Vissir þú þetta um egg?

Egg skiptast í þrjá parta.
Egg skiptast í þrjá parta. Unsplash/Jasmin Egger

Eft­ir­rétta­drottn­ing­in, Ólöf Ólafs­dótt­ir, konditor og fyrr­ver­andi meðlim­ur ís­lenska kokka­landsliðsins, held­ur áfram að gef­a les­end­um góð bakst­urs­ráð. Ráðin henn­ar Ólaf­ar munu nýt­ast þeim sem hafa gam­an af því að baka, skreyta kök­ur og galdra fram eft­ir­rétti. Þegar egg eru ann­ars veg­ar eru nokk­ur atriði sem vert er að hafa í huga og það þekk­ir Ólöf mjög vel í sínu fagi. Egg eru mikið notuðu í bakst­ur og eft­ir­rétta­gerð og þá skipt­ir miklu máli að þekkja egg­in vel og hlut­föll­in þegar kem­ur að eggj­ar­auðu og eggja­hvítu.

Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottning Íslands gefur lesendum góð húsráð.
Ólöf Ólafs­dótt­ir eft­ir­rétta­drottn­ing Íslands gef­ur les­end­um góð hús­ráð. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Egg skipt­ast í þrjá parta

„Þegar nota skal egg er gott að hafa í huga að egg vega um það bil 50 grömm og skipt­ast í þrjá parta, eggj­ar­auðan er einn part­ur og eggja­hvít­an eru tveir part­ar. Þetta ráð get­ur hjálpað þér þegar að kem­ur að nota ger­il­sneydd egg eins og til dæm­is í ís, mús eða frómas. Það get­ur skipt sköp­un þegar gera skal ís, mús eða frómas að vera mjög ná­kvæm­ur þegar kem­ur að magn­inu sem notað er af eggj­um til þess að fram­kvæmd­in heppn­ist sem best,“ seg­ir Ólöf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert