Dýrðlegt möndlu- og döðlujólatré fyrir sælkeraunnendur

Möndlu- og döðlujólatrésmolarnir hennar Jönu eiga klárlega eftir að slá …
Möndlu- og döðlujólatrésmolarnir hennar Jönu eiga klárlega eftir að slá í gegn. Samsett mynd

Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt sem Jana heilsumarkþjálfi, galdraði fram þessa dásamlegu, fallegu og ljúffengu mola með jólaívafi á dögunum. Þeir eru skemmtilega „krönsí“ og næringarríkir. Fylgjendur hennar ætluðu hreinlega að missa sig yfir þessari dýrð þegar hún birti myndbandið af þeim á story á Instagramsíðu sinni. Þetta er fullkomið fyrir nartið á aðventunni.

Möndlu- og döðlujólatré sem gleðja bragðlaukana.
Möndlu- og döðlujólatré sem gleðja bragðlaukana. Ljósmynd/Jana

Möndlu- og döðlujólatré

  • 1 bolli möndlur
  • 1 bolli döðlur
  • 1-2 msk. vatn
  • ½ tsk. Allra handa krydd
  • ½ tsk. kanill
  • ¼ tsk. salt
  • Nokkrar kornfleksflögur
  • 150 g dökkt gæðasúkkulaði
  • 1 msk. kókosolía
  • Smá kókosmjöl til að skrauta með

Aðferð:

  1. Blandið möndlum, döðlum, kryddi og smá vatni saman í matvinnsluvél.
  2. Kveikið og fáið þessa blöndu til að klístrast vel saman.
  3. Þið gætuð þurft að bæta við aðeins meira af vatni, það fer eftir döðlunum.
  4. Mótið nokkurs konar keilur úr deiginu.
  5. Stingið kornfleksflögum í keilurnar og frystið meðan þið bræðið súkkulaðið og kókosolíuna saman.
  6. Dreifið brædda súkkulaðinu eða dýfið þeim ofan í súkkulaðið og stráið smá kókosmjöli yfir.
  7. Frystið.
  8. Gott að taka úr frystinum rétt áður en bera á dýrðina fram.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert