Jólakonfektið sem töfrar gestina upp úr skónum

Wiktor Pálsson landsliðskokkur er búinn að fullkomna jólakonfektmolann sem hann …
Wiktor Pálsson landsliðskokkur er búinn að fullkomna jólakonfektmolann sem hann ætlar að bjóða upp á í ár. mbl.is/Eyþór

Wikt­or Páls­son er mikið jóla­barn og er þegar bú­inn að full­komna jóla­kon­fekt­mol­ann sem hann ætl­ar að bjóða upp á í ár og inn­blástur­inn var sótt­ur í vinn­ings­kon­fekt­mol­ann.

Wikt­or er menntaður kokk­ur og er nýr meðlim­ur í kokka­landsliði Íslands. Hann er hok­inn af reynslu og hef­ur meðal ann­ars starfað á Michel­in-stjörnu-veit­ingastað á er­lendri grundu.

„Ég er kom­inn aft­ur heim til lands­ins eft­ir um fjög­urra ára dvöl í Nor­egi þar sem ég fékk þann heiður að vinna með fær­ustu kokk­um á Norður­lönd­un­um á stór­glæsi­lega Michel­in-stjörnu-veit­ingastaðnum Speilsa­len í Brit­annia­hót­eli í Þránd­heimi,“ seg­ir Wikt­or sem er orðinn spennt­ur að spreyta sig hér heima í mat­ar­gerðinni.

Þvílík dýrð að horfa á þennan fallega jólakonfektmola sem borinn …
Því­lík dýrð að horfa á þenn­an fal­lega jóla­kon­fekt­mola sem bor­inn er fram á fal­leg­an og jóla­leg­an hátt. Jóla­stellið hans Wikt­ors með þess­um fal­lega kon­fekt­mola mun töfra gest­ina upp úr skón­um. mbl.is/​Eyþór

Vill leggja fyr­ir sig keppn­ismat­reiðslu

„All­ir kokk­arn­ir sem ég lærði af þar voru mjög metnaðar­gjarn­ir ein­stak­ling­ar sem hafa náð ár­angri í mat­reiðslu­keppn­um, bæði í Nor­egi og á alþjóðavett­vangi. Á þess­um fjór­um árum öðlaðist ég dýpri þekk­ingu á „fine din­ing“-mat­reiðslu og mat­reiðslu­keppn­um. Nýj­ustu af­rek mín í keppn­ismat­reiðslu eru fyr­ir Eft­ir­rétt árs­ins 2023 og núna síðast fyr­ir Kon­fekt­mola árs­ins 2024,“ bæt­ir Wikt­or við.

Wikt­or stefn­ir hátt og vill leggja fyr­ir sig keppn­ismat­reiðslu. „Mark­mið mitt til framtíðar á Íslandi er að skapa mitt eigið um­hverfi þar sem ég get lagt áherslu á að auka þekk­ingu mína á mat og halda áfram í keppn­um inn­an­lands og er­lend­is,“ seg­ir hann.

Þegar kem­ur að jóla­haldi seg­ist Wikt­or ekki halda mikið í gaml­ar hefðir og hann hafi skapað sér sín­ar eig­in hefðir. „Við för­um gjarn­an óhefðbundn­ar leiðir í mat­ar­gerð um hátíðirn­ar og má segja að við fjöl­skyld­an för­um frek­ar óhefðbundn­ar leiðir þegar kem­ur að mat­ar­hefðum. Á aðfanga­dag borðum við bakaða önd með kart­öflumús og rauðróf­u­sal­ati. Við höf­um oft haft humarsúpu eða humar­hala í for­rétt. Á jóla­dag erum við oft­ast með jóla­hlaðborð og bjóðum meðal ann­ars upp á reykt­an og graf­inn lax, alls kon­ar síld í marín­er­ingu, fjöl­breytt salöt og jóla­kök­ur.“

Bök­um sjálf okk­ar jóla­smá­kök­ur og kök­ur

„Við erum mjög sveigj­an­leg á heim­il­inu varðandi bakst­urs­hefðir. Við erum ekki með eina fasta hefð þegar kem­ur að jóla­bakstri nema við reyn­um að kaupa sem minnst. Við bök­um eig­in jóla­smá­kök­ur og kök­ur. Árlega bök­um við ávallt nokkr­ar teg­und­ir af smá­kök­um. Þá eru súkkulaðibita­kök­ur og krydd­kök­ur alltaf á list­an­um. Okk­ur finnst gott að bjóða upp á osta­köku, annaðhvort kalda eða bakaða, um hátíðirn­ar. Það finnst okk­ur í raun ómiss­andi þegar kem­ur að kök­um.“

Hvað viðkem­ur matn­um er eitt sem Wikt­ori finnst verða að vera með jóla­máltíðinni. „Mér finnst kart­öflumús með nóg af smjöri al­gjör­lega ómiss­andi á jóla­borðinu. Það fer vel með öllu kjöti og sós­um, en hún er líka guðdóm­leg ein og sér.“

Hreinir töfrar að sjá handbragðið hjá Wiktori.
Hrein­ir töfr­ar að sjá hand­bragðið hjá Wikt­ori. mbl.is/​Eyþór

Passa upp á hita­stigið og um­hverfi í kon­fekt­gerð

Wikt­or ætl­ar að bjóða upp á heima­gert jóla­kon­fekt í ár, sér­stak­lega í ljósi þess að hann vann keppn­ina um titil­inn Kon­fekt­moli árs­ins 2024.

„Jóla­kon­fektið mitt í ár verður byggt á kon­fekt­mol­an­um sem vann keppn­ina. Mol­inn er mjúk­ur í áferð með mikl­um fersk­leika og „punc­hy“ krydd­um. Hann er í raun mjólk­ursúkkulaðisk­el með kirsu­berja­hlaupi og pip­ar­kökukara­mellu-ganache,“ seg­ir Wikt­or dreym­inn á svip og bæt­ir við að þetta sé til­búið jóla­kon­fekt með ein­stakri jóla­bragðblöndu sem sam­ein­ar kirsu­ber, pip­ar­kök­ur og silkimjúkt súkkulaði.

Jólakonfektmolinn í ár er mjólkursúkkulaðiskel með kirsuberjahlaupi og piparkökukaramellu-ganache. Hér …
Jóla­kon­fekt­mol­inn í ár er mjólk­ursúkkulaðisk­el með kirsu­berja­hlaupi og pip­ar­kökukara­mellu-ganache. Hér fara bragð, áferð og feg­urð vel sam­an. mbl.is/​Eyþór

„Kon­fekt­gerð er mik­il ná­kvæm­is­vinna, en eitt mik­il­vægt ráð sem ég get gefið er að passa upp á hita­stigið og um­hverfið sem er verið að laga kon­fektið í. Eld­húsið má helst ekki vera með hærra hita­stig en 20°C. Mik­il­vægt er að eng­inn raki sé í loft­inu, og því er best að vinna kon­fektið eitt og sér, ekki í eld­húsi þar sem aðrir rétt­ir eru eldaðir á sama tíma,“ bæt­ir Wikt­or við og seg­ir að þetta skipti öllu máli þegar kon­fekt­gerð er ann­ars veg­ar.

Fegurð á disk.
Feg­urð á disk. mbl.is/​Eyþór

Jólakonfektið sem töfrar gestina upp úr skónum

Vista Prenta

Jóla­kon­fekt­mol­inn hans Wikt­ors - mjólk­ursúkkulaðisk­el með kirsu­berja­hlaupi og pip­ar­kökukara­mellu-ganache

Spraut­un og súkkulaðisk­el

Spraut­un

  1. Blandið kakós­mjöri við 10% fitu­upp­leys­an­leg­an mat­ar­lit, hitið upp í 45,5°C og kælið niður í 26-28°C fyr­ir notk­un.
  2. Gætið að því að plast­formin séu við 20°C þegar sprautað er. Svört­um, gyllt­um og rauðum lit sprautað í form með 5 mín­útna milli­bili.
  3. Einnig má nota svamp eða fín­gerðan pensil til að pensla formin.

Súkkulaðisk­el

  1. Bræðið Ji­vara 40% frá Val­r­hona var­lega í 47°C, kælið niður í 27°C og hitið aft­ur upp í 30°C til að ná full­kom­inni temprun.

Kirsu­berja-pate de fruit

  • 200 g kirsu­berja­safi
  • 170 g syk­ur
  • 30 g dextrose
  • 5 g pect­ine jaune
  • 3 g sítr­ónu­sýra
  • 3 g vatn

Aðferð:

  1. Hitið kirsu­berja­saf­ann í potti upp í 40°C.
  2. Blandið sykri, dextrose og pektíni sam­an í box og hrærið út í pott­inn.
  3. Leysið vatn og sítr­ónu­sýru upp sam­an í skál. Sjóðið blönd­una í 104°C, hellið í skál og kælið.
  4. Setjið í Vitamix og sigtið til að losna við loft­ból­ur.
  5. Sprautið blönd­unni í form með sprautu­poka.

Pip­ar­köku-ganache

  • 150 g rjómi
  • 45 g rifið engi­fer
  • 3 g neg­ull
  • 5 g kanil­duft
  • 40 g glúkósi
  • 20 g Lyle's Gold­en Syrup
  • 230 g 35% Dulcey-súkkulaði frá Val­r­hona
  • 45 g smjör

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaði og smjör sam­an.
  2. Blandið rjóma, kryddi, glúkósa og sírópi sam­an í pott og hitið þar til allt leys­ist upp.
  3. Látið malla í 45 mín­út­ur og sigtið síðan kryddið frá.
  4. Hellið rjóma­blönd­unni yfir súkkulaðið og vinnið með töfra­sprota þar til bland­an verður slétt.
  5. Kælið var­lega niður í 29°C og sprautið í form.
  6. Látið fyll­ing­una stífna í 30 mín­út­ur áður en súkkulaðisk­el­inni er lokað.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert