Osta- og hunangsveisla fyrir ostaunnendur

Ljúffengur bakaður ostur með hunangi, hnetum og rósmarín.
Ljúffengur bakaður ostur með hunangi, hnetum og rósmarín. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Heit­ir ost­ar með sæl­kerakræs­ing­um er nokkuð sem ostaunn­end­ur hafa mikið dá­læti á. Þessi góða blanda af osti og hun­angi er ómót­stæðilega góð og til­valið er að skella í einn svona rétt á köld­um degi.

Helena Gunn­ars­dótt­ir hjá Eld­húsperl­um á heiður­inn af þess­ari upp­skrift en hún nýt­ir litla bróður hans Stóra Dím­on í þenn­an rétt.  Hann nefn­ist Litli Dím­on og er upp­lagður til að baka með hun­angi. Það má líka nota Stóra Dím­on ef vill. Upp­skrift­ina gerði hún fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Osta- og hunangsveisla fyrir ostaunnendur

Vista Prenta

Osta­veisla ostaunn­and­ans

Fyr­ir 2-3

  • 1 stk. Stóri Dím­on eða Litli Dím­on
  • 3 msk. saxaðar val­hnet­ur
  • 2 msk. saxaðar döðlur
  • 3 msk. hun­ang
  • 2 tsk. ólífu­olía
  • 1 tsk. saxað ferskt rós­marín
  • Sjáv­ar­salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 170°C með blæstri.
  2. Takið ost­inn úr umbúðum og setjið í eld­fast mót.
  3. Setjið hnet­ur, döðlur, hun­ang, olíu, rós­marín og smá sjáv­ar­salt sam­an í skál og blandið vel sam­an.
  4. Skerið nokkr­ar grunn­ar rif­ur í ost­inn og toppið hann með hnetu­blönd­unni.
  5. Setjið inn í ofn og bakið. Það tek­ur 15 mín­út­ur fyr­ir Litla Dím­on eða 20 mín­út­ur fyr­ir Stóra Dím­on eða þar til hnet­urn­ar eru gull­in­brún­ar og ost­ur­inn orðinn vel mjúk­ur.
  6. Berið ost­inn fram heit­an með góðu kexi eða súr­deigs­brauði að eig­in vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert