Syndsamlega góð föstudagsídýfa sem rífur í

Syndsamlega girnilega ídýfa sem rífur í. Ekta til að njóta …
Syndsamlega girnilega ídýfa sem rífur í. Ekta til að njóta á föstudagskvöldi við kertaljós og huggulegheit. Samsett mynd

Svava Gunn­ars­dótt­ir hjá Ljúf­meti töfraði fram þessa girni­legu „chili cheese“ ídýfu sem stein­ligg­ur á föstu­dags­kvöldi. Upp­skrift­inni deildi hún með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gramsíðu sinni ásamt mynd­bandi með hand­bragðinu.

„Föstu­dags­sn­arl er ára­löng hefð hjá okk­ur og um síðustu helgi tók Gunn­ar minn upp þegar ég út­bjó „chili cheese“ ídýfu sem við feng­um okk­ur með jóla­bjórn­um,“ seg­ir Svava og sann­færð um þessi falli í kramið hjá fleir­um.

Syndsamlega góð föstudagsídýfa sem rífur í

Vista Prenta

Chili Cheese“ ídýfa

  • 300 g rjóma­ost­ur
  • 115 g mozzar­ella
  • 115 g chedd­ar
  • 2 fersk jalapeno (fræ­in höfð með eft­ir smekk)
  • salt eft­ir smekk
  • svart­ur pip­ar eft­ir smekk
  • cayenne pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 175°C á blæstri.
  2. Fín­hakkið jalapeno og hrærið sam­an við rjóma­ost, mozzar­ella og chedd­ar.
  3. Smakkið til með salti, pip­ar og cayenne.
  4. Setjið hrær­una í eld­fast form og dreifið úr henni jafnt og þétt.
  5. Setjið fatið inn í ofn­inn og bakið í um það bil 25-30 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er bráðinn og far­inn að búbbla.
  6. Skreytið með smá fersk­um chil­ipip­ar og berið nachos-flög­um eft­ir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert