Brauðterta brjálaða barþjónsins

Brauðterta brjálaða barþjónsins með birkireyktum silungi.
Brauðterta brjálaða barþjónsins með birkireyktum silungi. Ljósmynd/Karl Petersson

Nú fer að stytt­ast í Alþing­is­kosn­ing­ar og þá verður boðið upp á kosn­ingakaffi víða um land allt. Það má gera ráð fyr­ir því að brauðtert­ur muni prýða veislu­borðin og því er lag að birta hér eina upp­skrift af ljúf­fengri brauðtertu sem ber heitið Brauðterta brjálað barþjóns­ins. Upp­skrift­ina er að finna í Stóru brauðtertu­bók­inni sem kom út á dög­un­um. Þetta er þriðja upp­skrift­in sem birt er á Mat­ar­vefn­um upp úr bók­inni.

Í bók­inni er fjöldi upp­skrifta að bæði sí­gild­um brauðtert­um og öðrum frum­legri. Fal­leg­ar mynd­ir Karls Peters­son mat­ar­ljós­mynd­ara prýða bók­ina og fá munn­vatnið til að flæða. Auk Karls og Önnu Mar­grét­ar voru í teym­inu Erla Hlyns­dótt­ir blaðamaður, Friðrik V. Hraun­fjörð mat­reiðslu­meist­ari, Helga Gerður Magnús­dótt­ir graf­ísk­ur hönnuður og Tóm­as Her­manns­son, bóka­út­gef­andi hjá Sög­um.

Brauðterta brjálaða barþjónsins

Vista Prenta

Brauðterta brjálaða barþjóns­ins

Fyr­ir 8-10

  • 5 sneiðar langskorið brauðtertu­brauð
  • 400 g birkireykt­ur sil­ung­ur / þar af um 100 g fyr­ir skraut
  • 3 harðsoðin egg
  • 3 dl sýrður rjómi 36%
  • 2 dl maj­ónes
  • 2-3 sítr­ón­ur / safi og börk­ur í fyll­ingu og sneiðar fyr­ir skraut
  • 2 msk dill
  • 2 msk vor­lauk­ur
  • pip­ar
  • arómat

Hug­mynd að skreyt­ingu

  • sil­unga­hrogn
  • lárpera
  • al­fa­spír­ur
  • ásamt birkireykt­um sil­ungi og sítr­ónusneiðum

Aðferð:

  1. Hrærið sam­an sýrðan rjóma og maj­ónes.
  2. Smakkið til með sítr­ónusafa og rifn­um sítr­ónu­berki.
  3. Takið frá um helm­ing­inn af blönd­unni til að smyrja utan á tert­una og um fjórðung af sil­ungn­um til að skreyta með ef vill.
  4. Saxið dillið og vor­lauk­inn smátt og bætið út í blönd­una fyr­ir fyll­ing­una.
  5. Saxið sil­ung­inn í fyll­ing­una í hæfi­lega bita og bætið einnig út í blönd­una.
  6. Skerið egg­in niður í fín­gerða bita og bætið þeim út í. Smakkið til með pip­ar og arómati.
  7. Skerið skorp­urn­ar af brauðsneiðunum.
  8. Leggið fyrstu brauðlengj­una á bretti eða bakka og smyrjið um fjórðungi af fyll­ing­unni yfir. Leggið næstu brauðlengju þar yfir, þá fyll­ingu og þannig koll af kolli uns fimmta brauðlengj­an er sett efst.
  9. Gott er að geyma tert­una í ís­skáp yfir nótt og skreyta næsta dag.
  10. Smyrjið maj­ónes­blönd­unni sem tek­in var til hliðar yfir tert­una.
  11. Skreytið eft­ir smekk eða í stíl brjálaða barþjóns­ins eins og hér er gert.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka