Seytt rúgbrauð með reyktum silungi og sprettum sem steinliggur

Undursamlega gott seytt rúgbrauð úr smiðju Birnu G. Ásbjörnsdóttur doktors. …
Undursamlega gott seytt rúgbrauð úr smiðju Birnu G. Ásbjörnsdóttur doktors. Fullkomið með reyktum silungi og ferskum sprettum. Samsett mynd

Seytt rúgbrauð með reyktum silungi, sinnepi og sprettum getur verið algjört lostæti. Sérstaklega þegar rúgbrauðið er gott eins og brauðið hennar Birnu G. Ásbjörnsdóttur doktors.

Lesendur Matarvefsins ættu að vera farnir að þekkja Birnu en hún er mat­gæðing­ur af lífi og sál. Hún hef­ur mikla ástríðu fyr­ir því að mat­reiða og baka og nýt­ur sín allra best í eld­hús­inu á heim­ili sínu á Eyr­ar­bakka, í Smiðshús­um. Hún hélt huggulegt haustboð í októbermánuði síðastliðnum og bauð þá upp á þetta dýrðlega rúgbrauð sem borið var fram með reyktum silungi og ferskum sprettum. Gestirnir misstu sig hreinlega yfir þessu rúgbrauði og þar á meðal undirrituð. Ég fékk Birnu til að deila með okkur uppskriftinni og hér er hún komin ásamt skýrum leiðbeiningum um aðferð.

Þetta gæti vel orðið jólarúgbrauðið í ár.

Fallegt á hlaðborðinu.
Fallegt á hlaðborðinu. mbl.is/Sjöfn

Seytt rúgbrauð með heilu bankabyggi, trönuberjum og súrdeigi

  • 100 g heilt bygg (bankabygg eða annað)
  • 300 g rúgmjöl
  • 200 g spelti eða heilhveiti
  • 150 g ferskt súrdeig
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 2 msk. dökkt síróp eða mólassi
  • 350-450ml volgt vatn (fer aðeins eftir hvað byggið bleytir mikið upp í deiginu)
  • 100 g þurrkuð trönuber
  • 50 g graskersfræ
  • 50 g sólblómafræ

Aðferð:

  1. Undirbúningur
  2. Blöndun
  3. Hefun
  4. Bakstur
  5. Kæling
  • Leggið heila byggið í bleyti í köldu vatni yfir nótt.
  • Sjóðið byggið í léttsöltu vatni í 20-30 mínútur, þar til það er mjúkt og kælið.
  • Takið til stóra skál, blandið saman rúgmjöli, spelti og salti.
  • Hrærið súrdeigsgrunninum, sírópi og volgu vatni saman við þurrefnin þar til allt er vel blandað.
  • Hrærið soðnu bygginu, þurrkuðum trönuberjum og fræjum saman við. Deigið verður mjög blautt og klístrað sem þetta er eðlilegt.
  • Setjið deigið í smurt mót, orm sem rúmar um 1,5 l er gott.
  • Sléttið yfirborðið með blautri sleif eða höndunum.
  • Hyljið með rökum klút og látið deigið hefast á hlýjum stað í 8-12 klukkustundir.
  • Forhitið ofninn í 110-120°C.
  • Hyljið formið með álpappír til að halda rakanum inni.
  • Bakið brauðið í 12 klukkustundir, langur tími gerir það þétt og seytt.
  • Látið brauðið standa í forminu í 15 mínútur eftir bökun. Takið það síðan úr forminu og látið það kólna alveg áður en það er skorið.

Berið það fram með því sem ykkur þykir gott. Það passar sérstaklega vel með reyktum silungi, sinnepi og ferskum sprettum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka