Dýrðlegt möndlu- og döðlujólatré fyrir sælkeraunnendur

Möndlu- og döðlujólatrésmolarnir hennar Jönu eiga klárlega eftir að slá …
Möndlu- og döðlujólatrésmolarnir hennar Jönu eiga klárlega eftir að slá í gegn. Samsett mynd

Kristjana Stein­gríms­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Jana heil­su­markþjálfi, galdraði fram þessa dá­sam­legu, fal­legu og ljúf­fengu mola með jólaívafi á dög­un­um. Þeir eru skemmti­lega „krönsí“ og nær­ing­ar­rík­ir. Fylgj­end­ur henn­ar ætluðu hrein­lega að missa sig yfir þess­ari dýrð þegar hún birti mynd­bandið af þeim á story á In­sta­gramsíðu sinni. Þetta er full­komið fyr­ir nartið á aðvent­unni.

Möndlu- og döðlujólatré sem gleðja bragðlaukana.
Möndlu- og döðlujóla­tré sem gleðja bragðlauk­ana. Ljós­mynd/​Jana

Dýrðlegt möndlu- og döðlujólatré fyrir sælkeraunnendur

Vista Prenta

Möndlu- og döðlujóla­tré

  • 1 bolli möndl­ur
  • 1 bolli döðlur
  • 1-2 msk. vatn
  • ½ tsk. Allra handa krydd
  • ½ tsk. kanill
  • ¼ tsk. salt
  • Nokkr­ar korn­fleks­flög­ur
  • 150 g dökkt gæðasúkkulaði
  • 1 msk. kó­kosol­ía
  • Smá kó­kos­mjöl til að skrauta með

Aðferð:

  1. Blandið möndl­um, döðlum, kryddi og smá vatni sam­an í mat­vinnslu­vél.
  2. Kveikið og fáið þessa blöndu til að klístr­ast vel sam­an.
  3. Þið gætuð þurft að bæta við aðeins meira af vatni, það fer eft­ir döðlun­um.
  4. Mótið nokk­urs kon­ar keil­ur úr deig­inu.
  5. Stingið korn­fleks­flög­um í keil­urn­ar og frystið meðan þið bræðið súkkulaðið og kó­kosol­í­una sam­an.
  6. Dreifið brædda súkkulaðinu eða dýfið þeim ofan í súkkulaðið og stráið smá kó­kos­mjöli yfir.
  7. Frystið.
  8. Gott að taka úr fryst­in­um rétt áður en bera á dýrðina fram.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert