Blinis með reyktum laxi og fersku dilli með hátíðlegu ívafi

Blinis með reyktum laxi og fersku dilli með jólalegu ívafi.
Blinis með reyktum laxi og fersku dilli með jólalegu ívafi. Ljósmynd/Aðsend

Á aðvent­unni er gam­an að bjóða upp á hátíðleg­ar og ljúf­feng­ar kræs­ing­ar. Telja má niður í jól­in með hátíðleg­um kræs­ing­um eins og til dæm­is blin­is með reykt­um laxi, pip­ar­rót og fersku dilli. Marg­ir eiga reykt­an lax eft­ir veiðisum­arið sem búið er að reykja og til­valið er að nota í þenn­an rétt. Síðan er líka hægt að kaupa reykt­an lax í mörg­um fisk- og mat­vöru­versl­un­um. Ferska dillið er dá­sam­lega gott með reykt­um laxi og pip­ar­róta­majónesi eða jafn­vel pip­ar­rót­ar­kremi.

Heiður­inn að þess­ari upp­skrift á teymið hjá Há­tækni sem er með VAXA græn­metið, sprett­urn­ar og kryd­d­jurtirn­ar. Í upp­skrift­inni er blin­is notað en líka er hægt að nota snittu­brauð, skera það í sneiðar og baka með ólífu­olíu í stað blin­is ef vill.

Að bera fram blinis með ljúffengum kræsingum eins og laxi …
Að bera fram blin­is með ljúf­feng­um kræs­ing­um eins og laxi og dilli er svo hátíðlegt. Ljós­mynd/​Aðsend

Blinis með reyktum laxi og fersku dilli með hátíðlegu ívafi

Vista Prenta

Blin­is með reykt­um laxi, pip­ar­rót og fersku dilli

10-15 blin­is

  • 200 g reykt­ur lax
  • 15 stk. blin­is
  • 1 krukka pip­ar­rót­armajónes frá Stonewall eða heima­lagað pip­ar­rót­ar­krem
  • 1 stk. pip­ar­rót
  • 1 pk. VAXA dill, ferskt

Aðferð:

  1. Skerið lax­inn í eins þunn­ar sneiðar og mögu­legt er.
  2. Saxið dillið smátt og hrærið út í pip­ar­rót­armajónesið.
  3. Geymið nokkra fal­lega dillstilka til skreyt­ing­ar.
  4. Setjið um það bil eina te­skeið af maj­ónes­inu á blin­is-kök­urn­ar eða snittu­brauðið.
  5. Leggið laxasneiðarn­ar ofan á. Gam­an er að leika sér smá með fram­setn­ingu og prófa sig áfram með að fá form og hæð í sneiðarn­ar.
  6. Skrælið pip­ar­rót­ina og notið fínt rif­járn til að rífa væn­an skammt yfir blin­is-kök­urn­ar.
  7. Skreytið með dilli.
  8. Berið fal­lega fram og njótið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert