Heitir ostar með sælkerakræsingum er eitthvað ostaunnendur hafa mikið dálæti af. Þessi góða blanda af osti og hunangi er ómótstæðilega góð og tilvalið að skella í einn svona rétt á köldum degi.
Helena Gunnarsdóttir hjá Eldhúsperlum á heiðurinn af þessari uppskrift en hún nýtir litla bróður hans Stóra Dímon í þennan rétt. Hann nefnist Litli Dímon og er upplagður til að baka með hunangi. Það má líka nota Stóra Dímon ef vill. Uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.
Ostaveisla ostaunnandans
Fyrir 2-3
- 1 stk. Stóri Dímon eða Litli Dímon
- 3 msk. saxaðar valhnetur
- 2 msk. saxaðar döðlur
- 3 msk. hunang
- 2 tsk. ólífuolía
- 1 tsk. saxað ferskt rósmarín
- Sjávarsalt eftir smekk
Aðferð:
- Hitið ofn í 170 °C með blæstri.
- Takið ostinn úr umbúðum og setjið í eldfast mót.
- Setjið hnetur, döðlur, hunang, olíu, rósmarín og smá sjávarsalt saman í skál og blandið vel saman.
- Skerið nokkrar grunnar rifur í ostinn og toppið hann með hnetublöndunni.
- Setjið inn í ofni og bakið. Það tekur 15 mínútur fyrir Litla Dímon eða 20 mínútur fyrir Stóra Dímon eða þar til hneturnar eru gullinbrúnar og osturinn orðinn vel mjúkur.
- Berið ostinn fram heitan með góðu kexi eða súrdeigsbrauði að eigin vali.