Ljúffeng sætkartöflumús með salvíu og pekanhnetum

Girnileg sætkartöflumús með salvíu, pekanhnetum og sítrónu sem passar til …
Girnileg sætkartöflumús með salvíu, pekanhnetum og sítrónu sem passar til að mynda afar vel með kalkúnakjöti. Ljósmynd/Aðsend

Það stytt­ist óðum í þakk­ar­gjörðina en hún er á morg­un, fimmtu­dag­inn 28. nóv­em­ber. Á ein­hverj­um heim­il­um hér á landi verður boðið upp á kalk­ún og meðlæti í til­efni henn­ar.

Marg­ir kjósa að bjóða upp á sæt­kart­öflumús með kalk­ún­in­um og til eru marg­ar út­gáf­ur af henni. Þessi upp­skrift að sæt­kart­öflumús pass­ar sér­stak­lega vel með kalk­ún­in­um en hún er með salvíu, pek­an­hnet­um og sítr­ónu. Sal­ví­an er ótrú­lega góð með kalk­úna­kjöti og líka í sósu­gerð.

Vel er hægt að mæla með þess­ari upp­skrift en teymið hjá Há­tækni, sem er með VAXA græn­metið og sprett­urn­ar, á heiður­inn af þess­ari ljúf­fengu sæt­kart­öflumús. Sal­vía ger­ir svo gott bragð. Upp­lagt er að geyma stilk­ana af salví­unni sem notuð er í mat­ar­gerðina til að bragðbæta soð eða sós­ur. Allt af jurtinni geym­ir bragð og því er óþarfi að henda stilk­un­um.

Ljúffeng sætkartöflumús með salvíu og pekanhnetum

Vista Prenta

Sæt­kart­öflumús með salvíu og pek­an­hnet­um

Fyr­ir 8-10

  • 1,2 kg sæt­ar kart­öfl­ur

  • 250 g smjör

  • Safi og börk­ur úr einni sítr­ónu

  • Salt eft­ir smekk

  • 1 pk. VAXA sal­vía,

  • 100 g pek­an­hnet­ur

  • Hun­ang eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á 190°C hita með blæstri.

  2. Bakið kart­öfl­urn­ar með hýði þangað til þær eru orðnar al­veg mjúk­ar.

  3. Dragið hýðið af á meðan kart­öfl­urn­ar eru heit­ar.

  4. Hýðið ætti að renna auðveld­lega af þeim. Gott er að nota viska­stykki til verks­ins svo þið brennið ykk­ur ekki.

  5. Setjið kart­öfl­urn­ar í pott og hrærið harka­lega og mikið, þangað til þær eru orðnar maukaðar. Einnig er hægt að setja þær í hræri­vél eða bland­ara og mauka þær á sama máta.

  6. Hrærið sítr­ónusafa, sítr­ónu­berki og smjöri út í og smakkið til með salti.

  7. Saxið salvíu­lauf­in smátt og hrærið út í mús­ina. Geymið nokk­ur lauf til skreyt­ing­ar.

  8. Blandið pek­an­hnet­un­um við 1-2 mat­skeiðar af hun­angi. 

  9. Setjið þær svo á bök­un­ar­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír og bakið þær við 150°C hita í 10 til 15 mín­út­ur.

  10. Leyfið hnet­un­um að kólna og dreifið þeim söxuðum eða heil­um yfir mús­ina auk nokk­urra salvíu­laufa til skrauts áður en þið berið mús­ina fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert