Hugi ætlar að bjóða upp á þristamús með kryddbrauðsís

Eftirréttameistarinn Hugi Rafn Stefánsson er jólabarn sem elskar ljúffengar jólakökur …
Eftirréttameistarinn Hugi Rafn Stefánsson er jólabarn sem elskar ljúffengar jólakökur og eftirrétti. mbl.is/Árni Sæberg

Hugi Rafn Stef­áns­son er bú­inn að full­komna jóla­eft­ir­rétt­inn sinn sem hann ætl­ar að bjóða fjöl­skyld­unni upp á um hátíðirn­ar. Það er þristamús með krydd­brauðsís, toffík­ara­mellu og pip­ar­kökumuln­ingi sem á eng­an sinn líka.

Hugi er mat­reiðslumaður og starfar á veit­ingastaðnum OTO ásamt því að vera part­ur af ís­lenska kokka­landsliðinu og mun sjá um eft­ir­rétt­inn fyr­ir kom­andi heims­meist­ara­mót í mat­reiðslu árið 2026 sem liðið mun keppa á. Hann gerði sér litið fyr­ir í vet­ur og sigraði í keppn­inni um Eft­ir­rétt árs­ins 2024. Hugi er afar list­ræn í eft­ir­rétta­gerð og kann að bera fram rétti sem fanga bæði augu og munn.

Jóla­barnið leyn­ist í hon­um og sér­stak­lega þegar kem­ur að mat­ar­hefðum. Fjöl­skyld­an hans er fastheld­in á gamla góða siði og fylg­ir þeim yf­ir­leitt í mat­ar­gerð og bakstri.

Hugi Rafn er mikill sælkeri og elskar að þróa nýja …
Hugi Rafn er mik­ill sæl­keri og elsk­ar að þróa nýja eft­ir­rétti, sér­stak­lega fyr­ir hátíðirn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Kalk­únn um jól­in

„Það er alltaf kalk­únn um jól­in hjá okk­ur fjöl­skyld­unni og meðlæti eins og syk­ur­brúnaðar kart­öfl­ur, waldorfsal­at, sæt­kart­öflupæ með kara­melluðu korn­fl­exi og kremaðri vill­i­sveppasósu. Held því verði seint breytt,“ seg­ir Hugi.

Jóla­smá­kök­ur eru nokkuð sem Hugi Rafn hef­ur mikið dá­lætið á og er hluti af hans jóla­haldi. „Ég elska all­ar jóla­kök­ur og finnst það mik­ill part­ur af jól­un­um. Kon­an bak­ar alltaf fullt af sort­um fyr­ir jól­in og ég nýt þeirra fríðinda að borða þær,“ seg­ir Hugi og bros­ir breitt. „Sör­ur eru mín­ar upp­á­halds og mér finnst þær al­veg ómiss­andi yfir jól­in en tengda­mamma mín ger­ir bestu sör­urn­ar.“

„Ég fæ þann heiður að gera eft­ir­rétt­inn á jól­un­um þetta árið og verður eft­ir­rétt­ur­inn hjá okk­ur fjöl­skyld­unni eins og áður sagði þristamús með krydd­brauðsís, toffík­ara­mellu og pip­ar­kökumuln­ingi sem ég er bú­inn að full­komna. Ég verð illa svik­inn ef hún hitt­ir ekki í mark,“ seg­ir Hugi sposk­ur á svip.

Þristamúsin með kryddbrauðsís, toffíkaramellu og piparkökumulningi sem bráðnar í munni.
Þristamús­in með krydd­brauðsís, toffík­ara­mellu og pip­ar­kökumuln­ingi sem bráðnar í munni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hugi ætlar að bjóða upp á þristamús með kryddbrauðsís

Vista Prenta

Þristamús með krydd­brauðsís, toffík­ara­mellu og pip­ar­kökumuln­ingi

  • 270 g þrist­ar (súkkulaðiþrist­arn­ir)
  • 500 ml rjómi
  • 30 g flór­syk­ur
  • 5 eggj­ar­auður

Aðferð:

  1. Skerið all­an þrist­ana niður í litla bita og bræðið 250 g af þeim í potti á væg­um hita með 150 ml rjóma.
  2. Látið þrista­blönd­una kólna vel áður en öðrum hrá­efn­um er blandað sam­an við.
  3. Léttþeytið 350 ml af rjóma og leggið til hliðar.
  4. Blandið eggj­ar­auðum og flór­sykri sam­an þar til bland­an verður létt og ljós.
  5. Blandið þrista­blönd­unni var­lega sam­an við eggj­ar­auðublönd­una.
  6. Blandið að lok­um þeytta rjóm­an­um var­lega sam­an við blönd­una.
  7. Setjið rest­ina af skorna þrist­in­um í botn­inn á litl­um skál­um og setjið blönd­una ofan í.
  8. Látið kólna í að minnsta kosti klukku­stund áður en bera á mús­ina fram.
  9. Setjið krydd­brauðsís yfir hverja mús rétt áður en þið berið hana fram, sjá upp­skrift fyr­ir neðan, og skreytið með toffík­ara­mellusós­unni og pip­ar­kökumuln­ingi að eig­in vali.

Krydd­brauð

  • 140 g púður­syk­ur
  • 3 egg
  • 195 g hveiti
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • 1 tsk. kanill
  • ½ tsk. engi­fer
  • ½ tsk. neg­ull
  • 146 g brætt smjör
  • 50 g hun­ang
  • 65 ml mjólk

Aðferð:

  1. Þeytið sam­an syk­ur og egg. Blandið þur­refn­um sam­an við.
  2. Setjið svo mjólk og rjóma ró­lega út í, og að lok­um bráðna smjörið.
  3. Hellið deig­inu í smurt klass­ískt bök­un­ar­form.
  4. Bakið við 175°C hita í 40 mín­út­ur.

Krydd­brauðsís

  • 1,5 l mjólk
  • 300 ml rjómi
  • 255 g syk­ur
  • 120 g eggj­ar­auður
  • 450 g krydd­brauð (rifið niður, sjá upp­skrift fyr­ir ofan)
  • 2 stk. mat­ar­líms­blöð

Aðferð:

  1. Rifið krydd­brauðið niður með rif­járni.
  2. Sjóðið síðan sam­an mjólk, rjóma, syk­ur og krydd­brauð, var­lega.
  3. Takið af hita og setið eggj­ar­auður og mat­ar­lím út í og hrærið vel sam­an.
  4. Sigtið síðan blönd­una yfir í annað ílát, kælið og setjið í ílát með loki og frystið.

Toffík­ara­mella

  • 1 bolli rjómi
  • 1 bolli púður­syk­ur
  • ½ bolli ósaltað smjör
  • ör­lítið af salti
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar

Aðferð:

  1. Setjið rjóma, púður­syk­ur, salt og smjör í meðal­stór­an pott á væg­um hita og látið púður­syk­ur­inn leys­ast al­veg upp.
  2. Hrærið eins lítið og mögu­legt er til að forðast að syk­ur­korn slett­ist upp á hliðar potts­ins, það get­ur valdið kornóttri kara­mellusósu.
  3. Þegar syk­ur­inn hef­ur leyst upp, hækkið þá hit­ann í meðal­há­an. Forðist að hræra of mikið á fyrstu stig­um þar til kara­mellusós­an byrj­ar að taka lit.
  4. Þá megið þið auka kraft­inn við að hræra í sós­unni til að koma í veg fyr­ir að hún brenni.
  5. Haldið því áfram þar til sós­an hef­ur þykknað. Takið þá pott­inn af hit­an­um og hrærið vanillu­drop­un­um sam­an við.
  6. Ef sós­an verður of þykk má bæta við smá smjöri og/​eða rjóma og hita aft­ur.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert