Sörurnar hans Finns fanga bæði augu og munn

Finnur Prigge þróaði uppskriftina sína að sörunum sjálfur þegar hann …
Finnur Prigge þróaði uppskriftina sína að sörunum sjálfur þegar hann var unglingur. Samsett mynd

Finn­ur Prigge, ungi bak­ar­inn knái og meðlim­ur í bak­ara­landsliði Íslands, á heiður­inn af upp­skrift­inni fyr­ir helgar­bakst­ur­inn. Hann er ein­stak­lega hæfi­leika­rík­ur bak­ari og er iðinn við að þróa upp­skrift­ir frá bernsku­ár­un­um og/​eða sem eiga sér sögu með stór­feng­legri út­komu.

Þar sem aðvent­an er hand­an við hornið býður Finn­ur les­end­um upp á dá­sam­lega upp­skrift að sör­um sem eiga eft­ir að fanga bæði augu og munn.

Sörurnar hans er guðdómlega ljúffengar og mikið augnakonfekt.
Sör­urn­ar hans er guðdóm­lega ljúf­feng­ar og mikið augna­kon­fekt. Ljós­mynd/​Finn­ur Prigge

„Þessa upp­skrift þróaði ég í 10. bekk og hef gert þær öll jól síðan. Ég hef pakkað þeim fal­lega inn í jóla­bún­ing og gefið vin­um og vanda­mönn­um fyr­ir hátíðirn­ar. Það hef­ur ávallt slegið í gegn þar sem ég nota ein­göngu besta hrá­efni sem ég hef aðgang að. Til að mynda nota ég ávallt espressoskot en ekki in­st­ant kaffi og svo þar sem súkkulaðibragðið á að vera mjög ríkj­andi nota ég alltaf Cal­lebaut-súkkulaði frá Belg­íu sem fæst í Hag­kaup. Bragðið ger­ir gæfumun­inn,“ seg­ir Finn­ur og bros­ir.

Sjáið hand­bragðið hans Finns hér fyr­ir neðan:

 

Fullkomin stærð á söru.
Full­kom­in stærð á söru. Ljós­mynd/​Finn­ur Prigge

Sörurnar hans Finns fanga bæði augu og munn

Vista Prenta

Sör­ur úr belg­ísku súkkulaði

Botn­ar

  • 4 eggja­hvít­ur
  • 240 g flór­syk­ur
  • 250 g möndl­umjöl

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C hita.
  2. Stífþeytið eggja­hvít­ur og blandið á meðan flór­sykri og möndl­umjöli í sér skál.
  3. Blandið þeyttu eggja­hvít­un­um sam­an við í nokkr­um hlut­um með sleikju og passið að hræra ekki allt loftið úr deig­inu.
  4. Sprautið með sprautu­poka 2-3 cm dopp­ur á smjörpapp­ír og bakið í um það bil 10 mín­út­ur.

Dökk­ur súkkulaðig­an­ash

  • 75 g rjómi
  • 150 g Cal­lebaut-súkkulaði

Aðferð:

  1. Setjið rjóma í pott og hitið að suðu.
  2. Blandið súkkulaðinu við og setjið til hliðar.

Krem

  • 200 g flór­syk­ur
  • 4 eggj­ar­auður
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 30 g síróp, hitað í ör­bylgju­ofni
  • 300 g mjúkt smjör
  • 1 espresso skot (kalt)
  • 225 g dökk­ur súkkulaðig­an­ash

Aðferð:

  1. Þeytið sam­an eggj­ar­auður og flór­syk­ur þar til bland­an verður létt og ljós.
  2. Setjið síróp, vanillu­dropa út í og svo smjörið í nokkr­um hlut­um.
  3. Setjið dökka súkkulaðig­an­ashinn út í og blandið vel sam­an
  4. Loks hellið þið espressoskot­inu út í á miðlungs­hraða og blandið sam­an þar til áferðin verður létt og fal­leg.

Hjúp­ur

  • 300 g Cal­lebaut-súkkulaði
  • 50 g kakós­mjör

Sam­setn­ing:

  1. Snúið botn­un­um við og sprautið eða smyrjið kremi á þá.
  2. Setjið í kæli yfir nótt.
  3. Temprið súkkulaði og kakós­mjör eins og stend­ur á súkkulaðipakkn­ing­unni.
  4. Dýfið sör­un­um í súkkulaðið þannig að súkkulaðið hjúpi kremið og kyssi botn­inn.
  5. Frystið og geymið þar fyr­ir notk­un.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert