Vissir þú að matarlím skiptist í þrjá flokka?

Matarlími er skipt í þrjá flokka: gull, silfur og brons.
Matarlími er skipt í þrjá flokka: gull, silfur og brons. Unsplash/Curated Lifestyle

Eft­ir­rétta­drottn­ing­in, Ólöf Ólafs­dótt­ir, konditor og fyrr­ver­andi meðlim­ur ís­lenska kokka­landsliðsins, held­ur áfram að gefa les­end­um góð bakst­urs­ráð. Ráðin henn­ar Ólaf­ar munu nýt­ast núna þegar aðvent­an geng­ur í garð og hátíðarrétt­irn­ir verða fram­reidd­ir.

Eitt af því sem marg­ir þora vart að nota er mat­ar­lím en mat­ar­lím er mjög oft notað í eft­ir­rétta­gerð.

Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottning Íslands gefur lesendum góð húsráð.
Ólöf Ólafs­dótt­ir eft­ir­rétta­drottn­ing Íslands gef­ur les­end­um góð hús­ráð. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Marg­ar upp­skrift­ir byggðar upp með mat­ar­lími

„Mat­ar­lím get­ur verið mik­il­vægt þegar kem­ur að bakstri, enda marg­ar upp­skrift­ir sem eru byggðar upp með mat­ar­lími, eins og súkkulaðimús, hlaup og ís svo dæmi séu nefnd.

Mat­ar­lími er skipt í þrjá flokka: gull, silf­ur og brons. Gull er ná­kvæm­ast og gef­ur mús­inni silkimjúka áferð en brons hins veg­ar er bragðmikið og stíft í sér. Ég mæli alltaf með að nota gull í allt eða í versta falli silf­ur.

Í mat­ar­lím­inu er gelat­ín sem er prótein unnið úr kolla­geni sem finnst í band­vefj­um dýra og er því skipt í þrjá flokka: gull, silf­ur og brons.

Þegar talað er um að leggja mat­ar­lím í bleyti er mik­il­vægt að hafa ískalt vatn, lyk­il­atriði er einnig að kreista það þegar að við setj­um það í upp­skrift­ina þannig að um­fram vatnið leki af því,“ seg­ir Ólöf og bæt­ir við að það sé ein­fald­ara að vinna með mat­ar­lím en marg­ur held­ur. Æfing­in skapi meist­ar­ann og eng­inn eigi að vera óhrædd­ur við að prófa.

Hægt er að fylgj­ast með Ólöfu í eld­hús­inu á In­sta­gram-síðunni henn­ar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert