sigurvegarinn hlaut ferðainneign að andvirði 50 þúsund krónur, fljótandi veigar, Fernet Branca málverk og hinn nýja eftirsótta Fernet Branca pening.

Þurfti að reiða fram drykki á sem skemmstu tíma

Ingi Þór kom, sá og sigraði með stæl og var vel að sigrinum kominn. Um 30 keppendur tóku þátt og það var rafmögnuð stemning í húsinu. Keppendur þurftu að reiða fram 2 skot af Fernet Branca, hella tveimur Peroni bjórum í glös og hrista einn Finlandia Lemon Drop kokteil á sem skemmstum tíma.

Fjórir keppendur komust í úrslit sem var í formi útsláttarkeppni. Tveir komust svo í ofur úrslit þar sem Ingi Þór Einarsson sló út Jón Helga Guðmundsson og var því Ingi því krýndur Hraðasti barþjóninn árið 2024. 3. sætið hlaut Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson á Lebowski bar.

Dómarar í keppninni voru Elna María Tómasdóttir, varaforseti barþjónaklúbbs Íslands og Deividas Deltuvas, hraðasti barþjónninn árið 2023. Plötusnúðurinn DJ Takki hélt stuðinu upp með geggjaðri tónlist á meðan viðburðinum stóð.

Myndirnar lýsa vel hinni rafmögnuðu stemningu sem var í húsinu meðan á keppninni stóð.

Teitur Riddermann Schiöth, Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson, Ingi Þór Einarsson …
Teitur Riddermann Schiöth, Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson, Ingi Þór Einarsson sigurvegari keppninnar, Jón Helgi Guðmundsson og Ómar Vilhelmsson. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
Mikil gleði ríkti þegar úrslítin voru ljós. Hér fagnar Ingi …
Mikil gleði ríkti þegar úrslítin voru ljós. Hér fagnar Ingi Þór sigrinum með Teit. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
Ivan frá Kokteilskólanum blandar drykk.
Ivan frá Kokteilskólanum blandar drykk. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka