Um jólahátíðirnar er um að gera að leyfa sér að njóta sætra bita. Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor er iðin að þróa uppskriftir að dýrðlegum kræsingum þar sem súkkulaði fær að njóta sín með yfirbragði jólanna.
Hún galdraði fram þessar ómótstæðilegu jólabollakökur með After Eight súkkulaðinu sem minnir marga á jólin.
„Jólabollakökurnar með After Eight sameina allt það besta, mjúka súkkulaðiköku, ferska piparmyntufyllingu og rjómakennt smjörkrem með klassíska After Eight-súkkulaðinu. Þær eru tilvaldar í kaffiboðið, veisluna eða einfaldlega þegar þú vilt gera daginn aðeins sætari. Uppskriftin er einföld í framkvæmd og hentar jafnt byrjendum sem vanari bakarameisturum,“ segir Guðrún Erla.
Guðrún vakti mikla athygli í fyrra þegar hún vann í keppninni Kaka ársins 2024 fyrir einstaklega fallega og bragðgóða köku. Hún elskar fátt meira en að töfra fram fagurlega skreyttar kræsingar sem fanga auga og munn.
„Mér finnst alltaf sérstaklega gaman að baka um jólahátíðirnar og leika mér að nota jólagóðgæti sem er í boði á þessum tíma árs. After Eight er ómissandi hluti af jólunum hjá mér, svo mér datt í hug að nota súkkulaðið í jólabaksturinn. Það er eitthvað við myntu- og súkkulaðibragðið sem fangar jólaskapið fullkomlega,” segir Guðrún Erla sem er farin að hlakka til jólanna.
Jólabollakökur með After Eight
Aðferð:
After Eight kremfylling
Aðferð:
Smjörkrem
Aðferð: