Rúdólfur með rauða nefið

Eydís Rós Hálfdánardóttir býður upp á kokteil með jólalegu ívafi, …
Eydís Rós Hálfdánardóttir býður upp á kokteil með jólalegu ívafi, Rúdólf. Samsett mynd

Veit­ingastaður­inn Oche Reykja­vík í Kringl­unni býður upp á kokteil­inn Rúdólf. Jóla­legra gæti það varla verið nú þegar aðvent­an er að ganga í garð.

Það var Ey­dís Rós Hálf­dán­ar­dótt­ir, vakt­stjóri á Oche Reykja­vík, sem gerði kokteil­inn. Ey­dís er 22 ára göm­ul og hef­ur starfað sem barþjónn í hátt í þrjú ár. Segja má að hún hafi fengið upp­skrift­ina lánaða hjá sam­starfs­manni sín­um á Oche, barþjón­in­um Ang­el Stefán, sem sigraði kokteila­keppni með þess­um kokteil. En hún er búin að krydda hann aðeins með smá jólaívafi.

Eydís hefur mikið dálæti af starfi sínu og nýtur þess …
Ey­dís hef­ur mikið dá­læti af starfi sínu og nýt­ur þess að blanda kokteila fyr­ir gesti sína. Ljós­mynd/​Aðsend

Rjóma­kennd­ur kokteill með jólaívafi

Rúdólf er rjóma­kennd­ur þrist­asúkkulaðikokteill sem er hrist­ur og sett­ur í kalt kokteil­aglas, skreytt­ur með neg­ul­kryddi sem vek­ur ilm­inn af pip­ar­kök­um. Kokteill­inn er full­kom­in sam­setn­ing af sæt­leika og jóla­leg­um krydd­um. Rúdólf­ur er fersk­ur og bragðgóður kokteill með grena­dine-bragði sem er toppaður með sprite-i. Á glas­brún er vanillukrem og kó­kos sem gef­ur skemmti­lega áferð og minn­ir á ilm­inn af jóla­bakstri,“ seg­ir Ey­dís.

Við erum að fá góð viðbrögð yfir jóla­kokteil­un­um sem við völd­um að bjóða upp á í ár,“ seg­ir Ey­dís ánægð. Upp­á­haldskokteill Ey­dís­ar er Basil Gimlet og af jóla­kokteil­um er Rúdólf­ur í upp­á­haldi hjá henni og hún deil­ir hér með les­end­um upp­skrift­inni að hon­um. Þetta gæti orðið helgar­kokteill­inn fyrstu aðventu­helg­ina sem fram und­an er.

Rjómakenndur kokteill með jólaívafi. „Rúdólf er rjómakenndur þristasúkkulaðikokteill sem er …
Rjóma­kennd­ur kokteill með jólaívafi. „Rúdólf er rjóma­kennd­ur þrist­asúkkulaðikokteill sem er hrist­ur og sett­ur í kalt kokteil­aglas, skreytt­ur með neg­ul­kryddi sem vek­ur ilm­inn af pip­ar­kök­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Rúdólfur með rauða nefið

Vista Prenta

Rúdólf­ur

  • 60 ml Þrist­ur
  • 45 ml Bai­leys
  • 15 ml Kahlúa
  • Toppað með neglukryddi

Aðferð:

  1. Setjið hrá­efnið í hrist­ara og hristið vel.
  2. Hellið í viðeig­andi glas á fæti og skreytið með neg­ul­kryddi.
  3. Berið fram og njótið.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert