Dýrðlegar jólabollakökur með After Eight úr smiðju Guðrúnar Erlu

Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor elskar fátt meira en …
Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor elskar fátt meira en að baka fyrir hátíðirnar. Hún galdraði fram þessa jólabollakökur með After Eight súkkulaðinu sem minna á jólin. Samsett mynd/mbl.is/Karítas

Um jóla­hátíðirn­ar er um að gera að leyfa sér að njóta sætra bita. Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir bak­ari og konditor er iðin að þróa upp­skrift­ir að dýrðleg­um kræs­ing­um þar sem súkkulaði fær að njóta sín með yf­ir­bragði jól­anna.

Jólabollakökurnar hennar Guðrúnar Erlu koma með bragðið af jólunum.
Jóla­bolla­kök­urn­ar henn­ar Guðrún­ar Erlu koma með bragðið af jól­un­um. mbl.is/​Karítas

Hún galdraði fram þess­ar ómót­stæðilegu jóla­bolla­kök­ur með Af­ter Eig­ht súkkulaðinu sem minn­ir marga á jól­in.

„Jóla­bolla­kök­urn­ar með Af­ter Eig­ht sam­eina allt það besta, mjúka súkkulaðiköku, ferska pip­ar­myntu­fyll­ingu og rjóma­kennt smjörkrem með klass­íska Af­ter Eig­ht-súkkulaðinu. Þær eru til­vald­ar í kaffi­boðið, veisl­una eða ein­fald­lega þegar þú vilt gera dag­inn aðeins sæt­ari. Upp­skrift­in er ein­föld í fram­kvæmd og hent­ar jafnt byrj­end­um sem van­ari bak­ara­meist­ur­um,“ seg­ir Guðrún Erla.

Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor vann keppnina um Köku …
Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir bak­ari og konditor vann keppn­ina um Köku árs­ins í fyrra. mbl.is/​Karítas

Vann keppn­ina um Köku árs­ins í fyrra

Guðrún vakti mikla at­hygli í fyrra þegar hún vann í keppn­inni Kaka árs­ins 2024 fyr­ir ein­stak­lega fal­lega og bragðgóða köku. Hún elsk­ar fátt meira en að töfra fram fag­ur­lega skreytt­ar kræs­ing­ar sem fanga auga og munn.

„Mér finnst alltaf sér­stak­lega gam­an að baka um jóla­hátíðirn­ar og leika mér að nota jólagóðgæti sem er í boði á þess­um tíma árs. Af­ter Eig­ht er ómiss­andi hluti af jól­un­um hjá mér, svo mér datt í hug að nota súkkulaðið í jóla­bakst­ur­inn. Það er eitt­hvað við myntu- og súkkulaðibragðið sem fang­ar jóla­skapið full­kom­lega,” seg­ir Guðrún Erla sem er far­in að hlakka til jól­anna.

Fallegt að bera jólabollakökurnar fram á þriggjahæða diskaturni.
Fal­legt að bera jóla­bolla­kök­urn­ar fram á þriggja­hæða diskat­urni. mbl.is/​Karítas

Dýrðlegar jólabollakökur með After Eight úr smiðju Guðrúnar Erlu

Vista Prenta

Jóla­bolla­kök­ur með Af­ter Eig­ht

  • 3 boll­ar hveiti
  • 2 boll­ar syk­ur
  • 4 egg
  • 2 boll­ar AB-mjólk
  • 1 bolli olía
  • 6 msk. kakó
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • 2 tsk. vanillu­syk­ur

Aðferð:

  1. Hrærið öll­um hrá­efn­um vand­lega sam­an þar til deigið er slétt og jafnt.
  2. Skiptið deig­inu niður í bolla­köku­form og bakið við 180°C í 15 mín­út­ur.
  3. Látið kólna áður en fyll­ingu og kremi er bætt við.

Af­ter Eig­ht krem­fyll­ing

  • 150 g flór­syk­ur
  • 10 g vatn
  • 5 g pip­ar­myntu­drop­ar

Aðferð:

  1. Sigtið flór­syk­ur­inn í skál.
  2. Blandið vatni og pip­ar­myntu­drop­um sam­an við og hrærið þar til kremið er mjúkt. Ef kremið er of þunnt er hægt að bæta við meiri flór­sykri.
  3. Takið miðjuna úr bolla­kök­un­um með skeið, og fyllið gatið með krem­fyll­ing­unni.

Smjörkrem

  • 300 g flór­syk­ur
  • 300 g smjör
  • 40 g kakó
  • 60 g brætt Af­ter Eig­ht

Aðferð:

  1. Þeytið smjör, kakó og flór­syk­ur sam­an þar til kremið verður létt og ljóst.
  2. Bræðið Af­ter Eig­ht í ör­bylgju­ofni og hrærið var­lega sam­an við kremið.
  3. Setjið smjörkremið í sprautu­poka og sprautið fal­leg­um topp­um ofan á bolla­kök­urn­ar.
  4. Skerið nokkr­ar Af­ter Eig­ht-súkkulaðikon­fekt­plöt­ur í tvennt og skreytið bolla­kök­urn­ar með því.
  5. Bætið við öðrum skreyt­ing­um að vali, til dæm­is mat­arglimmeri (val­frjálst).
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert