Sjáið Berglindi gera nostalgíu súkkulaðijólatré

Dýrðlegt að horfa á þetta súkkulaðijólatré, fangar bæði augu og …
Dýrðlegt að horfa á þetta súkkulaðijólatré, fangar bæði augu og munn. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar fór á kost­um um helg­ina þegar hún út­bjó og setti sam­an þetta dýrðlega súkkulaðijóla­tré. Eft­ir að hafa horft á hand­bragð henn­ar virk­ar þetta sára­ein­falt. Nú er bara að prófa.

„Ég sá þessa hug­mynd á In­sta­gram um dag­inn og gat ekki hætt að hugsa um hana fyrr en ég væri búin að prófa því mér fannst þetta svo sniðug hug­mynd,“ seg­ir Berg­lind.

Sjáið hand­bragðið hér á In­sta­gram.

Sjáið Berglindi gera nostalgíu súkkulaðijólatré

Vista Prenta

Súkkulaðijóla­tré

  • 300 g dökkt súkkulaði
  • 80 g möndl­ur
  • 80 g pist­así­ur
  • 40 g pek­an­hnet­ur
  • 40 g trönu­ber
  • 40 g hesli­hnet­ur
  • 40 g lakk­rís­flög­ur

Aðferð:

  1. Saxið hnet­ur og möndl­ur gróft niður og blandið í skál ásamt trönu­berj­un­um.
  2. Bræðið súkkulaði og teiknið 8 hringi á bök­un­ar­papp­ír, minnsti um 3 cm í þver­mál og svo stækka um ½-1 cm hvern eft­ir það.
  3. Smyrjið næst vænu súkkulaðilagi inn í hvern hring, skiljið eft­ir c.a ½ cm all­an hring­inn því súkkulaðið flest bet­ur út þegar þið setjið hnetu­blönd­una yfir.
  4. Dreifið næst vel af hnetu­blöndu yfir hvern súkkulaðihring og að lok­um lakk­rís­flög­um.
  5. Kælið/​frystið þar til storknað og raðið síðan sam­an með því að setja smá brætt súkkulaði á milli hringja.
  6. Skreytið með því að sigta smá flór­syk­ur yfir allt sam­an (má sleppa).
  7. Berið fram og njótið – eða skreytið með þess­ari dýrð.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert