Rauðbeðuduftið gerir allt jólalegra

Fegurðin leynir sér ekki þegar rauðbeðuduftið er notað til að …
Fegurðin leynir sér ekki þegar rauðbeðuduftið er notað til að skreyta kökur og mat. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Ef þig lang­ar að eiga eitt­hvað til að skreyta kök­una eða mat­inn sem er ekki fullt af litar­efn­um er þetta frá­bær hug­mynd. Það er auðvelt og þægi­legt að út­búa þetta duft og það geym­ist vel í lokuðu íláti. Feg­urðin leyn­ir sér ekki þegar það er notað. Sjáið hvað kak­an henn­ar er fal­leg með rauðbeðuduft­inu?

View this post on In­sta­gram

A post shared by hanna.is (@hanna.is)

Hanna Thor­d­ar­son leir­lista­kona og fag­ur­keri deildi þess­ari skemmti­legu hug­mynd með fylgj­end­um sín­um á dög­un­um og það er þess virði að deila þessu með les­end­um Mat­ar­vefs­ins. Það þarf aðeins eina rauðbeðu í þessa snilld, síðan er það bara aðferðinni við að út­búa duftið.

Hanna Thordarson leirlistakona er mikill matgæðingur og er sniðugari en …
Hanna Thor­d­ar­son leir­lista­kona er mik­ill mat­gæðing­ur og er sniðug­ari en flest­ir að bera fram fal­leg­ar kræs­ing­ar á list­ræn­an hátt. Ljós­mynd/​Aðsend

Rauðbeðuduftið gerir allt jólalegra

Vista Prenta

Rauðbeðuduft

  • 100 g rauðbeða, hrá eða fros­in

Aðferð:

  1. Flysjið rauðbeðuna og sneiðið niður í mandó­líni eða með osta­sker­ar.
  2. Hitið ofn­inn í 50°C (yfir- og und­ir­hiti).
  3. Setjið sneiðarn­ar í ofnskúffu með bök­un­ar­papp­ír und­ir og látið bak­ast/þ​urrk­ast í ofn­in­um. 
  4. Til að flýta fyr­ir hef­ur Hanna stund­um haft smá rifu á ofn­h­urðinni þar sem raki mynd­ast. 
  5. Þurrk­un­in get­ur tekið 4 – 6 klukku­stund­ir. 
  6. Gott að slökkva á ofn­in­um og láta þær vera þar yfir nótt
  7. Myljið síðan sneiðarn­ar ofan í bland­ara og maukið þær þannig að þær verði að fínu dufti. 
  8. Notið sigti til að taka stærstu korn­in frá og  myljið þau svo aft­ur. 
  9. Duftið geym­ist vel í lokuðu íláti og nota til að skreyta bæði kök­ur og mat eins og hug­ur­inn girn­ist með því þegar tæki­færi gefst.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert