Gómsætt jólabrauð með trönuberjum og kanil

Tinna Sædís Ægisdóttir er hæfileikaríkur bakaranemi sem hefur þegar látið …
Tinna Sædís Ægisdóttir er hæfileikaríkur bakaranemi sem hefur þegar látið ljós sitt skína. Jólabakstur er órjúfanlegur hluti af jólahaldi henni og hún nýtur þess að blanda saman íslenskum og norskum jólahefðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Tinna Sæ­dís Ægis­dótt­ir bak­ara­nemi hef­ur vakið mikla at­hygli fyr­ir hæfi­leika sína í bakstri og það leyn­ir sér ekki að hún elsk­ar að baka. Hér bak­ar hún góm­sætt jóla­brauð og smá­kök­ur sem eiga ræt­ur sín­ar að rekja til Nor­egs.

Bakst­ur er órjúf­an­leg­ur hluti af jóla­haldi Tinnu. Fyr­ir þessi jól ætl­ar hún að baka jóla­brauð með trönu­berj­um og kanil og smá­kök­ur sem kall­ast brún­ir pinn­ar. Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hef­ur Tinna vitað lengi að hana langaði til að leggja bak­araiðnina fyr­ir sig.

Hún er ein­ung­is 21 árs göm­ul og fædd á Íslandi. „Ég ólst upp hér­lend­is og í Nor­egi, sem var lær­dóms­ríkt og skemmti­legt. Ég hef starfað sem bak­ara­nemi í rúm þrjú ár en áhug­inn fyr­ir bakstri kom mun fyrr. Ég stefni á að klára í vor og þá loks verður sveins­prófið komið í hús,“ seg­ir Tinna með bros á vör, en hún starfar hjá Gulla Arn­ari bak­ara í Hafnar­f­irði og hef­ur blómstrað þar í starfi.

Hverj­ar eru jóla­hefðir þínar?

„Ég get varla sagt að ég sé fastheld­in á gamla siði þegar rætt er um jóla­bakst­ur, aðallega því að ég kem úr fjöl­skyldu sem hef­ur frek­ar gam­an af því að breyta til og gera það sem fólki dett­ur í hug það árið. Ann­ars reyni ég gjarn­an að baka það sem er í upp­á­haldi hjá öðrum fjöl­skyldumeðlim­um, má þar nefna sör­ur, en þær njóta ávallt mik­illa vin­sælda í fjöl­skyld­unni.“

Tinna sæk­ir mikið í norsk­ar upp­skrift­ir.

„Ég hef mjög gam­an af því að baka upp úr norsk­um upp­skrifta­bók­um, enda ólst ég einnig upp þar og á góðar minn­ing­ar um norsku jól­in. Lengra en það hef ég þó ekki kom­ist en það er al­gjör nostal­g­ía hvað minn­ing­ar geta lifnað við í gegn­um kök­ur og mat.“

Er eitt­hvað sem þér finnst ómiss­andi að baka fyr­ir jól­in?

„Það er lag­terta án sultu, en hún er í miklu upp­á­haldi hjá pabba mín­um sem borðar gjarn­an eina sneið á dag,“ seg­ir Tinna og bros­ir.

„Um jól­in hef ég ákveðið að gera ljúf­fengt jóla­brauð og svo er ein smá­köku­teg­und sem verður á boðstól­um hjá mér í það minnsta. Brauðið er í raun úr brauðupp­skrift sem ég reyni að setja í sam­hengi við árstíðirn­ar fjór­ar og hátíðir eins og jól og páska. Þetta er hin fín­asta grunnupp­skrift sem klikk­ar seint. Smá­kök­urn­ar borðaði ég mikið í æsku þegar ég átti heima í Nor­egi, enda kallaðar „bru­ne pinner“. Lang­flest­ir í Nor­egi kunna þessa upp­skrift jafn­vel ut­an­bók­ar og þetta eru ein­ar af mín­um upp­á­halds­smá­kök­um.“

Jólabrauðið hennar Tinnu með trönuberjum og kanil er gómsætt og …
Jóla­brauðið henn­ar Tinnu með trönu­berj­um og kanil er góm­sætt og á vel við yfir hátíðarn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Gómsætt jólabrauð með trönuberjum og kanil

Vista Prenta

Jóla­brauð með trönu­berj­um og kanil

  • 360 ml heitt vatn
  • ½ tsk. þurr­ger
  • 1¼ tsk. gróft salt
  • 600 g korn­ax brauðhveiti
  • 100 g þurrkuð trönu­ber
  • 2 msk. kanil

Aðferð:

  1. Byrjið á því að velja form sem þið ætlið að baka brauðið í.
  2. Blandið síðan öll­um hrá­efn­um sam­an í hræri­vél og hnoðið sam­an þar til yf­ir­flöt­ur deigs­ins er orðinn slétt­ur.
  3. Komið síðan deig­inu fyr­ir í skál og látið hvíla á hlýj­um stað í um það bil 2 klukku­stund­ir eða jafn­vel yfir nótt (en þá skal nota kalt vatn).
  4. Þegar deigið hef­ur tvö­fald­ast að stærð, fletjið það þá út, sirka 1-1,5 cm á þykkt með köku­kefli. Passið að hafa deigið í svipaðri lengd og brauðformið sem not­ast er við.
  5. Bleytið næst deigið ör­lítið með vatni og stráið kanil yfir ásamt trönu­berj­un­um.
  6. Rúllið síðan deig­inu í pylsu og komið því fyr­ir í ílangt brauðform.
  7. Látið hvíla í um það bil klukku­stund.
  8. Penslið síðan með pískuðu eggi og bakið ofn­inn við 235°C hita í 20-25 mín­út­ur.
Norsku jólasmákökurnar sem bera heitið brúnir pinnar eru í miklu …
Norsku jóla­smá­kök­urn­ar sem bera heitið brún­ir pinn­ar eru í miklu upp­á­haldi hjá Tinnu og minna hana á bernsku­ár­in í Nor­egi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Prenta

Brún­ir pinn­ar

  • 200 g smjör
  • 200 g syk­ur
  • 1 eggj­ar­auða
  • 1 msk. ljóst síróp
  • ½ tsk. kanill
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • 250 g hveiti
  • 1 eggja­hvíta til að pensla með
  • 100 g hakkaðar möndl­ur til að strá ofan á
  • 30 g syk­ur til að strá ofan á

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 175°C.
  2. Setjið sam­an smjör og syk­ur í skál og hrærið vel sam­an þar til bland­an verður létt og ljós.
  3. Bætið síðan við eggj­ar­auðunni og síróp­inu og hrærið sam­an við.
  4. Blandið síðan rest­inni af hrá­efn­un­um út í.
  5. Hnoðið deigið vel sam­an og deilið í sex jafn­stóra bita.
  6. Mótið í pyls­ur og þrýstið niður með putt­un­um á bök­un­ar­plötu, u.þ.b. 0,5 cm á þykkt.
  7. Penslið með eggja­hvít­unni og stráið möndl­um og sykri yfir.
  8. Setjið inn í ofn á 175°C hita og bakið í um það bil 12-15 mín­út­ur.
  9. Þegar deigið hef­ur fengið á sig fal­leg­an brún­an lit og er komið út úr ofn­in­um skulu þið skera það á meðan það er heitt í lengj­ur í hæfi­legri stærð.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert