„Er í samúðarbindindi af því konan mín er ólétt“

Snorri Másson oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og kettlingurinn Dóra …
Snorri Másson oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og kettlingurinn Dóra Júlía sem fær sér reglulega vatn úr eldhúskrananum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snorri Más­son blaðamaður, rit­höf­und­ur og odd­viti Miðflokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður ljóstr­ar upp skemmti­leg­um staðreynd­um um mat­ar­venj­ur sín­ar að þessu sinni.

Snorri er mik­ill kaffiaðdá­andi og seg­ist kunna að laga gott kaffi en ekki að elda. Hann kann þó að njóta góðs mat­ar og bæt­ir við að eig­in­kona hans, Nadine Guðrún Yag­hi, sé afar góð í mat­ar­gerðinni.

Mikl­ar ann­ir hafa verið hjá Snorra síðustu daga og vik­ur svo hann hef­ur ekki náð að halda í sín­ar föstu mat­ar­venj­ur.

„Ástríða mín fyr­ir mat hef­ur legið í lág­inni á und­an­förn­um vik­um enda vill það víst brenna við í kosn­inga­bar­áttu að nær­ing mæt­ir af­gangi hjá fólki og ef hún kemst að stenst hún ekki ýtr­ustu gæðakröf­ur. Ég borða bara eitt­hvað þegar ég man eft­ir því – það er svo mikið að gera,“ seg­ir Snorri sposk­ur á svip. 

Kettlingurinn Dóra Júlía fær sér vatn úr eldhúskranunum.
Kett­ling­ur­inn Dóra Júlía fær sér vatn úr eld­hús­kr­an­un­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ástríðan bein­ist að nýrri kaffi­vél

„Mín ástríða í mat­artengd­um efn­um núna bein­ist hins veg­ar al­mennt að nýrri kaffi­vél minni sem við feng­um í brúðkaups­gjöf í sum­ar. Ég átti mér draum sem ung­ling­ur að verða kaffi­b­arþjónn en fékk aldrei vinnu. Núna læt ég gaml­an draum ræt­ast og menn eru al­mennt ánægðir með frammistöðuna. Þetta er mik­il list,“ seg­ir Snorri og bros­ir.

Snorri hefur mikið dálæti af nýju kaffivélinni sem þau hjónin …
Snorri hef­ur mikið dá­læti af nýju kaffi­vél­inni sem þau hjón­in fengu í brúðar­gjöf í sum­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Snorri gaf sér tíma til að svara nokkr­um lauflétt­um spurn­ing­um í tengsl­um við mat­ar­venj­ur sín­ar og ást á mat þó að kjör­dag­ur nálg­ist óðfluga. Ein­ung­is einn dag­ur er til kosn­inga en kjör­dag­ur er á morg­un, laug­ar­dag 30. nóv­em­ber.

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Fullt af steikt­um eggj­um, þegar allt er eðli­legt. En þessa dag­ana dett ég stund­um í beyglu með kanil, rús­ín­um og smjöri. Reynd­ar líka hafra­graut­ur og gef yngsta strákn­um mín­um með.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Hleðsla og eld­staf­ir er eitt­hvað sem ég gríp reglu­lega í.“

Mik­il­vægt að borða góðan mat með góðum vin­um

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Ef það er mikið að gera finnst mér ekk­ert heil­agt að það þurfi að vera heit­ur rétt­ur á af­mörkuðum mat­ar­tíma. En það get­ur verið mik­il­vægt að borða góðan mat með góðum fé­lög­um.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Sóda­vatn, smjör, egg, maj­ónes og ost.“

Upp­á­halds­grill­mat­ur­inn þinn?

„Lambakór­ón­ur.“

Hvað viltu á pítsuna þína?

„Helst kjötálegg; pepp­eróní, skinku, bei­kon. Kon­an mín er aðeins fágaðri, þannig að pepp­eróní, rjóma­ost­ur og eitt­hvað græn­meti verður venju­lega fyr­ir val­inu.“

Færð þú þér pylsu með öllu?

„Auðvitað! Tví­hleypa get­ur líka átt vel við.“

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á, hvert ferðu?

„Ég prófaði ný­lega staðinn OTO og var mjög hrif­inn. Fön­ix á Höfða er líka mikið tek­inn í fjöl­skyld­unni.“

Er ein­hver veit­ingastaður úti í heimi sem er á list­an­um yfir þá staði sem þú verður að heim­sækja, sem er á „bucket-list­an­um“?

„Ég held að ég hafi aldrei farið á Michel­in-veit­ingastað. Þyrfti að taka góðan þannig í Þýskalandi eða á Ítal­íu.“

Hef­ur mat­ar­ást á konu sinni

Upp­á­haldskokk­ur­inn þinn?

„Kon­an mín. Það er ótrú­legt hvernig hún fer að í eld­hús­inu og eig­in­lega sama hverju hún kem­ur ná­lægt, þá kem­ur ein­hver veisla út. Fjöl­marg­ir hafa á henni sér­staka mat­ar­ást og ég hef það auðvitað og svo líka al­menna ást.“

Upp­á­halds­drykk­ur­inn þinn?

„Það er ekki til fyr­ir­mynd­ar, en hvít­ur Mon­ster get­ur dimmu í dags­ljós breytt. Í víni er ég hrif­inn af freyðivíni og auðvitað bjór. Ég er samt í samúðarbind­indi ein­mitt núna af því að kon­an mín er ólétt.“

Ertu góður kokk­ur?

„Nei, ég kann ekki að elda en hafði það alltaf á stefnu­skránni með hækk­andi aldri. Svo kynnt­ist ég kon­unni minni og það er bara ekki rök­rétt að ég reyni fyr­ir mér í eld­hús­inu eins og hún er góð í þessu. Eina lausn­in væri að hún skildi við mig af því að ég kann ekki að elda en þá þyrfti ég nátt­úru­lega að læra að elda og þá væri for­send­an fyr­ir skilnaðinum brost­in. Þannig að þetta er pattstaða.“

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert