„Munum samt að óhollt er hollt í hófi“

Alma D. Möller sviptir hulunni af matarástríðu sinni og deilir …
Alma D. Möller sviptir hulunni af matarástríðu sinni og deilir með lesendum matarvenjum sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Alma D. Möller land­lækn­ir svipt­ir hul­unni af ástríðu sinni fyr­ir mat. Einnig seg­ir hún frá mat­ar­venj­um sín­um sem eru í nokkuð föst­um skorðum. Hún er mik­ill mat­gæðing­ur og þykir fransk­ur mat­ur best­ur. Einnig er hún iðin við að heim­sækja Michel­in-stjörnu veit­ingastaði úti í heimi og kann svo sann­ar­lega að njóta þegar mat­ur er ann­ars veg­ar.

Alma er svæf­inga- og gjör­gæslu­lækn­ir en ákvað að læra einnig lýðheilsu­fræði. „Liðir í auk­inni lýðheilsu eru heilsu­sam­leg­ir lifnaðar­hætt­ir eins og að borða hollt, hreyfa sig reglu­lega, sofa vel, hlúa að and­legri heilsu og forðast áfengi og tób­ak,“ seg­ir Alma.

Gam­an er að upp­lýsa les­end­ur um það að Alma var fyrsta kon­an til að verða lækn­ir á þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og fyrst kvenna til að verða Land­lækn­ir árið 2018 í þá 258 ára sögu þess embætt­is. Það eru kannski ekki all­ir sem vita það. Nú hef­ur Alma stigið inn á nýtt svið og er í fram­boði til Alþing­is og er odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi.

Taka sér tíma í elda­mennsku og sam­ein­ast við mat­ar­borðið

Þrátt fyr­ir mikl­ar ann­ir hugs­ar Alma ávallt vel um heils­una og hug­ar vel að mat­ar­venj­um sín­um og hvet­ur aðra til þess að gera það sama.

„Ég vil hvetja fólk til að taka sér tíma í elda­mennsku og að sam­ein­ast við mat­ar­borðið, sér­stak­lega þau sem eiga börn, þetta eru ómet­an­leg­ar sam­veru­stund­ir. Við ætt­um að leggja áherslu á holl­an og fjöl­breytt­an mat sem er rík­ur af nær­ing­ar­efn­um frá nátt­úr­unn­ar hendi, svo sem græn­meti, ávexti, gróft korn­meti, baun­ir, jurta­ol­íu, fitu­minni mjólk­ur­vör­ur, fisk, mag­urt kjöt og fleira. Svo þurf­um við öll að taka D-víta­mín. Mun­um samt að óhollt er hollt í hófi en ekki segja að ég hafi sagt það,“ seg­ir Alma og hlær.

Alma hefur mikið dálæti af villibráð.
Alma hef­ur mikið dá­læti af villi­bráð. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Legg alúð við morg­un­mat­inn

Alma ljóstr­ar hér upp mat­ar­venj­um sín­um og seg­ir frá mat­ar­ástríðu sinni sem hef­ur ávallt blundað í henni.

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Ég legg alúð við morg­un­mat­inn og er dug­leg að breyta til, borða alls ekki alltaf það sama. Al­geng­ur morg­un­mat­ur eru egg í ýms­um bún­ing­um, hrærð, soðin, í eggja­köku og spari t.d. Egg Bene­dikt eða aðrar út­færsl­ur til að mynda með spínati eða laxi. Einn af upp­á­hald­seggj­a­rétt­un­um er shaks­huka, það er svo gott að gera rétti sem stuðla að því að maður borði líka græn­meti í morg­un­mat. Einnig hafra­graut­ur með alls kyns út á, t.d. berj­um og hnet­um og þessa dag­ana oft AB-mjólk með ávöxt­um og heima­gerðu mús­lí. Svo er auðvitað gott kaffi ómiss­andi.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Ég borða ekki oft á milli mála því ég borða bæði staðgóðan morg­un­mat og há­deg­is­mat. Það væru þá helst ávext­ir en auðvitað slæðast köku­bit­ar með.“

Sagði að það væri ljótt að veiða dýr sem lifa ham­ingju­ríku lífi

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Já, ég sleppi eig­in­lega aldrei úr máltíð. Ég borða morg­un­mat mjög snemma og því er ég orðin svöng svona um klukk­an 11.30. Ég er í góðu mötu­neyti á virk­um dög­um og hleð græn­meti á disk­inn, set svo fisk eða kjöt sem meðlæti, stilli reynd­ar kjöt­neyslu í hóf. Ég ákvað að borða fyrst og fremst kjöt af dýr­um sem hafa lifað góðu lífi sem er þá ís­lenskt lamba­kjöt og svo hrein­dýra­kjöt og aðra villi­bráð sem maður­inn minn, tengda­son­ur og son­ur veiða. Ann­ars skemmdi fé­lagi minn, Páll Matth­ías­son geðlækn­ir, þetta svo­lítið fyr­ir mér þegar hann sagði að það væri ljótt að veiða dýr sem væru að lifa ham­ingju­ríku lífi.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Haframjólk sem mér finnst mér best út í kaffið og á graut­inn. Egg, AB-mjólk og ávexti.“

Upp­á­halds­grill­mat­ur­inn þinn?

„Við erum með kola­grill með reyk­hólfi. Mér finnst æðis­legt þegar eig­inmaður­inn grill­ar nauta­kjöt sem ég borða reynd­ar sjald­an og hef­ur smá reyk. Líka grillað græn­meti, eins og papriku, kúr­bít og eggald­in. Góð sósa er svo bernaise frá grunni eða vi­skýsósa og þá má dreypa nokkr­um drop­um af viskíi út á steik­ina fyr­ir þau sem vilja.“

Hvað viltu á pítsuna þína?

„An­an­as, pepp­eróní, svepp­ir, an­an­as, ólíf­ur og aft­ur an­an­as. Svo er líka hvít pítsa með geita­osti, kart­öfl­um, pek­an­hnet­um og truffl­um í upp­á­haldi.“

Færð þú þér pylsu með öllu?

„Já, stund­um á ferðum um landið. Mér finnst æðis­legt að fá pylsu með tóm­atsósu, sinn­epi, remúlaði og steikt­um lauk.“

Fransk­ur mat­ur best­ur

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á, hvert ferðu?

„Mér finnst fransk­ur mat­ur best­ur og eig­in­lega sama hvert maður fer út að borða í Frakklandi. Dótt­ir mín var í náms­dvöl í Or­le­ans, við hjóluðum út í sveit og feng­um borð á úti­veit­ingastað þar sem fólkið úr sveit­inni kom í sunnu­dags­mat. Þar var bor­inn fram fimm rétta, ein­fald­ur mat­ur, það var ógleym­an­leg upp­lif­un. Næst best­ur finnst mér miðaust­ur­lensk­ur mat­ur og svo kannski ít­alsk­ur.“

Er ein­hver veit­ingastaður úti í heimi sem er á list­an­um yfir þá staði sem þú verður að heim­sækja, sem er á „bucket-list­an­um-list­an­um“?

„Já, ég hef átt marga og heim­sótt suma. Nú eru það Noma og Ger­ani­um í Kaup­manna­höfn en það geng­ur hægt að fá borð; einnig Koks í Fær­eyj­um.“

Upp­á­haldskokk­ur­inn þinn?

„Maður­inn minn, Torfi Fjal­ar Jónas­son hjarta­lækn­ir.“

Upp­á­halds­drykk­ur­inn þinn?

„Ískalt og tært vatn úr læk á há­lendi Íslands.“

Ertu góður kokk­ur?

„Já.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert