Áhrifavaldar mættu í frumsýningarteiti Nettó

Andrea Ósk og Rakel Jana hjá Undirmannaðar podcast.
Andrea Ósk og Rakel Jana hjá Undirmannaðar podcast. Ljósmynd/Aðsend

Það var hátíðleg stemning í Minigarðinum þegar Nettó frumsýndi jólaauglýsinguna sína rétt fyrir aðventuna að því segir í tilkynningu.

Jólaauglýsingin í ár dregur innblástur sinn frá jólum barnanna og fjallar um ungan dreng sem skrifar bréf til jólasveinanna og bíður spenntur eftir því að sjá þá koma hvern af öðrum til byggða. Móðir drengsins fylgist með úr fjarlægð og eru sögulok ef til vill önnur en áhorfendur bjuggust við í upphafi. Auglýsingunni var gífurlega vel tekið og fangar hún á einstakan hátt hinn íslenska jólaanda.

Á sama tíma fengu gestir tækifæri til að kynnast gjafavörum frá breska bað- og húðvörumerkinu Baylis & Harding en merkið er gífurlega vinsælt í Bretlandi og tilvalið í jólapakkann.

Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri mannauðs og verslunarsviðs Samkaupa, Kristín Gunnarsdóttir …
Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri mannauðs og verslunarsviðs Samkaupa, Kristín Gunnarsdóttir rekstrastjóri Kjör, Kramb og Icelandbúða, Heiðar Róbert Birnusson, aðstoðar framkvæmdarstjóri mannauðs og verslunarsviðs Samkaupa og Patrik Þór Reynisson, sölu og markaðsfulltrúi Nettó. Ljósmynd/Aðsend

Áhrifavaldar létu sig ekki vanta

Boðið var upp á léttar veitingar og drykki í teitinu og skemmtu gestir sér vel. Þar voru mættir stjórnendur Samkaupa og EnnEmm sem framleiddu auglýsinguna, ásamt áhrifavöldum eins og Jönu heilsukokk og Andreu Ósk og Rakel Jönu sem stjórna Undirmannaðar podcast-þættinum.

Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó, kynnti auglýsinguna og gjafavörurnar fyrir gestum og segist þakklát fyrir þær frábæru viðtökur sem jólaauglýsingin hefur fengið.

 

Hafsteinn Hafsteinsson frá EnnEmm, Sigurður Hansen rekstrastjóri Nettó og Jón …
Hafsteinn Hafsteinsson frá EnnEmm, Sigurður Hansen rekstrastjóri Nettó og Jón Árnason frá EnnEmm. Ljósmynd/Aðsend
Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, heilsukokkur.
Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, heilsukokkur. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert