Heitt aðventusúkkulaði sem rífur í

Ljúft að njóta þess að drekka heitt aðventusúkkulaði inni í …
Ljúft að njóta þess að drekka heitt aðventusúkkulaði inni í hlýjunni. Ljósmynd/Kjartan Gíslason

Aðvent­an er mætt í öll­um sín­um skrúða og snjór­inn er á leiðinni, með til­heyr­andi gleði. Nú eru marg­ir byrjaðir á jóla­bakstr­in­um og kran­sa­gerð svo fátt eitt sé nefnt.

Eitt af því sem er ómiss­andi á aðvent­unni er heitt súkkulaði, sér­stak­lega þegar vet­ur­kon­ung­ur læt­ur að sér kveða.

Kjart­an Gísla­son súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom þróaði sína eig­in upp­skrift að heitu súkkulaði sem kitl­ar bragðlauk­ana. Heita súkkulaðið sem Kjart­an og teymið hans hjá Omnom bjóða upp á ber heitið Heitt aðvent­usúkkulaði.

Heitt aðventusúkkulaði sem rífur í

Vista Prenta

Heitt aðvent­usúkkulaði

  • 250 g mjólk að eig­in vali
  • 30 g súkkulaði, Nicaragua 73% eða Cara­mel (hálf súkkulaðiplata)

Meðlæti og til skrauts ef vill

  • Þeytt­ur rjómi eft­ir smekk
  • Rífið súkkulaði eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið mjólk, að eig­in vali, var­lega að suðu.
  2. Saxið súkkulaðið fínt og setjið í bland­ara.
  3. Hellið heitri mjólk yfir og leyfið að standa í um það bil 20 sek­únd­ur.
  4. Blandið sam­an í bland­ara í 10 sek­únd­ur.
  5. Einnig er hægt að búa til súkkulaðið í potti.
  6. Berið fram með þeytt­um rjóma og rífið súkkulaði yfir eft­ir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert