Í áraraðir hafa Quality Street konfektmolarnir, einnig þekktir sem Mackintosh, verið ómissandi á mörgum heimilum yfir jólin og áramótin. Á verbúðarárunum var þetta aðaljólasælgætið og margir skreyttu með þessum molum með ýmiss konar hætti.
Það má því segja að hinar einkennandi dósir og litríku molar hafi verið í uppáhaldi hjá ungum sem öldnum í áratugi. Ilmurinn af nýopnaðri dós og minningarnar um að leita að uppáhalds Quality Street molunum eru töfrandi stund.
Molarnir eru nú mættir aftur til byggða fyrir jólahátíðirnar ásamt þremur nýjungum frá framleiðandanum.
„Það kannast allir við að eiga sinn uppáhaldsmola frá Quality Street, og ef þinn er fjólublái molinn eða gylltu karamellurnar þá er tími til að fagna,“ segir Hildur Soffía Vignisdóttir vörumerkjastjóri hjá Danól.
„Fjólublái molinn hefur verið einn vinsælasti molinn frá Quality Street í áraraðir, með sitt einstaklega ljúffenga sambland af rjómakaramellu og heslihnetubitum sem eru hjúpaðir dásamlega mjúku mjólkursúkkulaði,“ segir Hildur.
Fjólublái molinn innihélt upprunalega brasilíuhnetu en henni var skipt út fyrir heslihnetu vegna skorts á brasilíuhnetum í seinni heimsstyrjöldinni. Þrátt fyrir nýja innihaldsefnið er molinn enn í laginu eins og brasilíuhneta í dag. Nú er hægt að fá þennan vinsæla mola í fallegri gjafaöskju sem býður upp á lúxusupplifun með stílhreinu útliti. Gjafakassinn inniheldur aðeins fjólubláu molana.
Byggt á vinsælu fjólubláu molunum, en nú í einni stórri súkkulaðiplötu.
„Þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja deila, eða þá sem vilja eiga eitthvað heima á helgarkvöldum. Með þessari vörulínu hefur Quality Street náð að færa klassíska molann á nýtt stig,“ bætir Hildur við eftir smakk.
Einnig er kominn nýr gjafapoki sem er sérstaklega hugsaður fyrir þá sem elska gylltu karamellumolana úr Quality Street dósinni. Gyllta úrvalið samanstendur af karamellufingrum, karamellupeningum, og fylltu karamellu molunum sem hver um sig sameinar mjúka áferð og karamellubragð.