Brauð ársins með ekta íslenskum cheddarosti og jalapeno

Natasja Keincke sigraði keppnina um Brauð ársins 2025, Andri Már …
Natasja Keincke sigraði keppnina um Brauð ársins 2025, Andri Már Ragnarsson hlaut annað sætið og þriðja sætið hreppti Sigrún Sól Vigfúsdóttir. Öll starfa þau hjá Bakarameistaranum. Ljósmynd/Sigurður Birgir Helgason

Keppni um Brauð árs­ins 2025 var hald­in í Hót­el- og mat­væla­skól­an­um í Kópa­vogi, fimmtu­dag­inn 21. nóv­em­ber síðastliðinn. Hlut­skörp­ust að þessu sinni var Nata­sja Keincke hjá Bak­ara­meist­ar­an­um en brauðið henn­ar er kald­hefað heil­hveit­isúr­deigs­brauð með ekta ís­lensk­um chedd­arosti og jalapeno, sem kitl­ar bragðlauk­ana eins og fram kom í um­sögn dóm­nefnd­ar.

Í öðru sæti var brauð Andra Más Ragn­ars­son­ar hjá Bak­ara­meist­ar­an­um en það er hrís­grjóna súr­deigs­brauð sem inni­held­ur m.a. hrís­grjón, kart­öflumús og kar­dimomm­ur. Þriðja sætið hreppti Sigrún Sól Vig­fús­dótt­ir, einnig hjá Bak­ara­meist­ar­an­um, með Sæl­kera­brauðið sitt. Er það ger­brauð með steikt­um lauk, papriku og semi þurrkaða tóm­ata, rúllað upp í korn­fla­kes og osta­blöndu.

Brauðin þrjú sem skipuðu þrjú efstu sætin.
Brauðin þrjú sem skipuðu þrjú efstu sæt­in. Ljós­mynd/​Sig­urður Helgi Birg­is­son

Mjög hörð og jöfn keppni

Keppn­in var mjög hörð og jöfn þetta árið en alls voru sex ólík en fram­bæri­leg brauð send til leiks. Dóm­nefnd stóð í ströngu við að greina á milli brauða en dæmt var út frá út­liti, bragði, nýbreytni, sam­setn­ingu og inni­haldi.

Dóm­nefnd skipuðu þau El­iza Reid, fyrr­ver­andi for­setafrú, Sjöfn Þórðardótt­ir, um­sjón­ar­maður Mat­ar­vefs mbl.is, og Stefán Bachm­an, fag­kenn­ari í bak­araiðn við Hót­el og mat­væla­skól­ann. Dóm­nefnd­in var afar ánægð með þátt­tak­end­ur og hafði orð á því að valið hafi verið afar erfitt en Brauð árs­ins sé svo sann­ar­lega vel að sigr­in­um komið.

Sig­urður Már Guðjóns­son formaður LABAK af­hendi verðlaun­in og sagði við það tæki­færi að það væri ánægju­legt að keppn­in um brauð árs­ins væri að festa sig í sessi líkt og kaka árs­ins.

Brauð ársins 2025 er með ekta íslenskum cheddar osti og …
Brauð árs­ins 2025 er með ekta ís­lensk­um chedd­ar osti og jalapeno. mbl.is/​Sjöfn

Brauð árs­ins fer í al­menna sölu í bakarí­um inn­an Lands­sam­bands bak­ara­meist­ara, LABAK, á bónda­dag­inn þann 24. janú­ar næst­kom­andi á nýju ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert