Bakaraþríeykið er komið í jólaskap

Bakaraþríeykið Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir, Axel Thorsteinsson og Stefán Pétur Bachmann …
Bakaraþríeykið Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir, Axel Thorsteinsson og Stefán Pétur Bachmann Bjarnason eru bakarateymið hjá Hygge coffee and micro bakary og njóta þess að baka saman á aðventunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Þau Axel Thor­steins­son, Stefán Pét­ur Bachmann Bjarna­son og Þórey Lovísa Sig­ur­munds­dótt­ir hjá Hyg­ge cof­fee and micro bakery eru kom­in í jóla­skap og byrjuð á jóla­bakstr­in­um.

Öll eru þau list­ræn og hæfi­leika­rík á sínu sviði og eiga sín­ar upp­á­hald­sjó­la­kök­ur sem þeim finnst ómiss­andi að bjóða upp á um hátíðirn­ar. Þau munu, hvert og eitt, deila einni upp­skrift að sinni upp­á­hald­sjó­la­köku með les­end­um næstu daga. Fyrsta upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Þóreyj­ar en henni finnst ómiss­andi að baka mömm­u­kök­ur fyr­ir hátíðirn­ar.

Hátíðlegar Sörurnar, mömmukökurnar og lagtertan fanga bæði augu og munn …
Hátíðleg­ar Sör­urn­ar, mömm­u­kök­urn­ar og lag­tert­an fanga bæði augu og munn og koma með jól­in.

Jól­in ekki stór­hátíð í Ar­ab­a­rík­inu

Axel er líka lærður konditor og hef­ur starfað sem slík­ur. Hann er ný­flutt­ur heim eft­ir að hafa verið sein­ustu átta ár er­lend­is og þá aðallega í Mið-Aust­ur­lönd­um.

„Þegar ég var þar tókst ég á við ýmis verk­efni. Mest­megn­is var ég yfir Bouchon Bakery, Princi og Dean & Deluca, en síðan var ég ráðgjafi hjá Star­bucks og öðrum stöðum á þessu svæði líka,“ seg­ir Axel.

Aðspurður seg­ir Axel að ekki hafi farið mikið fyr­ir jóla­hefðum hjá sér und­an­far­in ár. „Sein­ustu ár hef­ur farið lítið fyr­ir jóla­hefðum hjá mér því jól­in eru ekki stór­hátíð í Ar­ab­a­rík­inu. Ég hef þó haft gott fólk í kring­um mig og haldið hátíðina með öðrum hætti, það hef­ur verið meira um am­er­ísk­ar og bresk­ar hefðir. Þá hafa verið jólakræs­ing­ar í boði eins og minced pies, pecan pie, buche de noel og svo auðvitað panett­one. En þegar ég er hér heima á Íslandi er ris a la mande alltaf ómiss­andi rétt­ur.“

Axel seg­ist ekki halda mikið í bakst­urs­hefðir en það geri móðir hans. „Móðir mín, sem er bak­ari líka, held­ur vel utan um bakst­urs­hefðirn­ar. Söru­gerð, lag­tert­ur og all­ar sort­ir af smá­kök­um eru fast­ir liðir hjá henni þannig að það er óþarfi að ég troði ein­hverju þarna inn, ávallt best það sem mamma ger­ir.“

Á aðfanga­dags­kvöld finnst Axel ómiss­andi að fá ris a la mande. „Sör­ur þurfa líka að vera í boði. Ef við náum ekki að njóta þeirra á aðfanga­dags­kvöld þá er jóla­dag­ur­inn til að smakka á þeim.“

Ljúffengar Sörurnar hans Axels eru bakaðar á klassískan máta með …
Ljúf­feng­ar Sör­urn­ar hans Ax­els eru bakaðar á klass­ísk­an máta með súkkulaði-ganache og eru í miklu upp­á­haldi hjá hon­um.

Barna­barn fyrsta fag­menntaða bak­ar­ans sem lærði á Íslandi

Stefán kem­ur víða við en hann er einnig í ís­lenska bak­ara­landsliðinu, fag­greina­kenn­ari við bakst­ursiðngrein­ina í Hót­el- og mat­væla­skól­an­um og svo er hann líka gít­ar­leik­ari. Hann hef­ur unnið á Hyg­ge cof­fee and micro bakery frá opn­un en verið í bak­ara­stétt­inni í rúm 14 ár. Það eru fáir sem vita að Stefán er kom­inn af bak­ara­ætt.

„Þegar ég var barn var móðir mín mjög dug­leg við jóla­bakst­ur­inn og ég er með sterk­ar minn­ing­ar um að hafa hjálpað henni að snúa hakka­vél­inni þegar hún var að baka vanillu­hringi og loft­kök­ur. En það sem ég var spennt­ast­ur fyr­ir voru pip­ar­kök­urn­ar henn­ar mömmu, bæði að móta þær og skreyta með glassúr, en ég veit nú ekki hvar hún fékk upp­skrift­ina en ég reikna með að hún hafi komið frá móður henn­ar en hún var barna­barn Gríms Ólafs­son­ar, sem var fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem tók sveins­próf í bak­araiðn árið 1884. Grím­ur hóf störf hjá Daní­el Bern­höft sem var fyrsti fag­menntaði maður­inn til að starfa á Íslandi, árið 1885,“ seg­ir Stefán sposk­ur á svip.

Lagtertan er í miklu uppáhaldi hjá Stefáni og er borin …
Lag­tert­an er í miklu upp­á­haldi hjá Stefáni og er bor­in fram á jóla­dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Það skemmti­leg­asta sem ég geri“

Þórey Lovísa er 26 ára göm­ul, bak­ara­meist­ari og yf­ir­bak­ari á Hyg­ge cof­fee and micro bakery.

„Ég er búin að vera í mat­væla­geir­an­um í rúm tíu ár og búin að tækla alls kon­ar áskor­an­ir síðan þá. Ég lærði hjá Sand­holt baka­ríi á Lauga­veg­in­um og var þar í rúm sex ár. Eft­ir það ákvað ég að taka mér stutta pásu og fór að vinna hjá Kokku á Lauga­veg­in­um þar sem ég lærði fullt um öll áhöld, tæki og tól sem notuð eru í mat­væla­geir­an­um. Auk þess bætti ég hell­ing við mig í sölu­mennsku,“ seg­ir Þórey og hlær.

„Eft­ir eitt og hálft ár þar fékk ég gott til­boð á borðið að vera yf­ir­bak­ari á glæ­nýju kaffi­húsi sem verið var að opna úti á Granda. Ég tók því starfi eins og hverri ann­arri krefj­andi áskor­un. Fyrstu sex mánuðina fór mik­ill tími í þró­un­ar­vinnu og að kaupa allt til að setja upp baka­ríið. Um miðjan fe­brú­ar árið 2022 var Hyg­ge cof­fee and micro bakery opnað. Ég fékk þá loks­ins vett­vang til að skapa og baka mín­ar vör­ur fyr­ir al­menn­ing,“ seg­ir Þórey og bæt­ir við að það hafi ávallt verið draum­ur­inn eft­ir að hún byrjaði í fag­inu.

„Mót­tök­urn­ar hafa verið afar já­kvæðar og þetta er það skemmti­leg­asta sem ég geri, að gleðja fólk með góm­sæt­um sæl­kera­vör­um. En í frí­tíma mín­um nýt ég mín best að slaka á, fara á kaffi­hús eða taka þátt í menn­ing­ar­leg­um viðburðum. Einnig finnst mér ekk­ert skemmti­legra en að ferðast og hvað þá að heim­sækja bakarí og kaffi­hús í öðrum lönd­um til að fá inn­blást­ur eða hug­mynd­ir að ein­hverju skemmti­legu til að taka með mér heim.“

Held­ur í hefðir frá bernsku­ár­un­um

Þórey held­ur í hefðir frá bernsku­ár­un­um þegar kem­ur að smá­köku- og jóla­bakstri. „Það eru nokkr­ir hlut­ir sem ég hef gert ár­lega frá því ég var barn, meðal ann­ars pip­ar­köku­bakst­ur­inn með mömmu og systr­um mín­um. Við finn­um okk­ur ávallt tíma sam­an í nóv­em­ber þar sem við rúll­um út pip­ar­köku­deigi, sker­um með ým­iss kon­ar form­um og skreyt­um. Þetta byrjaði sem lít­il hefð þar sem ég, móðir mín og tvær yngri syst­ur vor­um að en í dag tek­ur öll stór­fjöl­skyld­an þátt. Síðan er laufa­brauðsgerðin heil­ög hjá mér. Amma Þórey var vön að gera laufa­brauð sjálf frá grunni og leyfði mér ávallt að hjálpa til, síðan hitt­ist öll stór­fjöl­skyld­an og sker út. Þetta ger­um við enn þá.“

Fyr­ir nokkr­um árum byrjuðum við besta vin­kona mín, Erika, á söru­gerðinni. Eft­ir eitt skipti er söru­gerðin orðin ár­leg. All­ar jóla­hefðir, hvort sem þær eru bakst­ur, skreyt­ing­ar eða að skoða jóla­ljós, eru svo sann­ar­lega haldn­ar hátíðleg­ar ár hvert á mín­um bæ,“ seg­ir Þórey með bros á vör.

„Síðan er það mat­ar­hefð sem kem­ur frá ömmu minni sem er ómiss­andi yfir hátíðirn­ar. Það er köku­boð á jóla­dags­morg­un. Síðan ég man eft­ir mér hef ég alltaf vaknað, farið fram og þar blas­ir við mér köku­hlaðborð með öll­um jóla­smá­kök­un­um, randalín­um, tert­um og fleiri kræs­ing­um sem bakaðar og gerðar hafa verið. Mánaðarstellið er tekið fram og kök­urn­ar borðaðar í morg­un­mat. Ég veit nú ekki hvernig þessi hefð kom til en mér finnst hún sú allra hátíðleg­asta,“ seg­ir Þórey að lok­um.

Þórey svipt­ir hul­unni af upp­skrift frá mömmu sinni, að mömm­u­kök­um, sem hún held­ur líka mikið upp á og bak­ar ár­lega.

Mömmukökur eru í uppáhaldi hjá Þóreyju og uppskriftin kemur úr …
Mömm­u­kök­ur eru í upp­á­haldi hjá Þóreyju og upp­skrift­in kem­ur úr smiðju móður henn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Bakaraþríeykið er komið í jólaskap

Vista Prenta

Mömm­u­kök­ur

  • 200 g syk­ur
  • 200 g síróp
  • 90 ml vatn
  • 500 g hveiti
  • 1 tsk. neg­ull
  • 1 tsk. kanill
  • 1 tsk. engi­fer
  • 2 tsk. mat­ar­sódi
  • 100 g smjör

Aðferð:

  1. Blandið öllu hrá­efn­inu sam­an í hræri­vél með spaða.
  2. Geymið deigið í kæli yfir nótt og vinnið úr því næsta dag.
  3. Fletjið út með köku­kefli og skerið út með skemmti­leg­um út­stungu­form­um.
  4. Raðið á bök­un­ar­plötu klædda smjörpapp­ír og setjið inn í ofn.
  5. Bakið á 180°C hita í um það bil 10-12 mín­út­ur.

Smjörkrem

  • 260 g syk­ur
  • 80 ml vatn
  • 4 stk. eggja­hvít­ur
  • 80 g syk­ur
  • 454 g smjör
  • 10 g vanilla

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita syk­ur og vatn upp í 120°C hita.
  2. Setjið eggja­hvít­ur í hræri­vél með písk og pískið.
  3. Um leið og egg­in byrja að freyða bætið þá seinni syk­ur­skammt­in­um út í.
  4. Þeytið egg­in þar til þau verða stíf og þétt.
  5. Þegar syk­ur­inn er bú­inn að ná 120°C hita hellið hon­um þá út í blönd­una á meðan hræri­vél­in er á ferð.
  6. Síðan þurfið þið að láta blönd­una ná að vera und­ir 40°C hita áður en smjör­inu er bætt út í.
  7. Setjið síðan smjörið út í og blandið vel við.
  8. Bragðbætið að lok­um með vanillu.
  9. Setjið síðan út í hræri­vél­ar­skál með písk og þeytið upp þar til bland­an hætt­ir að leka og held­ur sér.

Sam­setn­ing

  1. Þegar bæði kök­urn­ar og smjörkremið er til­búið er ekk­ert annað eft­ir en að setja þær sam­an.
  2. Þóreyju finnst best að nota sprautu­poka og setja ein­hvern flott­an sprautu­stút í pok­ann. Sprautið síðan á miðja mömm­u­kök­una og lokið henni með ann­arri köku.
  3. Kök­urn­ar eru best­ar þegar þær eru bún­ar að vera eina nótt í kæli, kök­urn­ar geym­ast líka best í kæli.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert