Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands til styrktar Píeta samtökunum

Mikil gleði ríkti meðal gesta sem sóttu viðburðinn í fyrra. …
Mikil gleði ríkti meðal gesta sem sóttu viðburðinn í fyrra. Hér er til að mynda Róbert Aron Vídó Proppé frá Drykk að gleðja gesti með jólabollu í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Jóla­bollu­keppni Barþjóna­klúbbs Íslands til styrkt­ar Píeta Sam­tök­un­um verður hald­in miðviku­dag­inn 11. des­em­ber næst­kom­andi á Gaukn­um frá klukk­an 17:00 til 20:00 með pomp og prakt. Gauk­ur­inn er staðsett­ur við Tryggvagötu 22, í hjarta miðborg­ar­inn­ar.

„Yfir 10 bar­ir og veit­inga­hús munu vera með jóla­bollu þar sem þeir munu gera allt sem í valdi sínu stend­ur til þess að gest­ir smakki jóla­drykk­inn þeirra. Hægt er að styrkja Píeta sam­tök­in með því að kaupa miða í dyr­un­um sem dug­ar fyr­ir drykk,“ seg­ir Teit­ur Ridder­mann Schiöth for­seti Barþjóna­klúbbs Íslands.

Reykjavík Cocktails strákarnir sigruðu keppnina í fyrra og fögnuðu ákaft.
Reykjavík Cocktails strákarn­ir sigruðu keppn­ina í fyrra og fögnuðu ákaft. Ljós­mynd/​Aðsend

All­ir hvatt­ir til að mæta í jólapeysu

Gest­ir eru einnig hvatt­ir til að koma í flott­ustu/​ljót­ustu jólapeys­unni sem þeir eiga. Þeir sem slá í gegn geta átt von á skemmti­leg­um glaðningi.

All­ur ágóði kvölds­ins renn­ur til styrkt­ar Píeta sam­tök­un­um. Píeta eru sam­tök gegn sjálfs­víg­um og sjálfsskaða. Píeta býður upp á úrræði fyr­ir ein­stak­linga í sjálfs­vígs­hug­leiðing­um og þá sem stunda sjálfsskaða. Mál­efnið snert­ir flest­ar stór­fjöl­skyld­ur hér­lend­is.

Jónína Unnur Gunnarsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd tók við styrknum sem safnaðist …
Jónína Unn­ur Gunn­ars­dóttir frá Mæðra­styrksnefnd tók við styrkn­um sem safnaðist fyr­ir nefnd­ina í fyrra en strák­arn­ir frá Reykja­vík Cocktails Strákar og Teit­ur R. Schiöth for­seti Barþjóna­klúbbs Íslands sáum um að af­henta glaðning­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Miðaverð er eft­ir­far­andi:

1 miði = 1.000,-

5 miðar = 4.000,-

10 miðar = 7.000,-

Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert