Hugi sviptir hulunni af verðlaunauppskriftinni

Hugi Rafn Stefánsson vann keppnina um titilinn Eftirréttur ársins 2024 …
Hugi Rafn Stefánsson vann keppnina um titilinn Eftirréttur ársins 2024 sem Garri efni til fyrr í vetur. Hann sviptir hulunni af verðlaunauppskriftinni. Samsett mynd/Micaela Ajanti

Hugi Rafn Stef­áns­son kom, sá og sigraði keppn­ina um Eft­ir­rétt árs­ins 2024 sem Garri stóð fyr­ir á Stóru eld­hús­sýn­ing­unni fyrr í vet­ur. Hann galdraði fram ljúf­fenga ban­anamús sem dóm­arn­ir heilluðust af. Hann svipt­ir hér hul­unni af leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­inni af sig­ur­rétt­in­um, ban­anamús­in og hvaða töfr­ar liggja að baki. Þeir sem elska ban­ana eiga eft­ir að njóta þess­ara dýrðar.

Gullfallegur eftirréttur þar sem banani er í forgrunni.
Gull­fal­leg­ur eft­ir­rétt­ur þar sem ban­ani er í for­grunni. Ljós­mynd/​Mica­ela Aj­anti

Hugi er mat­reiðslumaður að mennt og starfar á veit­ingastaðnum OTO ásamt því að vera part­ur af Kokka­landsliðinu.

„Það fór mik­il vinna í þessa keppni. All­ir mín­ir frí­dag­ar fóru í það að æfa fyr­ir keppn­ina, ég myndi því segja að mitt leynd­ar­mál sé að æfa sig sem mest og leggja sig all­an fram til að sigra svona keppni,“ seg­ir Hugi.

Hugsað er fyrir hverju smáatriði í keppni sem þessari og …
Hugsað er fyr­ir hverju smá­atriði í keppni sem þess­ari og val­inn er rétt­ur disk­ur til að bera fram rétt­inn. Ljós­mynd/​Mica­ela Aj­anti

Hugi seg­ist hafa haft ástríðu fyr­ir elda­mennsku frá því að hann man eft­ir sér. „Ástríðan mín gagn­vart elda­mennsku byrjaði í raun bara þegar ég var lít­ill krakki. Mér fannst virki­lega skemmti­legt að skoða í mat­reiðslu­bæk­ur, en Disney bæk­urn­ar voru í miklu upp­á­haldi og út frá þeim ákvað ég að prófa sjálf­ur að elda rétt­ina úr bók­un­um.“

Hannaði sín eig­in síli­kon­form

Hann er mjög skap­andi í sínu fagi og hef­ur meðal ann­ars hannað og gert sín eig­in síli­kon­form sem eru mikið í notuð í mat­ar­gerð og við gerð eft­ir­rétta svo fátt sé nefnt. Hann seg­ir að til­urðina af gerð þeirra hafi í raun verið nokkuð til­vilj­ana­kennda.

„Ég var með mikið af hug­mynd­um af síli­kon­form­um höfðinu sem ég hafði verið að leita af en aldrei fundið, þess vegna ákvað ég að prófa gera þau sjálf­ur. Síðan er ég bú­inn að vera kenna mér sjálf­ur, þróa og læra tækn­ina, bæði að 3D prenta og þaðan yfir í að blanda silí­kon í formin sem ég prenta út. Ég fór síðan að sýna fólki frá mína eig­in hönn­un, formin, og fólk sýndi hönn­un­inni strax áhuga. Margri spurðu síðan í fram­hald­inu hvort ég gæti hannað og út­fært þeirra hug­mynd­ir líka. Þaðan fékk ég hug­mynd­ina að byrja selja formin og stofnaði því til fyr­ir­tækið Creati­ve Moldwork,“ seg­ir Hugi.

Miklar æfingar liggja að baki fyrir svona keppni. Nostrað er …
Mikl­ar æf­ing­ar liggja að baki fyr­ir svona keppni. Nostrað er við hvert smá­atriði. Ljós­mynd/​Mica­ela Aj­anti

Hann segi síli­kon­formin auka mögu­leik­ana í fram­setn­ingu í mat­ar­gerð og geri fólki kleift að vera skap­andi. „Formin gefa meiri mögu­leika sköp­un í mat­ar­gerðinni. Þau gefa enda­lausa mögu­leika og tæki­færi til að nýta list­ræna hæfi­leika í meiri mæli við fram­setn­ingu rétt­anna svo dæmi séu tek­in.“

Bananinn fer í forgrunni þegar kemur að bragðinu.
Ban­an­inn fer í for­grunni þegar kem­ur að bragðinu. Ljós­mynd/​Mica­ela Aj­anti

Vinn­ur á OTO sam­hliða æf­ing­um með landsliðinu

Aðspurður seg­ir Hugi framtíðina vera bjarta í mat­ar­gerðinni sem og í keppn­ismat­reiðslu. „Ég sé framtíðina fyr­ir mér mjög spenn­andi og fulla af nýj­um tæki­fær­um. Ég mun að sjálf­sögðu halda áfram á OTO á meðan ég er að æfa  með Kokka­landsliðinu en ég dýrka að vinna þar. Við ætl­um að ná langt sam­an í Kokka­landsliðinu og erum ávallt að æfa okk­ur til að verða betri og auðvitað að stefna hátt í landsliðinu.“

Hugi sviptir hulunni af verðlaunauppskriftinni

Vista Prenta

Sig­urban­anamús­in

Creme Ang­les

  • 102 g mjólk
  • 102 g rjómi
  • 92 g eggj­ar­auður
  • 20 g syk­ur
  • ½ vanillu­stöng
  • 2 mat­ar­líms­blöð

Aðferð:

  1. Blandið öllu sam­an nema mat­ar­lím­inu í vatnsbað og hitið upp í 80˚C.
  2. Bætið svo mat­ar­lím­inu út í og sigtið blönd­una.

Mús

  • 316 g Creme Anglaise grunn­ur
  • 118 g rjómi
  • 171 g Zép­hyr Cara­mel™ 35%
  • 200 g ban­ana­mauk
  • 15 g ristað kanil­duft
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann og leggið til hliðar.
  2. Hellið heit­um Creme Ang­les yfir kara­mellusúkkulaðið og hrærið vel þar til súkkulaðið er al­veg bráðið.
  3. Bætið síðan ban­ana­mauki og ristaða kanil­duft­inu sam­an við.
  4. Blandið síðan grunn­in­um var­lega sam­an við þeytta rjómann og setjið í mót.

Ís

  • 650 g lychee-mauk
  • 200 g síróp
  • 50 g sítr­ónusafi
  • 10 g pro crema
  • 2 mat­ar­líms­blöð

Aðferð:

  1. Sírópið er hituð upp að suðu og bætið svo mat­ar­líms­blöðunum, lychee-mauk­inu og sítr­ónusaf­an­um út í.
  2. Hrærið vel sam­an, látið svo kólna og bætið pro crema út í.
  3. Setjið í Pacojet og frystið.

Sam­setn­ing og fram­setn­ing

  1. Vert er að hafa mynd­ina í huga við fram­setn­ingu rétt­ar­ins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert