„Léttsaltaðar gellur, kinnar og hrogn með miklu smjöri er lostæti“

Nanna Ósk Jónsdóttir sælkeri með meiru býður upp á vikumatseðilinn …
Nanna Ósk Jónsdóttir sælkeri með meiru býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. Samsett mynd

Nanna Ósk Jóns­dótt­ir sæl­keri með meiru svipt­ir hul­unni af drauma­mat­seðli vik­unn­ar. Hún legg­ur mikið upp úr því að eiga huggu­leg­ar sam­veru­stund­ir með fjöl­skyld­unni, þegar gesti ber að garði og er mik­il stemn­ings­kona.

Nönnu finnst hvert augna­blik vera safn dýr­mætra minn­inga. Hún er mik­ill orku­bolti og er sjaldn­ast bara með einn bolta á lofti í einu. Hún er tveggja barna móðir, mik­il barna­gæla og fagn­ar því að verða amma á nýju ári.

Hún er at­hafna­kona, frum­kvöðull á sviði danslista og stofnað fyr­ir­tæki á því sviði, er með stúd­ents­próf frá Verzló og með meist­ara­próf í viðskipta­fræði.

„Ég starfa í dag sem rit­stjóri Sum­ar­húss­ins og Garðsins hjá Birt­ingi enda er ég þeirr­ar skoðunar að kon­ur geti ávallt á sig blóm­um bætt. Þessa dag­ana er ég einnig í diplóma­námi til kennslu­rétt­inda fyr­ir grunn- og fram­halds­skóla­stig hjá Menntavís­inda­sviði HÍ,“ seg­ir Nanna sem nýt­ur þess að hafa nóg að gera. Hún hef­ur ávallt verið virk í fé­lags­starfi. „Í dag er ég rit­ari í stjórn for­eldr­aráðs Verzl­un­ar­skóla Íslands og sit í vara­stjórn Lands­sam­bands sjálf­stæðis­k­venna.“

Elsk­ar að nostra við list­ina að búa til ljúf­fenga rétti

„Síðan er það mat­ar­ást­in, þegar ég gef mér tíma til að mat­reiða og baka elska ég að nostra við list­ina að búa til ljúf­fenga rétti og dí­sæta eft­ir­rétti,“ seg­ir Nanna og bros­ir. „Mér finnst afar gott að vera með fisk í mat­inn. All­ur heim­il­is­mat­ur er í upp­á­haldi og létt­saltaðar gell­ur, kinn­ar og hrogn með miklu smjöri finnst mér al­gjört lostæti.”

Nanna gaf sér tíma til að setja sam­an drauma­vikumat­seðil­inn sinn og ætl­ar að reyna sitt besta til að láta hann verða að veru­leika.

Mánu­dag­ur - Lambakótilett­ur með kryd­d­jurta-brauðskel

„Mér finnst mik­il­vægt að viðhalda göml­um hefðum frá þeim sem eldri eru og ylja börn­un­um upp við sömu rétt­ina og ég ólst upp við. Það er svo annað mál, hvort þau kunni endi­lega að meta það”, seg­ir Nanna og glott­ir. „Fínt að byrja vik­una á góðum heim­il­is­mat. Eins og lambakótilett­um í raspi sem ég steiki upp úr miklu smjöri og býð upp á rauðkál, kart­öflumús, orabaun­ir og raba­bara­sultu með. Þess vegna valdi ég þessa upp­skrift.“

Þriðju­dag­ur- Pasta með ris­arækj­um og hvít­lauk

„Ég elska allt ít­alskt og elda reglu­lega pasta með ris­arækj­um.”

Miðviku­dag­ur – Lasagna að hætti Jamie Oli­vers

All­ir ít­alsk­ir rétt­ir eru sér­stakt áhuga­mál hjá mér og lasagna er í miklu upp­á­haldi hjá fjöl­skyld­unni. Það er sér­stök stund hjá mér að spila ít­alska tónlist, fá mér létt­vín og mat­reiða þenn­an ljúf­fenga rétt. Ég set nán­ast hvít­lauk í allt og eng­in und­an­tekn­ing er á því hér. Síðan set ég mikið af fersku basil og tómöt­um bæði í rétt­inn og skreyti.“

Fimmtu­dag­ur - Bleikja í taí­lenskri ses­am- og engi­fermarín­er­ingu

„Við elsk­um fisk og borðum hann að minnsta kosti tvisvar til þris­var í viku. Mér finnst ávallt gott að fá fisk­inn í góðri sósu og skella hon­um beint í ofn­inn með kart­öflumús. Ég mat­reiði fisk gjarn­an í ólífu­olíu og bæti við chili, límónu, fersku engi­fer og kórí­and­er og bæti síðan við grófu salti. Upp­á­halds­fisk­ur­inn minn er bleikja, sil­ung­ur og lax en mér finnst langa og stein­bít­ur einnig vera ljúf­meti.“ 

Föstu­dag­ur - Peru­sal­at með önd

Þetta sal­at finnst mér vera af betri gerðinni. Ég elska ferskt sal­at, granatepli, manda­rín­ur, per­ur, feta­ost, önd og góða dress­ingu.”

Laug­ar­dag­ur - Humarp­asta af betri gerðinni

„Einn af mín­um upp­á­halds­rétt­um er humarp­asta sem ég elda reglu­lega og hann slær oft­ast í gegn hjá mér. Ég kaupi hum­ar í skel, sker í miðjuna og steiki hann upp úr hvít­lauk. Ég bæti síðan við fersku chili, kórí­and­er og rjóma og set mikið af par­mes­an-osti út á.”

Sunnu­dag­ur - Grillað nauta rib-eye með fyllt­um svepp­um og pip­arsósu

„Það er alltaf stemn­ing að fá son­inn til að hjálpa mér að grilla um helg­ar enda er hann ansi lunk­inn við það. Nauta­kjöt er í sér­legu upp­á­haldi, iðulega sér­valið. Með því eru gjarn­an steikt­ir hvít­lauks­svepp­ir, bakaðar kart­öfl­ur og annað ljúf­meti.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert