Heitt súkkulaði og jólafílingur hjá súkkulaðigerðinni

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður er kominn í jólaskap og búinn að …
Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður er kominn í jólaskap og búinn að fullkomna heita súkkulaðið fyrir Omnom. Hann er líka búinn að baka sörurnar á jólaísinn. Samsett mynd

Aðvent­an nálg­ast óðum en fyrsti í aðventu er á sunnu­dag­inn, 1. des­em­ber næst­kom­andi og það er óhætt að segja að starfs­fólk Omnom sé komið í blúss­andi jólafíl­ing.

„Við erum að spá í jól­un­um all­an árs­ins hring þannig við erum alltaf í jóla­skapi,“ seg­ir Kjart­an Gísla­son súkkulaðigerðarmaður og hlær en hann er mikið jóla­barn.

„Árlegi jólaís­inn okk­ar er kom­inn út, ís­rétt­ur­inn er sann­kallaður óður til drottn­ing­ar jól­anna, Sör­unn­ar, enda fátt jóla­legra en góð Sara yfir hátíðirn­ar,“ seg­ir Kjart­an. Í rétt­in­um er einnig súkkulaði-manda­rínusósa og kara­melliseraðar hesli­hent­ur í mokkasúkkulaði. „Þessi ís hef­ur slegið í gegn og við höf­um heyrt af fólki sem býður í eft­ir­vænt­ingu eft­ir hon­um all­an árs­ins hring.“

Upp­skrift­ina að sör­un­um hans Kjart­ans má sjá hér. 

Heitt jólasúkkulaði

Omnom hef­ur einnig hafið sölu á heitu súkkulaði í versl­un sinni. „Við erum súkkulaðigerð, það væri skrýtið að bjóða ekki upp á heitt súkkulaði,“ seg­ir Kjart­an bros­andi.

Heita súkkulaðið er búið til á staðnum úr dökku upp­runasúkkulaði ásamt þeytt­um rjómatopp og rifnu súkkulaði.

„Heita súkkulaðið er full­komið í kuld­an­um. Við mæl­um að sjálf­sögðu með að fólk geri sér ferð út á Granda, hér er mikið af afþrey­ingu og skemmti­leg­um búðum í kring og kíki svo í huggu­leg­heit og heitt súkkulaði hjá Omnom,“ seg­ir hann og held­ur áfram: „Við erum með glæsi­legt gjafa­úr­val og verðum með girni­legt súkkulaðitil­boð um helg­ina í til­efni af svört­um föstu­degi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert