Fyrirliðinn deilir þakkargjörðaruppskriftum

Ari Posocco og Ísak Aron Jóhannssonn eru í veisluteyminu hjá …
Ari Posocco og Ísak Aron Jóhannssonn eru í veisluteyminu hjá Múlakaffi. Þeir eru tilbúnir að græja kræsingarnar fyrir þakkargjörðardaginn. mbl.is/Eyþór Árnason

Ísak Aron Jó­hanns­son hjá veisluþjón­ustu Múlakaff­is er þrátt fyr­ir ung­an ald­ur einn af eft­ir­tekt­ar­verðustu mat­reiðslu­mönn­um okk­ar Íslend­inga og fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins. Nú þegar þakk­ar­gjörðar­hátíðin nálg­ast ætl­ar Ísak að deila með les­end­um vefs­ins sín­um upp­á­halds­upp­skrift­um að kalk­úna­fyll­ingu og dá­sam­legu sæt­kart­öflu-cass­erole með pek­ankrömbli“.

Þakkagjörðarmáltíðin að hætti Ísaks, kalkúnn borinn fram með sætkartöflu „casserole“ …
Þakka­gjörðar­máltíðin að hætti Ísaks, kalk­únn bor­inn fram með sæt­kart­öflu „cass­erole“ með pekan­krömbli, fyll­ingu og hátíðarsósu. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Þakk­ar­gjörðar­hátíðin í Múlakaffi

„Þess­ar ljúf­fengu upp­skrift­ir eru hluti af þakk­ar­gjörðar­upp­skrift­um Múlakaff­is í ár en eins og hefð er fyr­ir þá er þakk­ar­gjörðar­hátíðin hald­in hátíðleg á veit­ingastað Múlakaff­is í Hall­ar­múl­an­um bæði í há­deg­inu og að kvöldi dags. Þar geta mat­ar­gest­ir bragðað þessa ljúf­fengu rétti frá mér ásamt himnesk­um kalk­úni og meðlæti af ýmsu tagi,“ seg­ir Ísak og bend­ir jafn­framt á að ef mat­gæðing­ar vilja „stytta sér leið“ og slá í gegn heima fyr­ir þá er hægt að hringja í Múlakaffi og panta þakk­ar­gjörðarrétt­ina og sækja þá í Hall­ar­múl­ann á leið heim úr vinn­unni.

Fyllingin lítur vel út.
Fyll­ing­in lít­ur vel út. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Upp­runi þakk­ar­gjörðar­hátíðar­inn­ar

Banda­ríski þakk­ar­gjörðardag­ur­inn er hald­inn hátíðleg­ur fjórða fimmtu­dag í nóv­em­ber ár hvert og er einn af fáum hátíðis­dög­um sem eru al­farið upp­runn­ir í Banda­ríkj­un­um. Fyrsta þakk­ar­gjörðar­hátíðin var hald­in af ensk­um píla­grím­um haustið 1621 en þeir höfðu árið áður hrökklast með skip­inu Ma­y­flower frá borg­inni Plymouth á Englandi að strönd Massachusetts­flóa og stofnað þar ný­lend­una Plymouth. Eft­ir harðan vet­ur en góða sum­ar­upp­skeru ákváðu þeir að þakka Guði fyr­ir alla hans vel­gjörn­inga með þriggja daga hátíð og buðu þeir inn­fædd­um einnig að taka þátt í veisl­unni sem sam­an­stóð aðallega af kalk­úni og villi­bráð.

Freisting að horfa á þessa dýrð, sætkartöflu „casserole“ með pekankrömbli.
Freist­ing að horfa á þessa dýrð, sæt­kart­öflu „cass­erole“ með pekan­krömbli. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Fyr­irliðinn deil­ir þakk­ar­gjörðar­upp­skrift­um

Vista Prenta

Kalk­úna­fyll­ing og sæt­kart­öflu „cass­erole“ með pekan­krömbli

Kalk­úna­fyll­ing

  • 2 stk. súr­deigs­brauð, skorið í ten­inga (u.þ.b. 950 g)
  • 200 g smjör
  • 1 stk. lauk­ur
  • 2 stilk­ar sell­e­rí
  • 3 stk. smá­ar gul­ræt­ur
  • 2 tsk. salt
  • 1 tsk. pip­ar
  • 250 ml kjúk­linga­soð
  • 2 egg
  • 8 tim­ian­grein­ar

Aðferð:

  1. Skrælið og skerið smátt lauk, sell­e­rí og gul­ræt­ur.
  2. Komið græn­met­inu fyr­ir í potti með repju­olíu og létt­steikið þar til græn­metið hef­ur fengið gull­in­brún­an lit, bætið við smjöri og leyfið að bráðna sam­an.
  3. Hellið smjör­inu og græn­met­inu yfir súr­deigs­brauðten­ing­ana og blandið vel sam­an.
  4. Tínið tim­i­an­lauf­in gróf­lega af tim­ian­grein­un­um og bætið við súr­deigs­brauðten­ing­ana ásamt, salti, pip­ar, kjúk­linga­soði og eggi.
  5. Komið fyll­ingu fyr­ir í eld­föstu móti og bakið á 175°C hita í 30 mín­út­ur. Ef fyll­ing­in á að fara inn í kalk­ún­inn þá mæl­ir Ísak með að gera það rétt áður en kalk­únn­inn fer inn í ofn og vera viss um að kalk­ún­inn nái 72°C kjarn­hita.

Sæt­kart­öflu- „cass­erole“ með pekan­krömbli

  • 4 stór­ar sæt­ar kart­öfl­ur
  • 250 g ósaltað smjör
  • 300 g púður­syk­ur
  • 2 egg
  • 3 tsk. salt
  • Pekan­krömbl (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)

Aðferð:

  1. Bakið sæt­ar kart­öfl­ur inni í ofni á 180°C hita í u.þ.b. 1 klukku­stund.
  2. Skerið í helm­ing á meðan þær eru heit­ar og kreistið inni­haldið í stóra skál.
  3. Bætið við smjöri, púður­sykri, eggj­um og salti.
  4. Setjið síðan í mót eða fat og dreifið pekan­krömbli yfir.

Pekan­krömbl

  • 100 g smjör
  • 200 g púður­syk­ur
  • 300 g pek­an­hnet­ur, skorn­ar gróft
  • 100 g Kelloggs morgun­korn

Aðferð:

  1. Bræðið smjör og púður­syk­ur sam­an í potti.
  2. Blandið sam­an pek­an­hnet­um og Kellogs-morgun­korni í skál.
  3. Hellið púður­syk­urs­blönd­unni yfir og blandið vel sam­an með sleikju.
  4. Þegar „krömblið“ hef­ur kólnað er það til­búið og hægt að setja það yfir sæt­kart­öflumús­ina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert