„Þjónusta getur breytt upplifun matargesta“

Gyða Dröfn Víðisdóttir er þjónn á veitingastaðnum OTO og mun …
Gyða Dröfn Víðisdóttir er þjónn á veitingastaðnum OTO og mun útskrifast sem framreiðslumaður í desember. Hún ætlar að töfra fram Mandarínu- og möndludraum í glas mbl.is/Karítas

Gyða Dröfn Víðis­dótt­ir, alla jafna kölluð Gyða, vinn­ur sem þjónn á veit­ingastaðnum OTO við Hverf­is­götu. Hún hef­ur starfað þar frá opn­un staðar­ins og er ekk­ert á leiðinni að hætta. Eins og frægt er orðið hef­ur staður­inn fengið góða um­sögn hjá stjörnu­kokkn­um Gor­don Ramsay og er í miklu upp­á­haldi hjá hon­um.

Gyða elsk­ar að vera þjónn og sinn­ir starf­inu af alúð. Á næstu dög­um er hún að út­skrif­ast sem fram­reiðslumaður en hún er ein­ung­is 21 árs göm­ul og er með stúd­ents­próf frá Verzl­un­ar­skóla Íslands. Hún er einnig með diplómu í hót­el- og veit­inga­stjórn­un frá Ces­ar Ritz og HR.

„Ég elska að vera þjónn, það er mik­il ástríða hjá mér fyr­ir þessu starfi. Það er svo margþætt og enda­laust af at­vinnu­mögu­leik­um út um all­an heim. Þú get­ur farið ýms­ar leiðir inn­an brans­ans, hvort sem það er kokteila­leiðin, vínþjónn eða jafn­vel bryti,“ seg­ir Gyða með bros á vör.

Til­vilj­un réð að hún fór í þjón­inn

Hef­ur þú ávallt haft áhuga á því að starfa sem þjónn?

„Eig­in­lega ekki, ég vissi hrein­lega ekki að þetta væri starfið sem myndi heilla mig upp úr skón­um. Ég hef ávallt haft mik­inn áhuga á þjón­ustu og sölu­mennsku og alltaf á þeim vett­vangi á einn eða ann­an hátt. En ég byrjaði ekki sem þjónn á veit­ingastað fyrr en ég hóf störf á OTO í apríl fyr­ir tveim­ur árum. Ég fór beint í Há­skól­ann í Reykja­vík, eft­ir Verzló, að læra hót­el- og veit­inga­stjórn­un. Þar kviknaði áhugi minn á veit­inga­geir­an­um, þá sér­stak­lega á víni og fram­reiðslu.

Það var svo eig­in­lega fyr­ir til­vilj­un að ég endaði á veit­ingastað. Ég var beðin um að taka auka­vakt á veit­ingastað niðri í bæ til að redda vin­konu minni. Ég endaði á því að vera ráðin á staðinn á þess­um nýja veit­ingastað sem var verið að fara að opna sem var OTO,“ seg­ir Gyða og hlær.

Á þess­um tíma­punkti hafði ég ekki stigið fæti inn á veit­ingastað, ekki nema sem gest­ur. Eft­ir þessa vakt hef ég ekki farið af gólf­inu og mun ekki koma til með að gera það, að minnsta kosti ekki í bráð.“

Eft­ir að hún byrjaði á OTO tók hún þá ákvörðun að mennta sig sem fram­reiðslumaður og mun út­skrif­ast núna í des­em­ber, síðan tek­ur hún sveins­prófið í janú­ar.

Að fá að vera part­ur af upp­lif­un fólks

Hvað er það sem heill­ar þig mest við starfið?

„Það sem heill­ar mig mest við starfið er hvað þjón­usta get­ur breytt upp­lif­un mat­ar­gesta. Ég elska sjálf góða þjón­ustu og fer mikið út að borða á hinum ýmsu stöðum. Það er skemmti­legt að upp­lifa eitt­hvað nýtt og reyna að gera hið sama fyr­ir aðra. Þjón­ust­an sem við veit­um á OTO er per­sónu­leg og skemmti­leg en á sama tíma fag­leg. Að fá að vera part­ur af upp­lif­un fólks er eitt­hvað sem ég elska. Ég lifi fyr­ir það að eiga fasta­gesti sem að knúsa mann eft­ir kvöldið. Fólk sem kem­ur og upp­lif­ir eitt­hvað nýtt og gjör­sam­lega fell­ur fyr­ir OTO,“ seg­ir Gyða meyr.

Aðspurð seg­ir Gyða það ekki endi­lega sköp­un að þjónn sé fag­lærður. „Að mínu mati skipt­ir það ekki endi­lega máli fyr­ir gest­inn. Ég þekki fullt af þjón­um sem að eru frá­bær­ir í sínu starfi en eru ekki fag­lærðir. Samt er skyn­sam­legt ef maður ætl­ar að vinna við þetta til fram­búðar að hafa mennt­un­ina sem er í raun ákveðin viður­kenn­ing fyr­ir viðkom­andi og at­vinnu­rek­and­ann. Síðan lær­ir maður líka mikið í nám­inu og kynn­ist nýj­um hlut­um sem dýpk­ar skiln­ing­inn á starf­inu. Hvort sem það er í HR eða í Hót­el- og mat­væla­skól­an­um.“

Hvernig mynd­ir þú lýsa starf­inu þínu á OTO?

„Starf mitt er mjög fjöl­breytt og skemmti­legt. Allt frá því að hjálpa til við að velja inn áhöld og borðbúnað á staðinn fyr­ir opn­un hans, hanna óá­feng­ar drykkjarpar­an­ir, hanna vín­seðil, búa til Kombucha eða OTO limoncelloið. Það eru al­gjör for­rétt­indi að sjá staðinn þró­ast áfram og fleiri verk­efni bæt­ast í reynslu­bank­ann.“

Mandarínu- og möndludraumurinn er fallegur í glasi.
Manda­rínu- og möndlu­draum­ur­inn er fal­leg­ur í glasi. mbl.is/​Karítas

Töfr­ar fram Manda­rínu- og möndlu­draum í til­efni jól­anna

Jól­in nálg­ast óðum og aðvent­an er geng­in í garð. OTO er kom­inn í jóla­bún­ing­inn og róm­an­tísk hátíðarstemn­ing svíf­ur yfir.

„Við erum svo sann­ar­lega kom­in í hátíðarskap og erum búin að skreyta staðinn. Jóla­seðill­inn er líka kom­inn í hús. Hann er klár­lega eitt­hvað sem að all­ir þurfa að smakka. Hann inni­held­ur alls kon­ar rétti sem eru bæði frum­leg­ir og ný­stár­leg­ir eins og dá­dýrið, humar­inn sem er fram­reidd­ur á skemmti­leg­an hátt og minn upp­á­halds­eft­ir­rétt­ur, Cioccolato al forno, svo eitt­hvað sé nefnt.“

Gyða kann að galdrana þegar bera skal fram fallegan drykk.
Gyða kann að galdr­ana þegar bera skal fram fal­leg­an drykk. mbl.is/​Karítas

Ertu mikið í kokteil­agerð?

„Ég er lítið í kokteil­agerð, að minnsta kosti í vinn­unni en er klár­lega sterk­ari í smökk­un­ar­deild­inni,“ seg­ir Gyða og hlær.

„Minn upp­á­haldskokteill er annaðhvort Negroni eða Ama­retto Sour. Ég út­bjó smá jól­at­vist á Ama­retto Sour með jóla­legu ívafi og vert er að svipta upp­skrift­inni af. Þetta er manda­rínu- og kanil Ama­retto Sour, ég er búin að nefna kokteil­inn og ber hann heitið Manda­rínu- og möndlu­draum­ur.

Jólalegur kokteill.
Jóla­leg­ur kokteill. mbl.is/​Karítas

„Þjónusta getur breytt upplifun matargesta“

Vista Prenta

Manda­rínu- og möndlu­draum­ur

  • 30 ml eggja­hvíta
  • 22,5 ml manda­rínus­íróp (sjá upp­skrift hér fyr­ir neðan)
  • 22,5 ml sítr­ónusafi
  • 45 ml Ama­retto
  • 15 ml Fireball
  • Klaki eft­ir þörf­um

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hrista eggja­hvít­una vel með eng­um klaka í kokteil­hrist­ara.
  2. Set­ur rest­ina af hrá­efn­un­um ofan í og hrist­ir með klaka.
  3. Veljið síðan viðeig­andi glas og setjið 2-3 klaka (fer eft­ir stærð), síið blönd­una í gegn­um kokteila­sigti og sigtið í glasið.
  4. Toppið með manda­rínu­börk og rífið kanil yfir.
  5. Berið fal­lega fram og njótið.

Manda­rínus­íróp

  • 100 g manda­rínusafi
  • 100 g syk­ur

Aðferð:

  1. Skerið manda­rín­ur til helm­inga og djúsið þær í djús­vél eða sítru­spressu.
  2. Síið allt ald­in­kjöt úr saf­an­um.
  3. Blandið sykri við og hrærið þar til syk­ur­inn leys­ist upp.
  4. Hægt að setja í lokaðan dall og hrista sam­an.
  5. Einnig er hægt að sjóða í potti en þá er hætta á að manda­rín­an verði ekki jafn fersk.
  6. Geymið í lokuðu íláti.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert