Ómótstæðilegar og stökkar karamellu- og súkkulaðismákökur

Ómótstæðilegar girnilegar karamellu- og súkkulaðismákökur sem steinliggja í næsta aðventuboði.
Ómótstæðilegar girnilegar karamellu- og súkkulaðismákökur sem steinliggja í næsta aðventuboði. Samsett mynd

Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir töfraði fram þess­ar ómót­stæðilegu og bragðgóðu kara­mellu- og súkkulaðismá­kök­ur sem eiga vel við í aðvent­unni. Upp­skrift­ina gerði hún fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Ger­um dag­inn girni­leg­an sem býður upp á fjöl­breytt úr­val upp­skrifta fyr­ir sæl­kera.

Hild­ur Rut deildi upp­skrift­inni og aðferðinni á In­sta­gramsíðu sinni og seg­ir að þess­ar séu ómót­stæðilega bragðgóðar, stökk­ar með dökku súkkulaði sem bráðnar í munni.

Ómótstæðilegar og stökkar karamellu- og súkkulaðismákökur

Vista Prenta

Kara­mellu- og súkkulaðismá­kök­ur

  • 115 g smjör (við stofu­hita)
  • 100 g púður­syk­ur
  • 50 g syk­ur
  • 1 stórt egg
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 150 g hveiti
  • ½ tsk. lyfti­duft
  • ¼ tsk. mat­ar­sódi
  • ¼ tsk. salt
  • 100 g dökkt eða mjólk­ursúkkulaði
  • 10-12 Saltaðar kara­mell­ur frá Wert­her's

Aðferð:

  1. For­hitið ofn­inn í 180°C (blást­ur).
  2. Hrærið sam­an smjörið, púður­syk­ur­inn og syk­ur­inn í hræri­vél eða með handþeyt­ara þar til bland­an verður létt og loft­kennd.
  3. Bætið egg­inu og vanillu­drop­un­um út í, og hrærið þar til allt hef­ur bland­ast vel.
  4. Blandið sam­an hveiti, lyfti­dufti, mat­ar­sóda og salti í ann­arri skál.
  5. Sigtið þur­refn­in sam­an við smjör­blönd­una og hrærið var­lega
  6. Blandið súkkulaðibit­um og Wert­her's kara­mellu­bit­um sam­an við.
  7. Passið að dreifa bit­un­um jafnt í deigið.
  8. Notið skeið til að móta litl­ar kúl­ur úr deig­inu (u.þ.b. 1 mat­skeið í hverri köku) og raðið þeim á bök­un­ar­plöt­una þakta bök­un­ar­papp­ír með góðu milli­bili.
  9. Bakið í 10-12 mín­út­ur, eða þar til smá­kök­urn­ar eru gyllt­ar á könt­un­um. Þær mega líta aðeins mjúk­ar út í miðjunni.
  10. Leyfið kök­un­um að kólna á plöt­unni í 5 mín­út­ur áður en þær eru flutt­ar á grind til að kólna al­veg.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert