Guðbjörg Kára heldur í jólahefðirnar

Fágað og stílhreint yfirbragð er yfir hátíðarborðinu hennar Guðbjargar Káradóttur …
Fágað og stílhreint yfirbragð er yfir hátíðarborðinu hennar Guðbjargar Káradóttur hjá KER. Það er skreytt með lifandi greinum, silkiborðum og fallegum jólakúlum. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Fag­ur­ker­inn og leir­lista­kon­an Guðbjörg Kára­dótt­ir hjá KER byrj­ar snemma að und­ir­búa jól­in. Hún hef­ur ein­stak­lega gott auga fyr­ir fal­leg­um hlut­um og kann að láta þá tóna sam­an með lif­andi greni og blóm­um úr nátt­úr­unni. Jóla­hefðirn­ar er í for­grunni og hún er fastheld­in á gamla og siði sem hafa fylgt fjöl­skyld­unni gegn­um tíðina.

Hún byrj­ar líka snemma að und­ir­búa jól­in á vinnu­stofu sinni þar sem hún nýt­ir sína list­rænu hæfi­leika til að renna og gera fal­leg kera­mik­verk.

„Ég byrja alltaf mjög snemma að und­ir­búa jól­in og byrja yf­ir­leitt að renna jóla­tré í ág­úst. Þó kem­ur jóla­skapið yf­ir­leitt ekki al­veg fyrr en í byrj­un aðvent­unn­ar. Fyrsta jóla­skrautið hjá mér eru jólaserí­urn­ar í glugg­ana, sem ég set upp í byrj­un nóv­em­ber til að skapa hlý­lega stemn­ingu. Ég byrja síðan að skreyta al­menni­lega heima um miðjan des­em­ber,“ seg­ir Guðbjörg með bros á vör.

Guðbjörg Káradóttir leirlistakona nýtur þess að skreyta á aðventunni og …
Guðbjörg Kára­dótt­ir leir­lista­kona nýt­ur þess að skreyta á aðvent­unni og dekka hátíðar­borðið fyr­ir jóla­máltíðirn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Mér finnst alltaf ótrú­lega gam­an að fá fólk í heim­sókn í galle­ríið og vinnu­stof­una mína í Máva­hlíðinni, þar sem ég eyði mest­um tíma á aðvent­unni og legg mik­inn metnað í að skreyta fal­lega þar. Jóla­lög­in í út­varp­inu skapa nota­legt and­rúms­loft, og mér finnst al­gjör nauðsyn að hafa góðan jólailm í loft­inu, ilm­ur­inn „Vet­ur“ frá Haf Store er í miklu upp­á­haldi hjá mér,“ seg­ir Guðbjörg dreym­in á svip.

Hver hlutur á sér tilgang á heimili Guðbjargar og fagurkerinn …
Hver hlut­ur á sér til­gang á heim­ili Guðbjarg­ar og fag­ur­ker­inn skreyt­ir glugg­ana með fersk­um jóla­ávöxt­um í skál­um úr sinni eig­in hönn­un­ar­línu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Yf­ir­leitt búin að leggja á borð á Þor­láks­messu­kvöld

Þegar kem­ur að borðhald­inu um hátíðirn­ar er metnaður­inn í há­marki hjá Guðbjörgu. Þá bland­ar hún sam­an hlut­um sem eiga sér sögu og því sem hún hef­ur hannað með skemmti­legri út­komu sem fang­ar augað.

„Mamma mín lagði ávallt mik­inn metnað í að skreyta hvern disk á jóla­borðinu með lif­andi grein­um og var yf­ir­leitt búin að leggja á borð á Þor­láks­messu­kvöld. Þessa hefð hef ég haldið í heiðri og alltaf fylgt sjálf.

Fyrr á ár­inu hannaði ég og renndi sér­p­antað mat­ar­stell fyr­ir kúnna og ég á nokkra diska úr því setti sem ég ætla að nota á jóla­borðið í ár. Mér finnst það ómiss­andi hluti af jól­un­um að skreyta með lif­andi grein­um og fal­legu jóla­tré og er ein­stak­lega þakk­lát fyr­ir að eng­inn í fjöl­skyld­unni sé með of­næmi fyr­ir greni,“ seg­ir Guðbjörg glaðlega.

Í ár er matarstellið á jólaborðinu nýtt en Guðbjörg hannaði …
Í ár er mat­ar­stellið á jóla­borðinu nýtt en Guðbjörg hannaði það og renndi í sum­ar. Hver ein­asti disk­ur er hand­gerður og eng­ir tveir eru í raun eins. Hand­bragðið ger­ir mikið fyr­ir borðhaldið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hefðirn­ar í mat­ar­gerðinni eru í föst­um skorðum hjá Guðbjörgu og fjöl­skyldu henn­ar. „Á aðfanga­dag und­ir­bú­um við dótt­ir mín jóla­mat­inn sam­an frá há­degi og á meðan hlust­um við á jóla­kveðjurn­ar í út­varp­inu. Það er mis­jafnt hvort við höld­um jól­in heima hjá mér eða hjá henni. Eft­ir að kirkju­klukk­urn­ar hringja inn jól­in setj­umst við til borðs og byrj­um að snæða sam­an.

Það hef­ur þó komið upp smá vesen eft­ir að við hætt­um að nota gömlu út­varps­tæk­in – stund­um hef­ur verið smá bras að tengja rétta sím­ann við rétt snjall­tæki til að ná kirkju­klukk­un­um á rétt­um tíma,“ seg­ir Guðbjörg og hlær.

Aðspurð seg­ist Guðbjörg vera frek­ar íhalds­söm þegar kem­ur að jól­un­um. „Hjá okk­ur eru þau keim­lík því sem ég upp­lifði í æsku. Nú er ég nátt­úru­lega orðin amm­an, og það er al­veg dá­sam­legt að fylgj­ast með litlu og stóru strák­un­um mín­um, barna­börn­un­um, upp­lifa jól­in.

Blómavasinn er einnig hannaður af Guðbjörgu og er handgerður úr …
Blóma­vasinn er einnig hannaður af Guðbjörgu og er hand­gerður úr postu­líni sem er blandað með eld­fjalla­ösku. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Dag­arn­ir eft­ir aðfanga­dag eru kær­kom­in hvíld eft­ir mikla vinnutörn. Þá nýt ég þess að eyða tíma með vin­um og fjöl­skyldu. Það er líka fyndið hversu mörg af­mæli eru hjá mínu nán­asta fólki yfir hátíðirn­ar, sem þýðir að við höf­um fleiri skemmti­lega hitt­inga en bara þessi hefðbundnu jóla­boð.“

Eldhúsið fær líka að njóta þess að fara í jólabúninginn.
Eld­húsið fær líka að njóta þess að fara í jóla­bún­ing­inn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Mat­seðill­inn í föst­um skorðum á aðfanga­dag

„Á okk­ar jóla­borði er rækju­kokteill í for­rétt, rétt eins og á mínu æsku­heim­ili. Það er hefð sem við í stór­fjöl­skyld­unni höld­um flest í heiðri. Um alda­mót­in fann ég upp­skrift að fylltri önd sem við höfðum í jóla­mat­inn, en ég týndi henni eft­ir þau jól. Þrátt fyr­ir það held ég að ég hafi náð að end­ur­skapa hana nokkuð vel. Í eft­ir­rétt geri ég ávallt sítr­ónu­frómas, sem er bor­inn fram í art deco-gler­skál­um sem ég erfði frá ömmu minni og mér þykir ein­stak­lega vænt um.

Það hef­ur komið upp að ein­hver stingi upp á smá­vægi­leg­um breyt­ing­um á jóla­matn­um, en það eru helst börn­in sem harðneita, þau vilja að allt sé eins og það á að vera.“

Þessi forláti bikar með rækjukokteilnum í kemur frá æskuheimili Guðbjargar. …
Þessi for­láti bik­ar með rækju­kokteiln­um í kem­ur frá æsku­heim­ili Guðbjarg­ar. Hún á nokkra slíka og þeir voru keypt­ir á Mall­orca árið 1976 og eru ein­göngu notaðir á aðfanga­dags­kvöld. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Guðbjörg svipt­ir hér hul­unni af upp­skrift­inni að jóla­önd­inni en upp­skrift­in að hinum fræga rækju­kokteil er fjöl­skyldu­leynd­ar­mál og verður áfram. Með önd­inni ber hún fram waldorfsal­at, brúnaðar kart­öfl­ur og rósa­kál. Í eft­ir­rétt er ávallt sítr­ónu­frómasinn.

Tauservíettubrotið fallegt og skreytt með lifandi greinu og slaufuborða. Trén …
Tauserví­ettu­brotið fal­legt og skreytt með lif­andi greinu og slaufu­borða. Trén sóma sér vel á hátíðar­borðinu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Guðbjörg Kára heldur í jólahefðirnar

Vista Prenta

Jóla­önd­in henn­ar Guðbjarg­ar

Jóla­fyll­ing­in

  • 1 lauk­ur, smátt skor­inn
  • 1 stór engi­fer­rót, smátt skor­in
  • 2 msk. smjör til að svissa
  • 1 pk. þurrkaðar apríkós­ur, soðnar og smátt skorn­ar, vatn sigtað frá
  • 1 dl púrt­vín
  • 1 dl app­el­sínusafi
  • 2 dós­ir kast­an­íu­hnet­ur (water chestnuts)
  • brauðmol­ar inn­an úr einu stóru fransk­brauði
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 3 msk. apríkós­usulta

Aðferð:

  1. Svissið lauk og engi­fer í smjöri á meðal­hita þar til það verður mjúkt og ilm­andi.
  2. Hellið púrt­víni og app­el­sínusafa yfir soðnar apríkós­ur og
  3. blandið sam­an.
  4. Hrærið kast­an­íu­hnet­um, brauðbit­um, lauk og engi­fer sam­an við.
  5. Kryddið til með salti og pip­ar.
  6. Blandið apríkós­usultu sam­an við.
  7. Ef fyll­ing­in er of þurr, bætið við meiri app­el­sínusafa og púrt­víni þar til rétt áferð næst.

Aðferð við fyll­ingu

  1. Fyllið önd­ina með blönd­unni og lokið op­inu með tann­stöngl­um eða eld­hús­garni.
  2. Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir eld­un
  3. Nuddið önd­ina með smá salti og penslið hana síðan með apríkó­sum­ar­melaði.
  4. Setjið hana á grind með ofnskúffu und­ir til að safna fitu og safa.

Eld­un

  1. Eldið önd­ina í for­hituðum ofni við 180°C. Eld­un­ar­tími fer eft­ir stærð, en al­menna regl­an er 20-25 mín­út­ur fyr­ir hver 500 g.
  2. At­hugið hvort önd­in sé til­bú­in með því að stinga í lærið; saf­inn ætti að vera tær.
  3. Setjið önd­ina á fal­legt fat eða viðarbretti og skreytið eins og ykk­ur lang­ar til. Berið fal­lega fram.

And­arsós­an

  • And­ar­soð (af saf­an­um sem renn­ur af önd­inni í ofnskúff­unni)
  • 1 dl púrt­vín
  • 200 ml rjómi
  • 2 msk. apríkós­usulta
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja and­ar­soðið í pott og hitið á miðlungs­hita.
  2. Bætið síðan við púrt­víni og látið vín­and­ann sjóða upp.
  3. Bætið þar næst rjóm­an­um við og apríkós­usult­unni og látið suðuna koma upp. Kryddið til með salti og pip­ar eft­ir smekk.
  4. Hrærið reglu­lega í sós­unni og smakkið til.
  5. Þið getið bætt við kryddi eða öðru sem þið viljið ef ykk­ur finnst vera þörf á því.
Skálarnar eru handverk Guðbjargar gerðar úr postulíni blandað með eldfjallaösku.
Skál­arn­ar eru hand­verk Guðbjarg­ar gerðar úr postu­líni blandað með eld­fjalla­ösku. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Handbenndu jólatrén eru táknræn fyrir hönnun Guðbjargar og eru þau …
Hand­benndu jóla­trén eru tákn­ræn fyr­ir hönn­un Guðbjarg­ar og eru þau sýni­leg á ófá­um heim­il­um lands­manna. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert