Rauðrófur eru ákaflega vinsælar í salöt þessa dagana. Hér er uppskrift að guðdómlega góðu salati þar sem rauðrófur leika aðalhlutverkið með fersku dilli, hindberjum og heslihnetum. Ferska dillið settur punktinn yfir i-ið. Það er jólabragur á þessu salati og ljúft að njóta þess á aðventunni.
Fallegt á diski.
Ljósmynd/VAXA
Rauðrófusalat með hindberjum, heslihnetum og dilli
Fyrir 6-8
- 4 stk. soðnar rauðrófur
- 1 poki (100 g) heslihnetur án hýðis
- 1 pk. VAXA ferskt dill
- 1 pk. hindber
- Góð ólífuolía
- 4 msk. eplaedik
- 2 msk. hunang
- Flögusalt eftir smekk
Aðferð:
- Skerið rauðrófurnar í meðalstóra teninga (ca. 1 cm. *1 cm.) og setjið í skál.
- Bakið heslihneturnar í ofni við 150°C hita í 12-15 mínútur.
- Saxið þær síðan gróflega með hníf og setjið þær út í skálina með rauðrófunum.
- Geymið nokkrar til skreytinga.
- Plokkið nokkra fallega toppa af dillinu til skreytingar, saxið síðan restina og setjið í skálina.
- Hellið um það bil 4 msk. af eplaediki yfir ásamt 2 msk. af hunangi.
- Hellið svo vænum skammti af ólífuolíu yfir ásamt 1-2 tsk. af salti.
- Blandið þessu öllu vel saman.
- Skerið hindberin til helminga og setjið í skálina og blandið aftur saman, en í þetta skiptið varlega svo þið maukið ekki hindberin.
- Geymið ef til vill nokkra helminga af hindberjunum til skreytingar.
- Hellið salatinu í fallega skál og skreytið með dilltoppunum og hindberjunum.
- Berið fram og njótið.