Hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum

Hátíðarísinn hennar Völlu Gröndal lítur vel út.
Hátíðarísinn hennar Völlu Gröndal lítur vel út. Ljósmynd/Valla Gröndal

Það er hefð á mörg­um heim­il­um að út­búa ís fyr­ir jól­in. Marg­ir halda sig við sömu upp­skrift­ina sem hef­ur gengið í erfðir kyn­slóðanna á milli en aðrir vilja prófa eitt­hvað nýtt á hverju ári.

Val­gerður Gréta Grön­dal, alla jafna kölluð Valla, er ein þeirra sem til­heyr­ir síðari hópn­um en henni finnst gam­an að prófa nýj­ar upp­skrift­ir og hef­ur sjaldn­ast það sama í jóla­mat­inn.

„Mér finnst samt mik­il­vægt að eft­ir­rétt­ur­inn henti öll­um á heim­il­inu og þessi ís er til­val­inn fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Hann er ótrú­lega létt­ur í sér og pip­ar­kök­urn­ar og hvítt súkkulaðið pass­ar sér­stak­lega vel sam­an. Aðferðin við ís­gerðina ger­ir það að verk­um að hann er eins létt­ur í sér og raun ber vitni. Ég nota nefni­lega eggja­hvít­urn­ar líka en ég stífþeyti þær og blanda þeim svo var­lega sam­an við ís­blönd­una,“ seg­ir Valla sem er kom­in í jóla­skap.

Hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum

Vista Prenta

Hátíðarís með hvítu súkkulaði og pip­ar­kök­um

  • 3 egg, aðskil­in
  • 50 g syk­ur
  • 100 g hvítt súkkulaði
  • 300 g rjómi
  • 150 g muld­ar pip­ar­kök­ur

Aðferð:

  1. Aðskiljið egg­in, setjið rauðurn­ar í skál ásamt sykri. Setjið hvít­urn­ar í aðra.
  2. Bræðið hvíta súkkulaðið í vatnsbaði.
  3. Takið af hit­an­um um leið og það er bráðið og látið mesta hit­ann rjúka úr.
  4. Hvítt súkkulaði bráðnar við væg­an hita svo var­ist sé að hafa of heitt und­ir.
  5. Þeytið egg­in og rauðurn­ar mjög vel eða þar til mjög létt og ljóst.
  6. Stífþeytið þá rjómann í einni skál og þeytið hvít­urn­ar í ann­arri þar til þær eru orðnar al­veg stíf­ar og hægt að hvolfa skál­inni án þess að þær leki úr.
  7. Blandið hvíta súkkulaðinu við rauðurn­ar með sleikju.
  8. Blandið þá rjóm­an­um sam­an við með sleikj­unni.
  9. Blandið því næst þeyttu eggja­hvít­un­um var­lega sam­an við.
  10. Myljið pip­ar­kök­urn­ar, ég setti þær í renni­lása­poka og rúllaði yfir með köku­kefli. Gott er að hafa stærri bita með.
  11. Blandið pip­ar­kök­un­um sam­an við að síðustu með sleikj­unni. Setjið ís­inn í litl­ar skál­ar eða eitt stórt form og frystið í að minnsta kosti 12 klukku­stund­ir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert