Oddur Örnólfsson dvaldi um tíma í Bandaríkjunum og kynntist þakkargjörðarhátíðinni vel, en fjölskylda hans hefur í kjölfarið gert hefðina að sinni eigin. Hann situr á skotheldum ráðum um hvernig best sé að elda kalkún svo úr verði eftirminnileg og ljúffeng veisla.
Oddur er framkvæmdastjóri Eldum rétt, en hann tók við stöðunni í byrjun sumars eftir að hafa unnið hjá fyrirtækinu í tæpan áratug.
„Við fjölskyldan höfum haldið reglulega upp á þakkargjörðina síðastliðin 14 ár eða allt frá því við fluttum heim frá Bandaríkjunum, þar sem við Silja konan mín kynntumst. Við tókum hefðina með okkur heim og höfum haldið í hana síðan, en þó á okkar forsendum,“ segir Oddur og bætir við að þetta siður sem þeim þyki ómissandi að halda í.
„Ég tengi auðvitað ekki mikið við frumbyggja Ameríku eða pílagrímanna en ég heillaðist af grunnhugmyndafræði hátíðarinnar sem snýst um að koma saman, setjast niður og borða góðan mat, leita inn á við og horfa yfir farinn veg. Þakka fyrir þessi mikilvægu augnablik í lífinu, stór og smá. Það veitir einhvern innri frið þó ekki sé nema í eina kvöldstund. Í heimi þar sem hraðinn bara eykst og enginn hefur tíma til að staldra við, hvað þá líta um öxl, þá er þetta gulls ígildi.“
Á þakkargjörðinni hefur fjölskyldan daginn snemma og bjóða fólki að njóta með sér. „Við eldum góðan mat, bjóðum fjölskyldu eða vinum í heimsókn og eigum góða kvöldstund saman,“ segir Oddur.
Þau eru þó ekki farin að bjóða upp á heila kalkún ennþá með öllu tilheyrandi. „Við höfum ekki ennþá farið í heilan kalkún því það er of mikið fyrir okkur, það yrði einfaldlega bara sóun á mat. Hingað til höfum við aðallega verið að elda bringu, skip eða læri og tilheyrandi meðlæti sem er oft blanda af þessu hefðbundna ameríska og einhverju klassísku. Við gerum samt alltaf sömu frábæru sveppasósuna og henni má alls ekki sleppa,“ segir Oddur ákveðinn.
„Líkt og síðustu ár ætlum við fjölskyldan að elda þakkargjörðarmáltíðina frá Eldum rétt. Kalkúnninn, með gljáðum sætkartöflum, waldorfsalati og sveppasósu, það er bæði einfalt og þrælskemmtilegt að matreiða þessa máltíð heima.“
Þegar Oddur sé spurður hvort hann kunni að elda hinn fullkomna kalkún viðurkennir hann fúslega að það sé alls ekki saman hvernig hann er eldaður.
„Það er skondið að þó þakkargjörðin sé vinsæl er kalkúnn ekkert auðveldasta kjötið til að elda enda verður hann að vera fulleldaður en á sama tíma getur kjötið þornað hratt. Tvö góð ráð til að sporna við því:
Annað er að vera með góðan kjötmæli og fylgjast vel með, og taka kjötið út 1-2 gráðum áður en hann nær settu hitastigi því hann heldur áfram að eldast.
Hitt er að baða kjötið í krydd og smjörblöndu sem gefur þetta góða bragð. Þá er annaðhvort hægt að maka smjörblöndunni undir húðina kvöldið áður eða ausa yfir kalkúninn með smjöri reglulega á meðan eldunin á sér stað. Ég fórna alltaf einu viskustykki, baða það í smjöri og breiði yfir kalkúninn. Þá verður hann ótrúlega safaríkur og góður,“ segir Oddur að lokum og deilir hér með lesendum sinni uppáhaldssveppasósu sem hann getur ekki verið án þegar kalkúninn er annars vegar.
Hátíðleg villisveppasósa
Aðferð: