Heitt aðventusúkkulaði sem rífur í

Ljúft að njóta þess að drekka heitt aðventusúkkulaði inni í …
Ljúft að njóta þess að drekka heitt aðventusúkkulaði inni í hlýjunni. Ljósmynd/Kjartan Gíslason

Aðventan er mætt í öllum sínum skrúða og snjórinn er á leiðinni, með tilheyrandi gleði. Nú eru margir byrjaðir á jólabakstrinum og kransagerð svo fátt eitt sé nefnt.

Eitt af því sem er ómissandi á aðventunni er heitt súkkulaði, sérstaklega þegar veturkonungur lætur að sér kveða.

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom þróaði sína eigin uppskrift að heitu súkkulaði sem kitlar bragðlaukana. Heita súkkulaðið sem Kjartan og teymið hans hjá Omnom bjóða upp á ber heitið Heitt aðventusúkkulaði.

Heitt aðventusúkkulaði

  • 250 g mjólk að eigin vali
  • 30 g súkkulaði, Nicaragua 73% eða Caramel (hálf súkkulaðiplata)

Meðlæti og til skrauts ef vill

  • Þeyttur rjómi eftir smekk
  • Rífið súkkulaði eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið mjólk, að eigin vali, varlega að suðu.
  2. Saxið súkkulaðið fínt og setjið í blandara.
  3. Hellið heitri mjólk yfir og leyfið að standa í um það bil 20 sekúndur.
  4. Blandið saman í blandara í 10 sekúndur.
  5. Einnig er hægt að búa til súkkulaðið í potti.
  6. Berið fram með þeyttum rjóma og rífið súkkulaði yfir eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert