Mögulega litríkasta og frumlegasta jólakaffiboðið

Áslaug Snorradóttir og Eirný Sigurðardóttir buðu í litríkt og frumlegt …
Áslaug Snorradóttir og Eirný Sigurðardóttir buðu í litríkt og frumlegt jólakaffi sem var svolítið eins og þær sjálfar. Ævintýralegt og skemmtilegt. mbl.is/Karítas

Eir­ný Sig­urðardótt­ir, osta­drottn­ing okk­ar Íslend­inga, og Áslaug Snorra­dótt­ir, stílisti og mat­ar­ljós­mynd­ari, fara alla leið þegar bjóða á í aðventu­og jólakaffi. Sam­an eru þær skreyt­inga­meist­ar­ar af bestu gerð og snill­ing­ar þegar kem­ur að því að bjóða upp á lit­ríka og skemmti­lega bragðheima.

Matar- og kaffistellið er héðan og þaðan frá ættingjum Eirnýjar, …
Mat­ar- og kaffistellið er héðan og þaðan frá ætt­ingj­um Eir­nýj­ar, en henni finnst gam­an að blanda sam­an ólík­um stell­um á frum­leg­an máta. mbl.is/​Karítas

Þær eru fræg­ar fyr­ir hlaðborð sín í laut­ar­ferðum um land allt og þegar kem­ur að jól­un­um fara þær al­veg fram úr sér. Þegar von var á blaðamanni og ljós­mynd­ara Morg­un­blaðsins í aðventukaffi ákváðu þær að fara frum­lega leið og það var bók­staf­lega allt skreytt. Ost­ar, ávext­ir, græn­meti, pip­ar­kök­ur, súkkulaði og freyðandi drykk­ir, svo fátt eitt sé nefnt, var allt borið á borð á list­ræn­an og skap­andi hátt. Frum­legra jóla­boð er vand­fundið.

Ítalskar jólakökur gera allt jólalegra og gaman er að skreyta …
Ítalsk­ar jóla­kök­ur gera allt jóla­legra og gam­an er að skreyta þær með lif­andi æt­is­blóm­um. mbl.is/​Karítas

Gleðjumst yfir öll­um árstíðum

„Það þarf ekki að vera hátíðar­til­efni fyr­ir okk­ur til að hafa gam­an. Við lát­um aldrei tæki­færi fram hjá okk­ur fara þegar við get­um slegið upp veislu og skreytt eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn. Báðar gleðjumst við yfir öll­um árstíðunum og þeim breyt­ing­um sem eiga sér stað í veðrátt­unni, nátt­úr­unni og birt­unni og hegðun um­hverf­is­ins á hverj­um árs­tíma,“ seg­ir Eir­ný og bros­ir.

Burrata-osturinn í jólabúningi Áslaugar og Eirnýjar. Á disknum er rauðkál …
Burrata-ost­ur­inn í jóla­bún­ingi Áslaug­ar og Eir­nýj­ar. Á diskn­um er rauðkál ásamt rauðu radicchio, app­el­sín­um sem eru dressaðar með ólífu­olíu og hvítu dolce bal­samico. Burrata-ost­ur­inn og granatepla­fræ­in full­komna síðan sal­atið. mbl.is/​Karítas

„Áslaug er að sjálf­sögðu ein­stök og sköp­un­ar­gleði henn­ar á sér eng­in tak­mörk. Hún er ein­stak­ur mat­ar­ljós­mynd­ari og stílisti og hef­ur verið frum­kvöðull á sínu sviði. Hún hef­ur ávallt verið á und­an sinni samtíð,“ seg­ir Eir­ný full aðdá­un­ar.

„Ég heillaðist af henni áður en ég hitti hana i fyrsta sinn en í þá daga var hún að skapa alls kon­ar nýj­ar hug­mynd­ir fyr­ir Morg­un­blaðið. Ég bjó í Ed­in­borg á þeim tíma en pabbi sendi mér hvert ein­tak í pósti og ég dáðist að henni úr fjarska.

Það má segja að eft­ir fyrsta hitt­ing okk­ar hafi ekki verið aft­ur snúið og við smull­um sam­an í eitt. Við höf­um verið að halda veisl­ur sam­an og alls kon­ar viðburði og erum með Icelandpicnic sam­an á In­sta­gram þar sem við setj­um oft inn skemmti­leg­ar mynd­ir af dek­ur­dög­um okk­ar,“ seg­ir Eir­ný glaðlega.

Jólaglugginn, öðruvísi skreyttur af stöllunum, en hann er skreyttur með …
Jóla­glugg­inn, öðru­vísi skreytt­ur af stöll­un­um, en hann er skreytt­ur með græn­meti og ávöxt­um sem hægt er að fá í kjör­búðum. Full­komið skraut á aðvent­unni og síðan má borða eft­ir vild og hægt er að fylla á og skipta út. mbl.is/​Karítas

Fortíðarþráin ræður jóla­skraut­inu

Þegar kom að því að ákveða þema fyr­ir aðventu- og jólakaffið seg­ir Eir­ný að fortíðarþráin hafi kallað; þessi nostal­g­ía sem fylg­ir því að skreyta með gömlu jóla­skrauti og bjóða upp á jólakræs­ing­ar sem minna á jól­in í bland við nýj­ung­ar.

„Ég er tengd fortíðinni þar sem mikið af jóla­skraut­inu kem­ur frá ætt­ingj­um og minn­ir á bernsku­ár­in, svo finnst mér kerta­ljós­in ómiss­andi. Jóla­and­inn svíf­ur yfir með kerta­ljós­un­um og síðan eru það manda­rín­ur með neg­ulnögl­um. Fyr­ir minn smekk elska ég lif­andi jól, að vera með lif­andi greni er hluti af jóla­hald­inu. Það er ilm­ur­inn sem fyll­ir húsið og það skipt­ir máli en það þarf ekki að vera endi­lega í formi jóla­trés, það geta líka bara verið grein­ar í vasa.“

Maturinn er borinn fram á trommuborði sem pabbi Eirnýjar keypti …
Mat­ur­inn er bor­inn fram á trommu­borði sem pabbi Eir­nýj­ar keypti í Tans­an­íuí kring­um árið 1975. mbl.is/​Karítas

Jól­in koma þegar það hent­ar

Aðspurð seg­ir Eir­ný að aðfanga­dag­ur geti verið alls kon­ar hjá sér. „Jól­in koma þegar það hent­ar okk­ur frek­ar en dag­setn­ing­in 24. des­em­ber. Í ár verð ég á 600 ára gömlu bónda­býli i Devon í Englandi hjá vina­fólki sem fram­leiðir chedd­ar. Þá verður boðið upp á hæg­eldað nauta­kjöt, kart­öfl­ur steikt­ar upp úr gæsafitu og fleiri sæl­kera­rétti. Síðan verður jóla­á­vaxta­búðing­ur með vanillusósu í eft­ir­rétt ásamt chedd­ar- og Stilt­on-ost­um og dreypt verður á púrt­víni,“ seg­ir Eir­ný dreym­in.

„Jól­in hjá mér yfir æv­ina hafa verið fjöl­breytt, ég er alin upp í Tans­an­íu, Ken­ía og Níg­er­íu. Það voru því sól­rík jól og oft var mat­ur í sam­ræmi við ensk­ar hefðir eða ein­kenni­leg blanda frá alls kyns lönd­um vina­fólks okk­ar,“ seg­ir Eir­ný.

Ostur í jólabúningi og jólabrauð sem blandast vel saman með …
Ost­ur í jóla­bún­ingi og jóla­brauð sem bland­ast vel sam­an með þurrkuðum apríkós­um. mbl.is/​Karítas

Eft­ir að hafa búið í Afr­íku lá leið henn­ar til Ed­in­borg­ar þar sem hún bjó í 17 ár en í sex ár rak hún krá í borg­inni.

„Þá var ég með langa opn­un á aðfanga­dag. Ég var langt í burtu frá fjöl­skyldu minni og þá var mitt dek­ur manda­rín­ur og Mac­intosh-súkkulaði á miðnætti. Síðan eyddi ég jóla­deg­in­um hjá vina­fólki sem bauð alltaf upp á kalk­ún með öllu til­heyr­andi. Það er mat­ur sem ég legg mér helst ekki til munns í dag,“ seg­ir Eir­ný og hlær.

Eft­ir að Eir­ný flutti heim frá Ed­in­borg opnaði hún osta­búðina Búrið sem naut mik­illa vin­sælda, enda sér­hæfði hún sig í ost­um sem marg­ir höfðu aldrei sést hér á landi áður. „Aðventu- og jóla­tím­inn var anna­sam­asti tími árs­ins og því eng­in gleði að reyna að fagna jól­un­um á aðfanga­dag. Fjöl­skyld­an ákvað því að við héld­um jól þegar all­ir væru út­hvíld­ir og gætu notið. Dag­setn­ing­in var því breyti­leg en oft­ast var dag­ur­inn 27. des­em­ber eða 28. des­em­ber. Regl­an þá var að all­ir mættu í nátt­föt­um og til að hafa dag­inn sem ein­fald­ast­an var ein­göngu kalt hlaðborð og stút­fullt af gosi. Boðið var upp á osta, reykt­an lax, hangi­kjöt, græn­meti, ávexti, sal­at og salsa, svo fátt eitt sé nefnt.“

Gráðostur og rjómaostur hrærðir saman ásamt brotnum piparkökum. Síðan eru …
Gráðost­ur og rjóma­ost­ur hrærðir sam­an ásamt brotn­um pip­ar­kök­um. Síðan eru gerðar kúl­ur úr blönd­unni og þeim velt upp úr muld­um pip­ar­kök­um, hnet­um og rifnu súkkulaði. mbl.is/​Karítas

Mögu­lega lit­rík­asta og frum­leg­asta jólakaffi­boðið

Vista Prenta

Jóla­kokteill Eir­nýj­ar og Áslaug­ar

  • 35 cl Wild Icelandic pink gin
  • 20 cl Camp­ari
  • 20 cl manda­rínusafi
  • 1 stjörnu­anís
  • klak­ar eft­ir þörf­um
  • prosecco eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið nema prosecco í kokteil­hrist­ara og bætið klök­um út í eft­ir þörf­um.
  2. Hristið vel sam­an eins og barþjón­arn­ir gera.
  3. Setjið í glas á fæti og toppið með prosecco.
Eirný tekur ávallt höfðinglega á móti gestum með gleði í …
Eir­ný tek­ur ávallt höfðing­lega á móti gest­um með gleði í hjarta. Hurðina prýðir jólakr­ans sem gleður gestsaugað mbl.is/​Karítas
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert