„Eftirréttirnir eru mín deild, þar á ég heima“

Jóhanna Húnfjörð framreiðslumaður og matgæðingur með meiru býður upp á …
Jóhanna Húnfjörð framreiðslumaður og matgæðingur með meiru býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jó­hanna Hún­fjörð fram­reiðslumaður og mat­gæðing­ur með meiru á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni. Hún hef­ur mik­inn áhuga á mat og góðu víni. Þegar mat­ur og vín eru ann­ars veg­ar finnst Jó­hönnu mik­il­vægt að velja réttu drykk­ina með máltíðum sem born­ar eru fram.

Jó­hanna er einn af nýj­um eig­end­um Kampa­víns­fjelags­ins og co ásamt manni sín­um, Styrmi Bjarka Smára­syni og Hrefnu Rósu Sætr­an, sem einnig eru eig­end­ur að Fisk­markaðinum og UPPI bar. Jó­hanna held­ur utan um dag­leg­an rekst­ur Kampa­víns­fjelags­ins en það var áður í eigu Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar.

Kampa­víns­fjelagið flyt­ur inn kampa­vín frá nokkr­um af þekkt­ustu kampa­víns­hús­um heims og hágæða vín frá framúrsk­ar­andi vín­gerðarmönn­um frá Frakklandi, Ítal­íu, Þýskalandi og Aust­ur­ríki. Fjelagið held­ur einnig úti kampa­víns­klúbbi sem notið hef­ur mik­illa vin­sælda sein­ustu fjög­ur ár og þar fá meðlim­ir að kynn­ast framúrsk­ar­andi vín­fram­leiðend­um svo fátt sé nefnt,“ seg­ir Jó­hanna og er afar spennt fyr­ir kom­andi tím­um hjá fjelag­inu.

Ekki mik­ill tími fyr­ir flókna elda­mennsku

Jó­hanna hef­ur unnið á veit­inga­stöðum síðastliðin tíu ár og því er áhug­inn fyr­ir góðum mat og víni mik­ill.

„Í dag er ekki alltaf mik­ill tími fyr­ir flókna elda­mennsku með tvö ung börn á heim­il­inu, en þau eru tveggja og fjög­urra ára göm­ul. Það er nóg af verk­efn­um að tak­ast á við og oft þarf að sinna rekstr­in­um utan hefðbund­ins vinnu­tíma. 

Hins veg­ar er ég mun hrifn­ari af því að baka en elda og maður­inn minn sér mest­megn­is um elda­mennsk­una þó að ég hafi mikl­ar skoðanir á því hvað hann á að elda. En eft­ir­rétt­irn­ir eru mín deild, þar á ég heima enda alin upp við mik­inn bakst­ur og hálf fjöl­skylda mín eru bak­ar­ar.“

Jó­hanna setti sam­an drauma­vikumat­seðil­inn sinn fyr­ir les­end­ur sem pass­ar vel fyr­ir fyrstu vik­una í des­em­ber.

Mánu­dag­ur – Grilluð stór­lúða

„Mánu­dag­ar eru full­komn­ir fiski­dag­ar og þetta er týpísk upp­skrift sem maður­inn minn myndi elda fyr­ir okk­ur.“

Þriðju­dag­ar – Tóm­atsúpa með chili-flög­um

„Mér finnst full­komið að hafa súpu á þriðju­dög­um þar sem þá eru börn­in á æf­ing­um og hægt að hafa hana til­búna þegar við lend­um heima og ég er veik fyr­ir góðum tóm­atsúp­um.“

Miðviku­dag­ur – Mar­okkósk­ar kjöt­boll­ur

„Kjöt­boll­ur geta aldrei klikkað á barna­heim­ili og þess­ar eru fyr­ir alla.“

Fimmtu­dag­ur – Spaghettí til­búið á 10 mín­út­um

„Spaghetti er í miklu upp­á­haldi hjá mér og eldri syni mín­um og það er vand­ræðal­ega oft á boðstól­um á okk­ar heim­ili.“

Föstu­dag­ur – Hrein­dýra­lund­ir með svepp­um og furu­hnet­um

„Stund­um finnst okk­ur líka voða kósí að gefa börn­um eitt­hvað ein­falt og þegar all­ir eru sofnaðir eld­um við fyr­ir okk­ur og þetta er full­kom­in máltíð fyr­ir kvöld­stefnu­mót með flösku af Bi­ondi Santi Rosso.“

Laug­ar­dag­ur – Lamba­koft­ast og meðlæti

„Helgarn­ar eru líka full­komn­ar fyr­ir grill­mat og veður skipt­ir engu máli sam­kvæmt mann­in­um mín­um þegar kem­ur að því að grilla en góð vín­flaska verður hins veg­ar að vera með.“

Sunnu­dag­ur – Lamba­læri á klass­íska mát­ann

„Ég elska að hafa lamba­læri á sunnu­dög­um þar sem ég þekki það úr sveit­inni frá því ég var barn og hef ávallt viljað halda í þá hefð fyr­ir mín börn þó ég geri það alls ekki alla sunnu­daga.“

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert