Sörurnar hans Axels eru klassískar

Sörurnar hans Axels eru bakaðar á klassískan máta með súkkulaði-ganache …
Sörurnar hans Axels eru bakaðar á klassískan máta með súkkulaði-ganache og eru í miklu uppáhaldi hjá honum. mbl.is/Árni Sæberg

Axel Thor­steins­son bak­ari hjá Hyg­ge cof­fee and micro bakery svipti hul­unni af sinni upp­á­halds­upp­skrift að sör­um á dög­un­um. 

Hann seg­ir vera klass­íska og besta að sínu mati.

„Þessi er með þeytt­um ganache eins og á að vera þegar sör­ur eru ann­ars veg­ar. Marg­ar sör­ur eru gerðar með smjörkremi eða eggj­um sem ég er ekki eins hrif­inn af, mér finnst þess­ar létt­ari og betri. Hið klass­íska er alltaf best.“

Axel seg­ir að best sé að taka sér tvo daga í söru­bakst­ur­inn og þá sé lag að gera ganache dag­inn áður og geyma í kæli áður en hann er sett­ur á botn­ana.

Sörurnar hans Axels eru klassískar

Vista Prenta

Sör­ur á klass­ísk­an máta
Botn

  • 8 eggja­hvít­ur
  • Örlítið salt
  • 280 g flór­syk­ur
  • 200 g hýðis­laus­ar möndl­ur
  • 100 g möndl­ur með hýði
  • 100 g gróf­ar möndl­ur

Aðferð:

  1. Malið sam­an í mat­vinnslu­vél hýðis­lausu möndl­urn­ar og möndl­urn­ar með hýði þar til þær eru nokkuð fín­ar.
  2. Passið að ef þið of­vinnið þær þá verður þetta bara að hnetu­smjöri.
  3. Blandið grófu möndl­un­um og sigtið flór­syk­ur­inn sam­an við og takið til hliðar.
  4. Þeytið eggja­hvít­urn­ar þangað til þær eru orðnar stíf­ar.
  5. Best er að velja egg sem eru glæ­ný fyr­ir meiri stöðug­leika.
  6. Blandið möndlu­blönd­unni var­lega sam­an við þeyttu eggja­hvít­urn­ar í þrem­ur skömmt­um.
  7. Sprautið á bök­un­ar­plötu klædda smjörpapp­ír í sirka 3 cm hringi, gott er að merkja hring með 4 cm, deigið mun leka út í um það bil 4 cm.
  8. Það má sprauta minna eða stærra, það er bara smekks­atriði.
  9. Bakið við 180°C hita í 10-12 mín­út­ur, bök­un­ar­tím­inn fer eft­ir stærð botn­anna.
  10. Takið út þegar botn­arn­ir eru orðnir ljós­gyllt­ir á lit­inn.

Krem

  • 225 g rjómi (fyrri skammt­ur)
  • 225 g dökkt súkkulaði
  • 23 g in­vert-syk­ur (eða hun­ang)
  • 23 g glúkósi (má líka nota hun­ang, hlyns­íróp eða aga­ve)
  • 540 g rjómi (seinni skammt­ur)
  • Fyrra skrefið er vert að gera dag­inn áður.

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, gott er að vera með minni pott með smá vatni í og stærri skál.
  2. Það má líka bræða í ör­bylgju­ofni.
  3. Sjóðið fyrri skammt­inn af rjóm­an­um, in­vert-sykri og glúkósa og hellið yfir brædda súkkulaðið og blandið með töfra­sprota.
  4. Þegar allt er komið sam­an og áferðin er glans­andi þá bætið þið við seinni skammt­in­um af rjóm­an­um og haldið áfram að blanda með töfra­sprota þar til allt er komið vel sam­an.
  5. Plastið skál­ina svo plastið snerti fyll­ing­una og geymið svo inni í kæli þangað til næsta dag.

Dag­inn eft­ir

  1. Þeytið upp fyr­ir notk­un og setjið í sprautu­poka og sprautið á botn­ana.
  2. Einnig er hægt að setja kremið á með skeið.
  3. Frystið sör­urn­ar á bakka, þegar þær eru frosn­ar takið þær og dýfið helm­ingn­um af krem­inu í brætt súkkulaði.
  4. Setjið aft­ur á bakk­ann og frystið.
  5. Gott er að geyma sör­urn­ar í plast­boxi eða plast­poka í frysti þar til þið ætlið að bera þær fram.
  6. Takið sör­urn­ar út 2-3 klukku­stund­um fyr­ir notk­un og geymið í kæli.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert